Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1960, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
113
En langt er nú síðan að verkhyggni
mannanna var komin á það stig,
að þeir réðust í slíkar samgöngu-
bætur. Elztu jarðgöng, sem menn
þekkja, eru nú 4000 ára gömul.
Þau gerðu Babyloníumenn undir
íljótið Efrat. Þau göng voru 3009
fet á lengd, 12 fet á breidd og 15
feta há.
Hvernig fóru Babylóníumenn að
því að grafa þau göng? Þeir byrj-
uðu á því að veita fljótinu í annan
farveg þegar minnst var í því. Síð-
an voru þrælar látnir vinna að því
myrkranna á milli að grafa djúp-
an skurð í gegnum leðjuna í ár-
botninum. Síðan voru hlaðnir
veggir og hvolfþak úr tigulstein-
um, sem límdir voru saman með
jarðbiki. Að því loknu var ánni
svo aftur veitt í farveg sinn.
Þetta eru fyrstu jarðgöngin, sem
gerð voru undir fljót. Hvílíkt stór-
virki þetta hefir verið og kostnað-
arsamt, má marka á því, að 40
aldir liðu áður en næstu jarðgöng
voru gerð undir á. Það voru jarð-
göngin undir Thames í Lundúnum,
en þau voru gerð 1842.
Rómverjar og Egyptar gerðu
nokkur jarðgöng í fornöld. Róm-
verjar gerðu t. d. um 5 km. jarð-
göng til þess að þurrka upp vatnið
Fucino. Jarðgöngin voru gerð í
gegn um hæð og unnu 30.000
verkamenn að þeim í 11 ár. Var
byrjað á því að grafa um 40
brunna, suma allt að 400 feta
djúpa, og síðan voru grafin göng
á milli þeirra og grjótið dregið upp
úr þessum brunnum.
Á árunum 115—130 grófu Róm-
verjar jarðgöng til þess að veita
uppsprettuvatni til Aþenuborgar,
og það mannvirki er enn notað.
Að vísu var það eyðilagt þegar
Tyrkir lögðu Grikkland undir sig
og aldrei gert við það allan þann
tíma, sem Tyrkir réðu yfir land-
inu. En 1840 var það endurbætt,
og 1925 gerðu amerískir verkfræð-
ingar við það að fullu, svo að það
er nú einn hlutinn af vatnsveitu-
kerfi borgarinnar.
----o----
Sá þáttur verklegrar menningar
að gera jarðgöng, fell í gleymsku
á miðöldunum, eins og svo margt
annað. Var það svo ekki fyr en á
17. öld, að tekið var til að nýu,
og voru þá aðallega gerðir skurð-
ir. Þá kemur og sprengiefni fyrst
til sögunnar og var það í fyrsta
skipti notað við skurðgröft í Frakk-
landi 1679. Áður höfðu menn orðið
að notast við meitla og sleggjur til
þess að brjótast í gegn um berglög.
Þó þekktist enn sú aðferð, er Róm-
verjar höfðu notað til forna, að
hita berglög og hella síðan á þau
köldu vatni svo að þau skyldi
springa.
Fyrstu jarðgöngin í Bandaríkj-
unum voru gerð 1821 í sambandi
við hinn fyrirhugaða Schuylkill-
skipaskurð í Pensylvaníu. Sú sam-
göngubót var aldrei fullger, því að
þá komu járnbrautirnar og gerðu
hana óþarfa.
Fyrsta tilraun að gera jarðgöng
í gegnum Alpafjöll, var hafin 1750
Voru þau göng á leiðinni milli
Nissa og Genúa. Eftir nokkur ár
gáfust menn upp við þetta, en árið
1782 var tekið til við verkið að
nýu og haldið áfram til 1794. Þá
voru göngin orðin 8200 fet á lengd.
Þá var hætt við þau og þau hafa
ekki verið fullgerð.
— o —
Árið 1857 hófust menn handa um
að gera 12 km. löng jarðgöng í
Ölpunum, á leiðinni milli Modane
í Frakklandi og Bardonecchia í
Ítalíu. Þessi jarðgöng eru undir
fjallinu Mount Cenis og voru hin
lengstu, sem nokkru sinni höfðu þá
verið gerð. Sumum verkfræðingum
leizt ekki á þetta og spáðu því að
það mundi verða 50 ára starf að
gera þessi göng. Og þegar í upp-
hafi virtist svo sem þeir mundu
verða sannspáir, því að áður en
langt var komið, rákust verka-
mennirnir á samfellt kvartz-lag,
sem var svo hart og erfitt að brjóta,
að göngunum þokaði ekki fram
nema um 9 þumlunga á dag. Þó
var haldið áfram. Árið 1861 fann
einn af frönsku verkfræðingunum
upp vélbor, og eftir það miðaði
verkinu hraðar. Þó liðu enn 10 ár
áður en göngin væri fullger. Þeg-
ar fyrsta járnbrautarlestin fór um
þessi göng, köfnuðu tveir af þrem-
ur vélstjórum hennar, vegna þess
að ekki hafði verið hugsað um að
hafa loftræstingu í göngunum í
lagi.
Þrátt fyrir þetta óhapp var þó
ráðist í að gera önnur jarðgöng
í Ölpunum, undir St. Gotthard-
skarðið 1872. Þetta er á leiðinni
milli Lucerne í Sviss og Lugano í
Ítalíu. Þessi göng eru um 15 km.
löng, en þau voru fullgerð á 9 ár-
um, kostuðu of fjár og fjöldi manna
fórst þar af slysum. Alls er talið
að um 800 menn hafi látizt af
slysum og veikindum. Svo mikið
kvað að veikindum, að stundum
var rúmlega helmingur verka-
manna frá vinnu. Því var um
kennt að hitinn inni í göngunum
var oft yfir 40 stig C., svo að svit-
inn draup af verkamönnum allan
tímann sem þeir voru þar inni, en
svo fengu þeir lungnabólgu af því
að koma út í kalt loftið á eftir.
Reynslan, sem þarna fekkst, kom
í góðar þarfir þegar Simplon jarð-
göngin voru gerð. Það eru lengstu
járnbrautargöng í heimi, nær 20
km. löng. Vinna við þau var hafin
1898, og eftir sjö ár voru þau full-
ger. Það var enn vandasamara og
meiri erfiðleikum háð að gera
þessi jarðgöng heldur en Gott-
i