Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1960, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1960, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 115 á 14 ára telpu í sjúkrahúsi í Los Angeles. Læknirinn, dr Milton J. Marmer, dáleiddi sjúklinginn nokkrum dögum áður, til þess að vera viss um að hægt væri að koma henni í djúpan dásvefn. Svo dá- leiddi hann hana aftur, áður en uppskurðurinn hófst, og til vonar og vara gaf hann henni örlítið af deyfilyfi, svo sem tíunda hluta þess sem venjulegt er. Uppskurðurinn var vandasamur og hættulegur og stóð í fimm klukkustundir. Ein- hvern tíma meðan á þessu stóð, vildi Marmer fá að vita hvort hann hefði fullkomið vald yfir sjúklingnum. Hann sagði: „Heyr- irðu til mín?“ Og sjúklingurinn kinkaði kolli og opnaði augun. Svo skipaði hann henni að sofa, og hún svaf þar til aðgerðinni var lokið. Dáleiðsla hefir komið að miklu gagni þar sem brunasjúklingar eiga í hlut. Skifta þarf um um- búðir á þeim daglega, en það er svo sársaukafullt, að sjúklingarnir þola það ekki nema þeim sé gefinn vænn skammtur af deyfilyfi. Þessu fylgir aftur sú hætta, að þeir venj- ist á deyfilyf. Nú eru þessir sjúkl- ingar dáleiddir þegar skift er um umbúðir, og þeir finna ekkert til. Læknar hafa og tekið eftir því, að sár þeirra gróa betur, ef dáleiðslu er beitt. Sjúklingur einn, sem var svo aðframkominn, að hann hafði alveg misst matarlyst og var að veslast upp, var dáleiddur og hon- um sagt að hann yrði mjög hungr- aður er hann vaknaði. Árangurinn varð sá, að hann heimtaði mat sinn og át síðan reglulega, en við það fóru sárin að gróa og hann var albata þremur mánuðum seinna. Dáleiðsla er notuð til að lina þjáningar við barnsburð, beinbrot og tanndrátt. Hún er einnig notuð til þess að venja menn af reyking- um. En þar er þó sá hængur á, að áhrif hennar endast ekki nema vissan tíma, og ef dáleiðing er margendurtekin, fara áhrif dá- valdsins yfir sjúklingnum sí- minnkandi. — ★ — Ýmsir dáleiðendur, sem hafa ekki læknisþekkingu og þekkja ekkert til sálfræði, hafa unnið ó- gagn með dáleiðslum sínum. Fyrir eitthvað þremur árum kom út í Bandaríkjunum bók, sem hét „The Search for Bridey Murphy“. Hún var rituð af dáleið- anda og var frásögn ungrar írskrar stúlku um fyrra tilverustig sitt hér á jörð. Bókin átti að vera áróður fyrir kenningunni um endurholdg- un, og hún rann út. En hún leictdi líka til þess, að hópar manna hing- að og þangað stofnuðu til dáleiðslu- funda, og þar komu fram hinar furðulegustu „endurminningar'* manna frá fyrri tilvist hér á jörð. Læknum og sálfræðingum var illa við þetta, því að þeir óttuðust að það mundi koma óorði á dáleiðsl- una. — ★ — Þrátt fyrir langa reynslu og at- huganir, vita menn þó enn heldur lítið um dáleiðslu, og eru enn engu nær um hvers eðlis hún er. Það eitt vita menn, að þarna er um að ræða sérstakan kraft, og að hann getur verið furðu öflugur. Upphaflega var haldið að dá- leiðslan næði aðeins til manna, en nú hefir komið í ljós að hægt er að dáleiða flest dýr, sem hafa fjölþætt taugakerfi. Menn komust að því af tilviljun, að hægt er að dáleiða hænur á þann hátt, að leggja þær flatar á fjöl og draga feitt krítar- stryk beint fram af nefinu á þeim. Þá er það og alkunnur leikur, að dáleiða kanínur á þann hátt, að leggja þær á bakið og strjúka svo kviðinn á þeim. Með þessu móti má svæfa þær svo djúpu dái, að þær finni ekkert til og bregði sér ekki við þótt þær sé ristar á hol. Einnig er hægt að dáleiða fljóta- krabba, ketti, hunda og apa. Þetta bendir til þess að dáleiðsl- an standi að nokkru leyti í sam- bandi við taugakerfið, og að starf- semi heilans sé þá beint í eina sér- staka átt. Þó er þetta engin skýr- ing, enn sem komið er, og eigi lausn á því hvernig á því stendur að dáleiddir menn verða alveg á valdi dávaldsins. Hin líkamlegu áhrif geta verið hin sömu hjá dýr- um og mönnum, en auk þess virð- ist dáleiddur maður verða samsála við dávaldinn. Hugsanir dávalds- ins koma fram í huga hins dá- leidda og verða þar allsráðandi. Hvað sem dávaldurinn lætur sér til hugar koma, verður að raun- veruleika í hug hins dáleidda. Er þá komið að því, sem dr. Helgi Pjeturss helt fram, að dáleiðsla væri afbrigði nokkurt vanalegs svefns. Fordœmi foreldra BANDARÍSKA krabbameinsfélagið lætur fara fram athuganir á reyking- um unglinga, til þess að reyna að fá úr því skorið, hvort reykingar muni valda krabbameini í lungum En í sam- bandi við það hefir ýmislegt annað komið í ljós. í Portland í Oregeon var tekin skýrsla af 21.980 nemendum í skólum, og kom þá í ljós, að fjórði hver piltur og áttunda hver stúlka reyktu dag- lega. Að langmestu leyti voru þessir unglingar komnir frá heimilum, þar sem foreldrarnir reyktu. Þeir, sem ekki reyktu, voru að mestu komnir frá heimilum þar sem hvorugt foreldr- anna reykti. Við nánari athugun kom í ljós, að strákarnir höfðu tekið upp á því að reykja til þess að líkjast pabba sínum, en stelpurnar til þess að líkjast mömmu sinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.