Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1960, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1960, Síða 2
102 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hetjur, sem okkur langaði til að líkjast, eða þá verða þeim meiri. Þess vegna þráðum við það öllu öðru fremur, að komast á þann ald- ur, að við mættum sjálfir fara út í heiminn að leita okkur fjár og frama. Og svo rann upp sú mikla stund 1887 að eg átti að fara í útver. Þá var eg sextán ára að aldri. Sam- ferðamaður minn var ungur maður af næsta bæ, Leifi í Skurðbænum. Hann var víst fimm árum eldri en eg, fjörmikill og skemmtilegur. Hann hafði farið þrjár útversferð- ir suður áður, og var því orðinn volkinu vanur. Um þetta leyti var Brynjólfur Guðmundsson bóndi á Litlu Heiði í Mýrdal, á ferð í Með- allandi. Hann var að sækja reka- timbur, sem hann hafði keypt þar, og bar á fimm hestum. Honum átt- um við að verða samferða. Svo slóst og í ferðina ungur piltur, sem Jóhann hét; hann hafði áður verið vermaður og því öllu vanur. Týnd er lestin öll Við lögðum á stað úr Meðallandi 23 vikur af sumri og vorum kallað- ir haustmenn, samkvæmt þeirrar tíðar málvenju. Allir vorum við gangandi og bárum fatnað okkar og férðanesti. Vorum við reiddir yfir Kúðafljót og gistum í Álfta- veri um nóttina. Ekki var sú dag- leið lengri. En næsta dag var lagt á Mýr- dalssand og þá var Brynjólfur sjálfkjörinn fararstjóri. Hann bætti farangri okkar ofan á milli á klyfjahestum sínum, svo að við vorum lausir og liðugir. Gekk nú allt að óskum í fyrstu en er við komum á miðjan sandinn, gerði austan stórviðri með úrhellisrign- ingu og helzt það veður þann dag allan. Vöxtur kom þegar í öll vötn og tafði það okkur, en hitt var þó ef til vill enn verra, að í rigning- unni blotnuðu öll ólarreipi svo, að hnútar runnu af og klyfjarnar fellu af hestunum. Vorum við altaf að gera að og láta klyfjarnar upp að nýu. Gekk því ferðalagið seint. Áfram miðaði þó þar til við kom- um í Vatnsársund. Svo heitir gil, sem liggur austur á milli Stakks og Arnarstakksheiðar. Eftir því rennur á, sem kemur úr Heiðar- vatni, en hjá því standa Heiðar- bæirnir. Þegar við komum í Vatnsársund tók gamanið fyrst að grána fyrir alvöru. Nú var komið myrkur, vegurinn brattur og varð nokkrum sinnum að fara yfir ána, en 1 henni beljandi vöxtur. Fór nú ofan af hestununi hvað eftir annað. Við leituðum í myrkrinu að klyfjun- um, fundum sumar, en sumar ekki og fór ærinn tími í þessi snúninga. En svo lauk ,að við týndum eigi aðeins öllum klyfjunum, heldur einnig öllum hestunum. Illviðrið og myrkrið gleyptu það allt sam- an. En sjálfir komumst við slypp- ir og illa til reika heim að Litlu Heiði seint um kvöldið. Var okkur tekið opnum örmum, föt okkar þurkuð og bezti beini veittur. Þegar birti um morguninn og menn komu út, sást einn af hestun- um á beit rétt fyrir neðan túnið. Þessi hestur var kallaður Núpur, jarpur að lit og hinn mesti stólpa- gripur. Hann hafði altaf haft for- ustu í ferðinni og aldrei höfðu klyfjarnar haggast á honum, og þarna var hann enn með þær á bakinu. Nú var gerður út leiðang- ur að leita þess, sem týnzt hafði, og fannst allt að lokum. Lá við slysi í Affallinu. Þennan dag var för okkar þre- menninganna heitið að Hryggjum í Útmýrdal. Þar var maður, sem hét Jón Bjarnason, og ætlaði hann að verða okkur samferða suður. Við bárum farangur okkar á bak- inu þessa leið, en losnuðum nú við hann, því að Jón var með hryssu undir reiðingi og á hana var far- angrinum tjaslað. Var nú ákveðið að ná að Hrútafelli um kvöldið. Lögðum við á stað frá Hryggjum um hádegi. En þegar kom að Jök- ulsá á Sólheimasandi, var hún óf ær með öllu. Tókum við nú það fangaráð að fara í Loðmundarsæti og liggja þar úti um nóttina. Loðmundarsæti er grasi gróinn hvammur í svonefndri Yztheiði. Þar á Loðmundur gamli í Sólheimum að hafa setið á með- an þeir Þrasi í Skógum veittu Jökulsá hvor á annan með göldr- um. Veður var gott, stjörnubjart en frost, svo að okkur var hroli- kalt um nóttina. Að morgni var allt vatn hlaupið fram úr Jökulsá, svo að hún var nær þur. Bar nú fátt til tíðinda á ferða- laginu, nema að stúlka bættist í hópinn undir Vestur-Eyafjöllum. Hún vildi fá samfylgd okkar yfir vötnin, Markarfljót, Ála og Affall. Degi var tekið að halla er við komum að Markarfljóti, en veður hið bezta. Fullorðnu piltarnir þrír lögðu í fljótið og teymdu Skjónu Jóns, en stúlkan reið við hliðina á henni. Eg fór síðastur og helt mér í taglið á Skjónu mér til stuðnings. Þannig fórum við yfir Markar- fljót og Ála og gekk allt vel. En er við komum að Affallinu var birtu tekið að bregða og sá ekki glöggt til vaðs né landtöku. Við lögðum þó út í og gekk allt vel að ytri bakkanum, en hann var hár og brattur þar sem við komum að honum. Hesturinn, sem stúlkan reið, hóf sig þegar upp á bakkann, en hún mun hafa verið því óvið- búin, og fell aftur af honum niður í strauminn rétt hjá mér. Mér varð heldur en ekki bylt við. Eg stóð þarna í straumhörðu vatni upp i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.