Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1960, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1960, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 103 mitti og helt mér í taglið á Skjónu. Eg gat ekki hjálpað stúlkunm nema með því móti að sleppa tagl- inu, en það gerði eg, kastaði mér á eftir henni, náði í klæði hennar og hrópaði á hjálp. Félagar okkar komu skjótt á vettvang og björguðu okkur. Til allrar hamingju var skammt til bæar. Þar fengum við góða gist- ingu og stúlkunni varð ekki meint af kuldabaðinu. Önnur útilegunótt Nú gerðist ekkert sögulegt á ferðalagi okkar fyr en komið var til Eyrarbakka. Þangað náðum við rétt fyrir lokunartíma. Félagar mínir hurfu brátt og skildu okkur Skjónu eftir hjá skúr- garmi nokkrum. Skjónu leið þar vel, því að kastað hafði verið fyrir hana góðri heytuggu, en mér leidd- ist og þótti biðin löng. Að lokum komu þeir félagar mínir þó aftur. Þá sögðust þeir Hjörleifur og Jón eiga eftir að koma þar í eitt hús, en bezt væri fyrir okkur Jóhann að rölta þegar á stað upp að Móa- koti í Kaldaðarnesshverfi. Þar bjó þá Þórunn frá Króki í Meðallandi, og hjá henni átti að gista. Þeir bentu okkur hvaða stefnu við skyldum taka. Sáust þar nokkur Ijós í fjarska og bentu þeir okkur á ljósið í Móakoti og sögðu að við skyldum altaf stefna á það. Svo fóru þeir, en við röltum 4 stað og stefndum á ljósið En ekki höfðum við langt farið, er öll ljós- in voru slökkt. Við vorum þá staddir úti í mýri í kolsvarta myrkri og vissum ekki hvert halda skyldi. Þótti okkur ráðlegast að halda kyrru fyrir þar sem við vor- um komnir, og lágum svo úti um nóttina. Veðrið var gott, en nokk- urt frost. Þó leið okkur sæmilega, því að við vorum þurrir og sæmi- lega vel klæddir. Félagar okkar höfðu ratað rétta leið heim að Móakoti og gistu þar um nóttina. Með birtu um morguninn sáu þeir hvar við vorum. Viðsjár á Kolviðarhóli Næsti áfangastaður var Kolvið- arhóll og komum við þangað seint um kvöld. Þar var Jón Jónsson gestgjafi. Nú var nesti allra þrotið, nema Jóhanns, og var því afráðið að biðja um mat handa þremur. Húsnæði þurftum við ekki að greiða, því að uppi á loftinu máttu ferðamenn sofa án endurgjalds. Þangað fórum við svo þrír félagar, en Hjörleifur fór að semja um matinn við Margrétu, dóttur Jóns, sem stóð fyrir veitingum. Eftir nokkra stund kallar hann á okkur nafna. Þá hafði Margrét borið á borð fyrir þrjá. Hjörleifur borgar nú matinn, og spyr svo Margrétu hvort við eigum nú allt sem á borð hafi verið borið. Hún játaði því. Sagði hann okkur þá að taka allt af borðinu og bera upp á loft, matinn, diska, hnífapör og dúkinn. Við gerðum þetta og settumst svo að snæðingi. Var maturinn fljótt horfinn, því að hvort tveggja var, að hann var ekki mikill, en við glorhungraðir. Síðan röbbuðum við saman nokkra stund, en þá kemur Margrét upp á loftið og seg- ist komin til að sækja borðbúnað- inn. Hjörleifur varð fyrir svörum og sagði að hún ætti þar engan borð- búnað, við ættum hann, því að hún hefði sjálf sagt að við ættum allt sem hún hefði borið á borð. Hún maldaði í móinn og sagðist að- eins hafa átt við matinn en hann helt fast á sínu máli. Mér leið illa meðan á þessu samtali stóð, því eg fann að hér átti að beita stúlkuna rangindum. Brátt kom Jón bóndi upp á loftið og sýndist mér hann hálfskugga- legur ,og jafnvel til alls búinn, en fátt lagði hann til máianna. Þau Hjörleifur og Margrét töluðu ró- lega saman, og sættust seinast á það, að hún skyldi fá borðbúnað sinn, en við skyldum í staðinn fá ókeypis kaffi bæði um kvöldið og morguninn eftir. Mér létti mjög þegar sættir tókust. En það er af Margrétu að segja, að hún stóð dyggilega við samninginn að sínu leyti. Ráðinn til Sandgerðis Morguninn eftir var árla lagt á stað og náðum við til Reykjavíkur um kvöldið. Hjörleifur kom mér fyrir hjá skyldfólki sínu á Sölv- hóli og sagði að eg skyldi vera þar þangað til hann hefði fengið fyrir mig veturvist. Á Sölvhóli var ágætt fólk og leið mér mjög vel hjá því. Þarna var eg á aðra viku og aldrei kom Hjörleifur og engar fréttir hafði eg af því hvernig gengi með vistráðn- inguna. Var eg því farinn að ger- ast órór. Svo var það eitt kvöld, að gest- ur kom að Sölvhóli. Hann hét Magnús Jónsson og átti heima í Balakoti í Sandgerðishverfi. Hann tók mig tali, og er hann komst að því að eg var óráðinn, bauð hann mér veturvist hjá sér. Kjörin voru þau, að eg skyldi vinna sér kaup- laust til Kyndilmessu, og ef eg teldist hlutgengur að þeim reynslu- tíma loknum, skyldi eg fá fullt kaup frá Kyndilmessu til vertíðar- loka. Nú var eg í vanda staddur. Vera mátti að Hjörleifur hefði þegar ráðið mig. Hitt var og jafn líklegt, að hann gæti hvergi fengið vist handa mér. En um þetta gat eg ekkert fengið að vita, því að eng- inn vissi hvar Hjörieifur var nið- ur kominn. Út úr þessum vandræðum min-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.