Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1960, Page 14
194
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Rúsínur eru heilnœm fœða
borgin á jörðinni. Það má gera ráð
fyrir að um þúsund stórborgir séu
til. Líkurnar til þess að stór borg
verði fyrir loftsteini eru 1:33,000.
Eða með öðrum orðum, það eru
líkur til að á næstu 33.000 árum
verði ein borg á jörðinni fyrir loft-
steini og falli í rústir. Hér með er
ekki sagt að 33.000 ár verði þangað
til, þetta gæti skeð einhvern tíma á
þessu tímabili, máske eftir 1000 ár,
máske í náinni framtíð. Þetta er
allt eftir ágizkun, og ekki er hægt
að vara menn við áður en þessi
ósköp myndu yfir dynja.
Hvaðan koma loftsteinarnir?
Sennilega eru þeir af sama bergi
brotnir og smástirnin. Menn sann-
færast nú æ betur um að einhvern
tíma hafi orðið hnattsprenging á
milli Marz og Júpiters, og þó eftir
að sólhverfið var fullskapað. Á
þessum slóðum hefir verið reiki-
stjarna, htlu stærri en tunglið.
Hún sprakk, af einhverjum ástæð-
um. Vera má líka að þarna hafi
verið hópur minni hnatta, og þeir
hafi rekist hver á annan og sundr-
ast. Brotin úr þeim þutu um allt, en
flest smástirnin eru enn á svæðinu
milli Júpiters og Marz.
Ef til vill skýrist þetta allt betur
í framtíðinni, þegar menn fara að
ferðast í geimförum, eða hafa kom-
ið sér upp rannsóknarstöðvum á
tunghnu. Þar er betra skyggni og
því auðveldara að sjá þessa flæk-
inga og fylgjast með ferðum þeirra.
Það yrði sennilega svipað og eft-
irht með ísreki í norðurhöfum,
síðan „Titanic“ fórst. Menn ætti
að geta komið tölu á alla þessa
flugsteina og fylgst stöðugt með
brautum þeirra.
Og eftir hundrað ár, eða máske
þúsund ár, spáir svo einhver
stjörnufræðingur því, að nú sé
hætt við árekstri. Þá er gripið til
varúðarráðstafana, sem menn hafa
UM rúsínur er fyrst getið meðal Forn-
Egypta, en enginn vafi er á því, að
menn hafa þá þekkt þær um aldir. Þá
voru þær ekki notaðar til bragðbætis
eða sælgætis eins og nú, svo sem í
kökur, súpur eða grauta, heldur voru
þær aðal fæðutegund fjölmargra hirð-
ingjaþjóðflokka.
Svo sem kunnugt er, eru rúsínur
þurkuð vínber. Nafnið er dregið af
latneska orðinu „racemus“, sem þýðir
klasi, eða franska orðinu „rasen sec“,
sem haft er um klasa þurra vínberja.
Þegar vínber eru fullþroskuð, falla
þau ekki af stilkunum, heldur taka þau
þá að visna og skrælna. Fyrstu rúsín-
urnar hafa því eflaust verið lesnar af
vínviðinum. Og, er menn fundu hví-
lík ágætisfæða þetta var, hafa menn
fundið upp á því að þurka vínberin,
hafa safnað klösunum saman og breitt
þá á móti sól, alveg eins og enn er
gert.
Beztu rúsínurnar eru þær, sem
þurkaðar eru við sól. Reynt hefir ver-
ið að þurka vínber inni í húsum, en
rúsinurnar af þeim komast ekki í hálf-
kvisti við þær, sem þurkaðar eru úti.
Þurkunaraðferðin er þessi:
Þegar vínberin eru fullþroskuð og
byrjuð að visna, eru klasarnir teknir
og þeim raðað í timburtrog, eða á strá-
fléttur. Þar er þeim iðuglega snúið,
svo að þeir sólbakist jafnt. Þeir þurfa
mikinn þurk, ekki minna en tíu daga,
og stundum er þurkunartíminn þrjár
vikur eða meira. Það fer allt eftir tíð-
arfarinu. Framleiðendur eru því altaf
á glóðum, óttast regn meðan á þurk-
uninni stendur, því að þá getur mikið
af uppskerunni farið forgörðum. Bezt-
gert fyrir löngu. Staður hins fall-
andi steins á himni er nákvæmlega
merktur, og svo er vetnissprengju
skotið á hann. Við áreksturinn mun
loftsteinninn sundrast og verða að
loftefni, en af jörðinni mundi vera
að sjá ógurlegt stjörnuhrap.
Með þessu móti munu menn af-
stýra hættunni, sem stafar af falh
loftsteina.
(Úr grein eftir Isac Asimov)
ar eru rúsínur frá þeim stöðum, þar
sem ekki kemur dropi úr lofti meðan
á verkuninni stendur, eins og er í Kali-'
forníu. Gott er að sólarhitinn sé sem
mestur, því að það er hann sem breytir
sterkjunni í vínberjunum í ávaxta-
sykur.
Ekki er hægt að gera rúsínur úr
öllum tegundum vinberja. Hafa menn
komizt að því eftir margra alda
reynslu og tilraunir. Beztu rúsínurnar
fást úr vínberjum, sem nefnast muskat
og malaga, og eru upphaflega komin
frá Grikklandi og Malaga.
Einu sinni var Armenía mesta rús-
ínuland í heimi. Það var 400 árum f.
Kr. Nú er Kalifornía langsamlega
mesta rúsínulandið. Þar er framleitt
meira af rúsínum en í öllum öðrum
löndum heims að samtöldu. En þó eru
ekki nema um 100 ár síðan byrjað
var að framleiða rúsínur þar. Byrjað
var á því árið 1851 að þurka muskat
vínber, en það var í smáum stíl í
fyrstu. Rúmum 20 árum seinna kom
óvenjulega heitur septembermánuður
í Kaliforínu, og þá visnuðu vínberin
hrönnum saman á viðinum. Það varð
til þess að rúsínuframleiðsla hófst í
stórum stíl.
Um svipað leyti hóf maður sem
Thompson hét og átti heima í Sakra-
mentodalnum, tilraunir um að fram-
leiða steinlaus vínber. Honum tókst
þetta með því að græða frjóanga af
svonefndum „Lady de Coverly" vín-
viði á muskat vínvið. Fekk hann fyrst
þrjár plöntur sem á spruttu steihlaus
vínber. Um vorið kom flóð og missti
hann þá tvær af þessum plöntum. En
einni helt hann eftir. Og út af henni
eru komnar svo margar plöntur, að í
Kaliforníu eru framleiddar þúsundir
lesta af steinlausum rúsínum á hverju
ári.
Þessar rúsínur eru kenndar við
Thompson. En í Evrópu eru fram-
leiddar svokallaðar Sultanas-rúsínur.
Þær eru mjög smáar og eru taldar
steinlausar, en svo er ekki, en stein-
arnir í þeim eru svo linir, að menn
verða varla varir við þá. Þessar rúsín-
ur eru t. d. notaðar í „konfekt“. En
Thompsons rúsínurnar eru mjög stór-
ar og algjörlega steinlausar.
(Úr „Vegatarian News“, London).