Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1960, Qupperneq 14
114
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
hards-göngin, en þó létust ekki
nema 60 verkamenn þarna á þess-
um sjö árum.
Göng þessi liggja yfir landamæri
Sviss og Ítalíu. Berghitinn Sviss
megin varð oft hartnær 60 stig og
varð stöðugt að dæla köldu vatni
á bergið til þess að hægt væri að
vinna þar. Ítalíu megin rákust
menn fyrst á ískalt vatn, sem foss-
aði fram úr berginu. Seinna tók
ekki betra við, því að þá ruddust
fram úr berginu flaumur af vatni,
sem var 46 st. heitt, og var vatns-
magnið svo mikið, að nema mundi
um 10 millj. lítra á sólarhring.
Vegna þessa vatnsflaums varð að
gera hliðargöng til þess að veita
vatninu burtu.
Það var snemma á árinu 1905
að ítölsku og svissnesku verka-
mennirnir mættust undir miðju
fjallinu. Verkfræðingarnir höfðu
verið hálfkvíðnir fyrir því, að
göngin myndi ekki standast á. Þeim
létti því heldur þegar það kom í
ljós ,að ekki skakkaði nema fáum
þumlungum.
Brátt varð gífurleg umferð um
þessi jarðgöng, og þótti þá nauð-
syn til bera að gera önnur jarð-
göng samhliða þeim. Var byrjað
á því verki 1912, en fyrri heims-
styrjöldin tafði allar framkvæmd-
ir og þessi jarðgöng voru ekki full-
ger fyr en 1921.
—000—
Ef menn fýsir að vita hvernig
umhorfs muni vera inni í jarð-
göngum, þá ætti þeir að lesa frá-
sögn um það eftir Joseph Wechs-
berg, sem birtist í Lesbók 1958, bls.
687. Wechsberg gerði það að gamni
sínu að fara gangandi í gegn um
Arlberg-jarðgöngin, og lýsir þar
ferðalaginu.
Dáleiðsla
■ þjónustu læknavisinda
Á SEINASTA aðalfundi „Ameri-
can Medical Association" var sam-
þykkt ályktun um að læknavísind-
in ætti að nota dáleiðslu meira en
áður, einkum í stað svæfinga við
miklar skurðlækningar. Ennfrem-
ur var skorað á færa lækna að
kynna sér dáleiðslu rækilega og
hvers eðlis hún er.
— ★ —
Það var seint á 18. öld að austur-
rískur læknir, Franz Anton Mes-
mer, vakti gífurlegt umtal í París
vegna furðulegra lækninga sinna.
í lækningastofu sinni hafði hann
alltaf hálfrökkur. Þar voru margir
speglar, hægur og mjúkur hljóð-
færasláttur ómaði í herberginu og
þar voru sjúklingarnir látnir sitja
við kdr nokkurt, sem angan lagði
af. Mesmer var í ljósbláum slopp.
Hann horfði ýmist í augu sjúkling-
anna, snerti þá, eða fór höndum
um þá, og leið þá sjaldan á löngu
að þeir felli í dásvefn. Og meðan
þeir voru í því ástandi, læknaði
hann þá, eða losaði þá að minnsta
kosti við þjáningar.
Almenningur var stórhrifinn af
þessum lækningum, en læknar
snerust honum öndverðir. Var það
aðallega vegna þess, að Mesmer
þóttist hafa komizt yfir einhvern
dularfullan kraft, sem hann nefndi
„dýrsegulmagn". Hann sagði að
kraftur þessi væri kominn frá sól,
tungli og stjörnum og hefði gagn-
ger áhrif á heilsufar manna. En
þegar til kom, gat hann ekki sann-
að að þessi kraftur væri til. Þess
vegna var lækningaaðferð hans
fordæmd, enda þótt menn yrði að
viðurkenna að hann hafði hjálpað
mörgum sjúklingum.
Freud fekkst um hríð við dá-
leiðslulækningar, en hann hætti
við þær aftur, og ekki gat hann
gefið neina skýringu á því hvað
dáleiðslusvefn væri.
í seinni heimsstyrjöldinni var
dáleiðsla mikið notuð til að lækna
sálsjúka menn. Og geðlæknar nota
nú dáleiðslu mikið. Hún er alveg
hættulaus í höndum þeirra, er með
kunna að fara, en hún getur orðið
hættuleg í höndum loddara, en
margir slíkir hafa gert sér að at-
vinnu að ferðast um og dáleiða
fólk. Ekki verða allir dáleiddir.
Um það bil tíundi hver maður hef-
ir í sér einhvern þann kraft, að dá-
leiðandinn ræður ekki við hann.
En langflesta er mjög auðvelt að
dáleiða.
— ★ —
Aðaleinkenni dáleiðslunnar er,
að dávaldurinn fær fullkomið vald
á hinum dáleidda, og það er eins
og hinn dáleiddi viti ekki af neinu
1 heiminum nema dávaldinum.
Þegar sárþjáður sjúklingur hefir
verið dáleiddur, er venjulegt að
læknirinn segi við hann: „Þú ert
laus við allar þjáningar“. Og þegar
sjúklingurinn vaknar finnur hann
ekkert til. Eins segir læknirinn við
þann dáleidda, sem á að skera upp:
„Þú finnur ekkert til meðan á
þessu stendur". Og sjúklingurinn
finnur ekki fremur til en undir
venjulegri svæfingu eða deyfingu.
Til sannindamerkis um það er
sögð þessi saga:
í fyrra átti að gera hjartaskurð