Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1960, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1960, Blaðsíða 10
110 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Smásagan Slasaður piltur (Úr endurminningum hjúkrunarkonu) það að fara á móti sól. Slíkt er ekki hægt, og þess vegna snýr seglskipið sér þannig að ljósið fellur á brún seglsins. Þetta skip getur auðveld- lega siglt út fyrir áhrifasvið jarðar og komist til annara stjarna. Það á ekki að flytja neitt með sér annað en vísindatæki, og það útvarpar stöðugt til jarðarinnar. Þegar mönn um þykir það komið nógu langt út í geiminn, er hægt að snúa því við og láta það sigla til jarðar aftur. Þungi, eða þrýstingur sólar- ljóssins er ekki nema 0.000000009 pund á hvern ferþumlung. Seglið verður því að vera gríðarstórt til þess að þessi orka megi knýa geim- farið áfram. Seglið verður gert úr næfurþunnu efni. Loftsteinar munu geta sett göt á það, en þeir munu ekki rífa það í tætlur. Stærð þess verður að vera um 150 fet að þvermáli. Þó verður þungi þess og allra vísindaáhalda ekki nema um 50 pund. Þá, er og komin fram hugmynd um annað geimfar, sem menn kalla „geimfiðrildið“. Það á að taka sig upp á geimstöð í námunda við jörðina og geta flogið með 10 far- þega og 100.000 punda farangur til geimstöðvar í námunda við Marz, og vera ekki nema eitt ár á leið- inni. „Geimfiðrildi“ þetta verður með marga holspegla og verður hver um 50 fet að þvermáli, og hver þeirra í sambandi við vatnsketil og breytir hitinn frá þeim vatninu í gufu. Gufunni er breytt í rafmagn og rafmagninu í jón, eins og áður er sagt. En kuldinn í geimnum mun sjá um að gufan þéttist aftur og verði að vatni, án þess að nokk- uð fari til spillis, og svo rennur vatnið aftur til vatnsgeymanna. „Geimfiðrildið“ mun einnig nota sólarorku á annan hátt, og þannig auka hraða sinn jafnt og þétt. Þeg- ar það kemur í námunda við ein- hvern hnött er hægt á ferðinni KVÖLD nokkurt var símað frá slysa- varðstofunni og við beðnar að hafa þegar til rúm handa pilti, sem væri stórslasaður. Og rétt á eftir var komið með hann. Mér brá í brún er eg sá, að hann var enn í öllum fötum og með skó á fótum. En höfuð hans var marg- reifað með sáraumbúðum. Læknir varðstofunnar kom með sjúklinginn, og hann kvaðst ekki hafa þorað að rannsaka höfuðmeiðslið, en það væri svo alvarlegt, að mestar líkur bentu til að pilturinn gæti tæplega lif- að eina klukkustund. Við lögðum hann gætilega í rúm og settum skjólgrind umhverfis það. Okk- ur var sagt að faðir hans hefði einnig slasazt og væri verið að gera að meiðsl- um hans. Móðurinni hafði verið til- kynnt um slysið. Eg leysti sárabindin af höfði sjúkl- ingins og mér hnykkti við. Á enni hans var gapandi sár, höfuðkúpan var brotin og sá inn í heilann Eg þreifaði á slagæðinni og gat naumast fundið æðarslögin. Skömmu síðar kom faðir hans. Eg kenndi innilega í brjósti um hann. smám saman, og því verður ekki skotaskuld úr að lenda hvar sem er. Þannig ráðgera menn að nota orku úti í geimnum til þess að knýa fartæki milli hnatta. En í geimn- um eru margar fleiri orkulindir, en hér hafa verið nefndar. Geimurinn er ekki „tóm“, eins og menn hafa haldið. Þar eru frumeindir, loft- steinar, rafmagn og segulbylgjur, sólarljós og stjörnuljós og geim- geislar. Mönnum mun smám saman takast að hagnýta þetta eftir því sem þeir komast lengra út í geim- inn og þekking á honum eykst. Hann hafði setið aftan við son sinn á bifhjóli og þeir höfðu rekizt á bíl á fullri ferð. Pilturinn hafði kastast fram af hjólinu og lent með höfuðið á skrautstandinum framan á bílnum. Faðirinn hafði líka kastast af hjólinu, en út á götu og hann hafði meiðzt nokkuð í öxl og fengið skrámur. Og auðvitað hafði hann fengið áfall. Hann starði þögull á drenginn sinn, en virtist þó ekki sjá neitt. Við spurð- um hvort hann vildi ekki fara í rúm og fá deyfandi innspýtingu, en hann afþakkaði. „Þakka yður fyrir, en eg vil heldur vera hér þar til öllu er lokið“, sagði hann og settist á stól. Kona hans kom nú í þessum svifum. Við fórum fyrst með hana inn í deild- areldhúsið. Þar skýrðum við henni frá því, eins nærgætnislega og okkur var unnt, að sonur hennar væri í dauðan- um. Við áttum von á því að hún mundi fara að gráta, heimta að fá að sjá hann og spyrja um föður hans. En við áttum ekki von á að heyra það, sem hún sagði: „Þetta er þeim sjálfum að kenna. Drengurinn vildi endilega fá bifhjól, og faðir hans gaf honum það. Eg sagði þeim, að svona mundi fara, en þeir vildu ekki hlusta á mig. Þetta kemur þeim því rétt í koll!“ Eg var orðlaus. Hvernig gat nokkur kona verið svona harðgeðja? Við spurðum þá hvort hún vildi sjá son sinn. Hún kinkaði kolli og við fórum með hana inn í sjúkraherbergið. Eg dró skjólgrindina gætilega frá. Þarna sat þá faðirinn og helt í hönd piltsins. En pilturinn lá með lokuð augu og dró varla andann. Hún horfði á piltinn um stund, sneri sér svo að manni sínum og sagði lágt: „Eg sagði þér að svona mundi fara. Ertu nú ánægður!" Eg beit á vörina. Hvernig stóð á því að þessi kona var svo tilfinningalaus? Var það vegna þess að drengurin?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.