Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1960, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1960, Síða 12
112 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jarðgöng Eg fann að eg roðnaði og stamaði: „Já, eg varð dálítið hissa, vegna þess að enginn hefir komið að vitja um þig annar en faðir þinn“. „Það er rétt, en þegar eg fór að hressast, þá var sent eftir mömmu. Mér hefir verið sagt að hún hafi verið nokkuð orðhvöss fyrsta kvöldið og kennt pabba um allt saman“. „Eg man það“, sagði eg, „en hún var þá ekki með sjálfri sér að koma að þér svona slösuðum. Menn bregðast oft undarlega við þegar slík slys ber að höndum“. Eg reyndi að draga úr því að okkur hafði blöskrað framkoma móðurinnar. „Eg held að þú skiljir þetta betur, ef þú heyrir sögu okkar“, sagði hann. „Við vorum tveir bræður, tvíburar og við vorum sjö ára gamlir. Pabbi og mamma sáu ekki sólina fyrir okkur. Svo var það einn dag er Davíð bróðir minn kom úr skólanum, að hann hljóp út á götu og varð þar fyrir bifhjóli. Það reið honum að fullu. Eftir lát hans breyttist mamma. Hún var alltaf sí- hrædd um mig. Og ef pabbi mæltist til þess að eg fengi að fara með skóla- systkinum mínum, annaðhvort í skemmtiferð, eða til leika, þá sleppti hún sér. Og eftir því sem árin liðu var eins og pabbi og mamma fjarlægðust hvort annað. Og í hvert skifti sem eg mæltist til þess að fá að fara eitthvað, þá snerist mamma öndverð gegn því. Pabbi dró alltaf minn taum, og svo lenti í illdeilu milli þeirra. Hann lét oftast undan, en mér sárnaði það meir og meir eftir því sem eg eltist. Og svo komst eg á þann aldur er allir drengir vilja eignast bifhjól. Pabbi var því meðmæltur og hann fór bónarveg að mömmu, en það var ekki við það kom- andi. Þá tók hann af skarið og gaf mér bifhjól, hvað sem hún sagði. Svp veiztu hvað skeði. Þegar eg var úr allri hættu, sagði pabbi mömmu frá því. Hann bjóst við að heyra eintómar skammir. En þessar góðu fréttir bræddu alla beiskjuna úr sál hennar. Og hvað sem um það er — slysið varð til þess að sameina þau aft- ur, og þess vegna þykir mér vænt um að eg skyldi slasast. Og nú hafa þau komið bæði á hverju kvöldi að heim- sækja mig“. Mörg kvöld eftir þetta varð mér fyrst litið út í hornið á sjúkrastofunni, er eg kom. Og í hvert skifti sá eg að þau sátu þar, faðir og móðir, sitt hvor- SÁ SEM fyrstur manna kleif fjallið Mont Blanc, hét Horace Benedict de Saussure. Það var árið 1878. Eftir þetta afrek lét hann svo um mælt: „Einhvern tíma kemur að því, að jarðgöng verða gerð undir Mont Blanc svo að þar verð- ur akbraut“. Síðan eru nú liðin 182 ár, og nú er þessi spá að rætast. Frakkar og ítalir eru að gera voldug jarðgöng undir fjallið, sem er 15,771 fet á hæð. Göng þessi verða svo víð, að þar verða tvær járnbrautir. Byrj- að var á göngunum samtímis, bæði að norðan og sunnan, og til graftar- ins eru notaðar hinar stórvirkustu vélar. Gert er ráð fyrir því, að göngin verði fullgerð á árinu 1962. Þau verða rúml. 11,5 km. á lengd og því meðal lengstu jarðganga, er enn hafa verið gerð. Sem stendur er 1% klukkustundar ferð frá Cham- um megin við sængina, og töluðu glað- lega saman. Og svo leiddust þau í hvert skifti sem þau fóru. Þegar pilturinn útskráðist af sjúkra- húsinu, komu þau bæði að sækja hann. Eg vona að þau hafi átt mörg farsæl ár fyrir höndum, þeim veitti ekkí af því, þau höfðu spillt mörgum árum ævi sinnar áður. onix í Frakklandi til Entreves í Ítalíu, en þegar göngin eru kom- in, verður hægt að fara milli þess- ara staða á 12 mínútum. Hitt er þó ef til vill meira um vert, að þegar göngin eru komin, geta járnbrautarlestir ferðast þarna all- an ársins hring, en nú er fjallveg- urinn venjulega ófær sjö mánuði ársins vegna snjóa. Önnur jarðgöng er verið að gera ekki ýkja langt frá Mont Blanc, milli Sviss og Ítalíu. Þessi jarð- göng liggja undir St. Bernharðs skarði og verða rúmlega 5,5 km. á lengd. Þau eiga einnig að verða fullger árið 1962. Þetta eru fyrstu jarðgöngin, sem grafin eru gegn- um Alpafjöllin síðan á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Það var árið 1906 að fram kom fyrsta áætlunin um jarðgöng und- ir Mont Blanc. Verkið drógst úr hömlu og svo komu styrjaldir og krepputímar. Það drógst því enn á langinn og var ekki hafið fyr en snemma á árinu sem leið. ----o---- Mikill munur er á þeim verk- færum, sem menn hafa nú til þess að grafa jarðgöng, og þeim verk- færum, sem menn höfðu fyrrum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.