Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1960, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1960, Síða 2
182 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS En við höfnina er svo sem ekkert um að vera þessa stundina. Nokkr- ir togarar bundnir, af því að á þá vantar Færeyinga, sem eru bundn- ir heima, því að þá vantar togara. Tvö útlend skip og einn Foss eru einnig í höfninni. Allt og sumt. En höfnin er full af sól, sem ætti að nægja í sunnudagaskap handa öll- um bæjarbúum. Kolbeinshaus mor- ar í hálfu kafi, en það sem upp úr stendur, er ísað. Þær eru líka allar þaktar þykku ísfrauði, klappirnar inn með Skúlagötunni. í Krókn- um er að vanda flögrandi hvít- fuglager, en yfir götunni fljúga þrír hrafnar föstum vængjatökum. Þeir fljúga skipulega og fylgja strandlínunni nákvæmlega. Á bensínstöðinni mætum við skeggjuðum Sigurjóni Rist í sín- um háfjallabíl. Það fylgir honum einhver öræfablær. Hún er hörð birtan frá Góusólinni. Hún blátt áfram gegnlýsir náttúruna með sínu skarpa ljóskasti. Manni finnst sitthvað sjást, sem aldrei áður kom í dagsins ljós. — Það eru ísalög á Elliðaárvogi, og þeir eru sömuleiðis báðir lagðir, Kópavogur og Fossvogurinn. Hið efra eru alls staðar grágular sinu- breiður, og í vegköntum og skurð- um glitrar á hvítar hrímnálarnar. Græn barrtrén í kirkjugarðinum í Fossvogi lífga upp á fölgráa vetr- arlitina. Barrtrén eru ekki bara augnagaman manna, heldur eru þau um þetta leyti árs einnig svefn- skálar þrastanna, sem ekki vildu yfirgefa okkur í vetur. Finnur Guðmundsson segir, að þessar vik- urnar safnist allir þrestir í Reykja- vík saman, þegar skyggja tekur, og leggi leið sína upp á Fjölnisveg og kúri sig þar í barrtrjánum til sól- arupprásar, þá skundi hver til sinna starfa í dreifðum bæjarhverf- um. Á haustin, þegar þeir eru farnir að flokka sig, segir hann þá þúsundum saman njóta nætur- hvíldarinnar hér suður í Fossvog- inum í gróðurstöð Skógræktar ríkisins. — Hann er vissulega snið- ugur fugl þrösturinn. Nóg um það. Allt Digranesið er baðað í sól, en nokkrir skýjabólstrar eru yfir Bessastöðum. Fallegur, kafloðinn klár kemur labbandi af Álftanes- inu á Reykjanesbrautina. — Það var um Álftnesinga, sem hann kvað svo hann Árni biskup Helga- son, og þótti ekki sérlega guðs- mannslegt: „Álftnesingurinn úti liggur og aldrei sefur, dregur hann meira en drottinn gefur, dyggðasnauður maðkinn grefur“. Og svo héít hann áfram biskup- inn í Görðum: „Komin er sólin Keili á og kotið Lóna, Hraunmennirnir gapa og góna, er Garðhverfinga sjá þeir róná. Seltjerningurinn siglir hér um sílamóa, hann er eins og eykin tóa, aftur úr honum stendur róa“. Hann lét ýmislegt flakka sá kímni klerkur. Hafnarfjörður er í morgunljóma. Það er fallegt útsýnið af efstu veg- arbrúninni fyrir ofan bæinn í þess- ari birtu. í suðri eru Reykjanes- fjöllin klár í morgunbjarmanum. Það eru létt, hvít ský yfir auðu Akrafjalli, fanndrifinni Skarðs- heiði og snjóléttri Esju. Að baki er úlfgrátt hraun. Framundan hafið blátt. Við fætur okkar er höfnin, að verulegu leyti lögð Og þarna er Hvaleyrin. — „Já. Veiztu, Baldur, að þarna settu þeir hreindýrin á land“. Það vissi Baldur ekki, og ég fer að segja Baldri kapítula úr sögu ís- lenzku hreindýranna á Reykjanesi. Sögu, sem hófst árið 1771, þegar norskur kaupmaður að nafni Buch gaf 30 hreindýr til íslands. Hann átti heima í Hammerfest, Norð- maðurinn. — Hreindýrahópurinn samanstóð af 6 törfum og 24 kvíg- um, 23 dýranna komust lifandi til Hafnarfjarðar, og þar var þeim hleypt á landi á Hvaleyrinni. — Við Baldur sjáum þau í huganum skokka þarna upp eyrina, tignar- leg, þessi stóru, fagurhyrndu dýr. Þau renna til fjálla milli Krýsuvík- ur og Selvogs. — Lífsskilyrðin þarna reyndust góð, og þeim fjölg- aði mjög ört á næstu árum, svo að von bráðar sáust stórir flokkar þeirra á beit í fjöllunum og á heið- unum. Sjö árum eftir komu þeirra til landsins töldu menn sig sjá 500— 600 í hóp norður við Bláfjall. En á eftir góðu árunum komu hörð ár, og í harðindunum 1880—81 féllu þau unnvörpum og voru felld. Harðindin og hungrað fólk hjuggu stór skörð í ,hreindýrahjarðirnar. Þegar komið er fram á 20. öldina, fer dýrunum ört fækkandi, voru vafalaust miskunnarlaust skotin, og svo gekk frostaveturinn 1918 frá eftirhreytunum. Árið 1920 er talið, að síðustu dýrin hafi sézt í Henglafjöllum, og þar með lýkur eitthundrað og fimmtíu ára sögu fótfráu hreinahjarðarinnar, sem endur fyrir löngu fyrst steig fót- um sínum á íslenzka jörð hér við Hafnarfjörð og spretti úr spori þarna upp með Hvaleyrinni og stefndi í faðm íslenzku fjallanna, þar sem síðustu leifar hennar að lokum báru og bein sín. Saga þeirra er í rauninni sár harmleikur í ríki íslenzkrar náttúru. — Á Reykjanessvæðinu hefur íslenzk náttúra beðið tvo ósigra. Annar þeirra var eyðing hreindýranna. Hinn var sýnu ferlegri. Það var útrýming geirfuglsins af yfirborði jarðar. En telja má hann aldauða, er þeir síðustu voru skotnir árið 1844. — Vonandi geldur íslenzk náttúra ekki svipað afhroð í’okkar tíð. Þó skulum við gæta okkar, ef næsta áfallið á ekki að verða við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.