Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1960, Blaðsíða 8
188
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
ÉG SAFNA BRÚÐUM
segir varaforseti Pan Amer'ican Airways
EINHVER kærkomnasta jólagjöfin
er brúða. Eg ætti að vita það, því
að eg fæ vanalega fjórar eða fimm
brúður á jólunum. Eg tekst á loft
í hvert skifti, og þó er eg fullorðinn
maður.
Sannleikurinn er sá, að eg safna
brúðum. Og auðvitað hefi eg feng-
ið ýmsar háðsglósur hjá kunningj-
um mínum, þegar þeir frétta um
þessa söfnun mína. En þetta
breytist, og áður en lýkur verða
þeir stórhrifnir af brúðusafninu
mínu.
Annars eru þeir margir sem
safna brúðum. í Bandaríkjunum
hafa þeir félagsskap með sér, og á
félagaskránni eru nöfn fjölda
margra karlmanna. Guy Mollet,
fyrv. forsætisráðherra Frakka, á
brúðusafn. Eugene Field, skáldið,
safnaði brúðum. Eg veit um brezk-
an flotaforingja, sem safnaði brúð-
Búin sem hirðmey á dansleik í
Vetrarhöll Bússakeisara
um á ferðalögum sínum. Fyrver-
andi sendiherra Grikkja í Banda-
ríkjunum, amerískur öldungadeild-
arþingmaður, þýzkur vísindamað-
ur — allir safna þeir brúðum í frí-
stundum sínum. Ágústa prinsessa
af Saxen-Gotha varð að athlægi
fyrir það, að hún hugsaði meira
um brúður en tign sína. Hertoga-
ynjan af Marlborough lét gera
brúðu, eftirmynd í fullri stærð af
vini sínum, skáldinu William Con-
greve, þegar hann lézt 1729. Það
er sagt að brúða þessi hafi verið
svo nákvæm eftirlíking, að hún
hafi haft sár á fæti eins og skáldið,
og síðan hafi hertogaynjan látið
lækni gera að sári brúðunnar
reglulega.
Eg ímynda mér að það hafi verið
karlmaður, sem bjó til fyrstu brúð-
una aftur í grárri forneskju. Senni-
lega hefir hún verið heillagripur
eða ímynd þess guðs, sem hann
dýrkaði. Hann hefir gert hana til
þess að gleðja guðinn, alveg eins
og brúður eru gerðar nú á tímum
til þess að gleðja litlar stúlkur. í
Bandaríkjunum eru nú framleidd-
ar brúður fyrir 130 miljónir doll-
ara ár hvert, og það eru aðallega
karlmenn, sem standa fyrir því.
Erfði brúðusafn
Þegar eg hefi nú þannig gert
grein fyrir afstöðu karlmanna
gagnvart brúðum, verð eg að við-
urkenna, að það var kona sem
vakti áhuga minn fyrir þeim. Hún
hét frú Ann M. Archibald og var
í stjórn Pan American World Air-
ways í Washington. Heima hjá
henni voru glerskápar hver við
Dansmær frá Síam
annan og í þeim geymdi hún 300
brúður frá ýmsum löndum.
Árum saman kom eg aldrei svo
úr ferðalagi, að eg færði henni ekki
brúðu. Hún sagði þá stundum
brosandi, að eg fengi þær aftur,
því að hún ætlaði að arfleiða mig
að brúðum sínum. Hún andaðist
1953 og hafði arfleitt mig að öllu
brúðusafni sínu.
Við hjónin áttum þá heima í
Greenwich í Connecticut og urð-
um meira en lítið hissa, þegar okk-
ur bárust fjölda margar körfur. En
upp úr þessum körfum kom alþjóð-