Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1960, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1960, Qupperneq 4
104 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um flýði eg á náðir Jóns í Sölvhól og bað hann að ráðleggja mér heilt hvað eg ætti til bragðs að taka. Hann kvaðst ekki vilja skipta sér neitt af þessu. Vel mætti vera að Hjörleifi gengi illa að ráða mig, þar sem eg væri öllum sjóverkum óvanur. En þótt Magnús væri frændi sinn, kvaðst hann ekkert vita um hagi hans né hvernig væri að vera hjá honum. Eg yrði því sjálfur að ráða fram úr þessum vanda. Eg fann að þetta var rétt, og niðurstaðan varð sú, að eg tók boði Magnúsar og fór með honum þá um nóttina um borð í þilfars- bát, sem hann var talinn eigandi að. Þessi bátur hét „Hafrenningur“. Þarna var fyrir háseti Magnúsar, sem Jón hét. Hann mun hafa verið um fimmtugt og tæplega meðal- maður á vöxt. En hann var svip- mikill, því að hann var með afar mikið alskegg, gljásvart og vel hirt. Magnús fór með mig niður í káetu og lét mig hátta þar þegar, en skipaði Jóni að færa sér heitt vatn, svo að hann gæti veitt gesti sínum toddý. Þessi gestur hans var Guðmundur Jakobsson trésmiður. Jón hafði bækistöð sína í lúk- arnum og þar var einnig eldavél- in. Lftir nokkra stund kom hann labbandi eftir þilfarinu með ketil í hendi, fullan af sjóðandi vatni. En þá tókst svo slysalega til, er Jón var kominn að káetudyrum, að honum varð fótaskortur. Fell hann á þilfarið og fór þá hver dropi úr katlinum. Þegar Jón komst á fætur aftur, rauk hann fram í lúkar til þess að hita vatn að nýu. Leið nú löng stund. En að lokum kemur Jón í káetudyrnar og réttir niður rjúk- andi ketil. En þá var Jón óþekkj- anlegur með öllu. Eftir óhappið á þilfarinu hafði hann ætlað sér að vera fljótur að hita vatn að nýu. En þá var eldurinn í vélinni eitt- hvað svo skratti daufur. Hug- kvæmdist Jóni þá ráð til þess að lífga hann við, saup gúlsopa sinn af brennivíni og spýtti inn í glæð- urnar. Gaus þá upp ógnar blossi og kom svo snögglega út um dyrn- ar á eldavélinni, að Jóni gafst ekki tími til að forða sér. Eldinum laust í hans fagra skegg, svo það blo'ss- aði upp líka — og var ekki sjón að sjá Jón eftir þessi ósköp. — Eg sofnaði brátt og vaknaði ekki fyr en við vorum komnir langt út í Faxaflóa. Þá voru þeir Mangús og Jón báðir á þiljum uppi. Komið í nýu vistina Við sigldum til Keflavíkur og þar skaut Magnús húsbóndi minn mér á land. Fekk hann mér „bevis“, er hann kallaði svo, og átti eg að fara með það í vershin A. Ólafsens, taka þar á móti umbeðnum vör- um og bera þær heim. Jafnframt skrifaði Magnús beiðni til verslun- arinnar um að mér yrði fenginn einhver maður, er vísaði mér á rétta leið til Sandgerðis. Sjálfur ætlaði Magnús að sigla bátnum suður þangað. Það mun hafa verið um kl. 4 síðdegis, að mér var skotið á land. Eg fekk skjóta afgreiðslu í búðinni. Maður sem Pétur Helgason hét, vísaði mér á veginn til Sandgerðis. Það voru aðeins troðningar og eg lagði alls ótrauður á þá. Veðrið var gott, byrðin létt og eg vanur göngumaður. Ferðin gekk líka vel og komst eg að Balakoti áður en dimmt var orðið. Bærinn var lítill, ekki nema bæardyr og baðstofa. Var þil fyrir bæardyrum og hálf- þil á baðstofustafni. Eg barði að dyrum og út kom kona, er mér virtist vera á fertugs- aldri. Hún var fátæklega til fara, hvorki falleg né ljót, heldur eitt- hvað þar á milli. Þetta var Gróa, bústýra Magnúsar. Eg sagði hennl að Magnús hefði vísað mér þangað til gistingar, og bauð hún mér þá inn í baðstofu. Inn af bæardyrum var eldhús og úr því göng til baðstofu. Baðstof- an var þiljuð sundur í miðju. Þar sem inn var komið var moldargólf og veggir úr torfi og grjóti, en skarsúð yfir. Þar var stór lyng- hlaði við vegg. Innra húsið var einnig með moldargólfi en veggir þiljaðir og skarsúð yfir og allstór gluggi á stafninum, sem vissi að sjónum. í rúmfleti í óæðri enda baðstofunnar lá gamall maður ör- vasa. Ekki heyrði eg að hann tæki undir kveðju mína. Þarna var einnig dóttir Gróu, sem kölluð var Vala. Hún hefir líklega verið 10 ára og var fábjáni. Þetta var heimilisfólkið. Gróa sagði mér að hún væri al- veg varbúin að taka á móti dvalar- manni, þar væri ekkert rúm Ul og lítið um rúmfatnað. Eg svaraði þá að þessa nótt gæti eg vel legið á lynghlaðanum. Og það varð úr að þar hvíldi eg fyrstu nóttina. Mér varð ekki svefnsamt fram- an af nóttu, og þóttist ósvinnur orðinn. Hér var allt svo gjörólikt vökudraumum mínum áður en eg lagði á stað að heiman. Húsakynni voru óyndisleg og fyrirkvíðaniegt að eiga að vera samvistum við þetta heimilisfólk heilan vetur. Var hann þá svona höfðingskapur og stórmennska útgerðarbænd- anna, er eg hafði heyrt útversmenn lofa svo mjög? í einu vetfangi var ævintýraljóminn horfinn og hug- myndahallirnar hrundar í grunn. Það var hryggur og kvíðinn drengur, sem bylti sér á lyngbeð- inum í dimmri baðstofu Balakots þessa nótt. Árni Óla skráði. f

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.