Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1960, Side 12
192
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
ÁRÁSIR UTAN ÚR GEIMNUM
LOFTSTEINAR ERU HÆTTULEGIR SEM VETNISSPRENGJUR
ÁRIÐ 1898 kom það upp úr kafinu
að jörðin átti nágranna, sem menn
höfðu ekki hugmynd um áður. Þá
uppgötvaði G. Witt nýtt smástirni.
Menn höfðu áður orðið varir við
smástirni hundruðum saman, en
þau voru öll á sveimi eftir himin-
braut á milli Júpiters og Marz.
En þegar Witt fór að reikna út gang
þessa nýa smástirnis, brá honum
heldur en ekki í brún, því að braut
þess var á milli Marz og jarðarinn-
ar, og á einum stað var sú braut
ekki nema 20 milljón km. frá braut
jarðarinnar.
Witt gaf þessu nýa smástirni
nafn og kallaði Eros. Hin smá-
stirnin, sem voru lengra á burt,
höfðu öll verið skírð kvenkyns-
nöfnum.
Tuttugu milj. km. samsvara hér
um bil hálfri leið milli jarðar og
Venusar, og þetta er svo langt, að
menn kviðu því ekki að þetta smá-
stirni mundi rekast á jörðina.
Stjörnufræðingar komust meira að
segja í sjöunda himin af fögnuði út
af þessu. Þeir sáu að hægt mundi
að mæla mjög nákvæmlega fjar-
lægð Eros frá jörð, en með því
móti mundi vera hægt að reikna
nákvæmar en áður fjarlægðina til
sólar og annara himinhnatta.
Árið 1931 kom Eros aftur, en var
nú í 25 miljón km. fjarlægð.
Stjörnufræðingar voru viðbúnir að
taka á móti honum. Á 14 stjörnu-
athuganastöðvum í níu löndum,
voru athuganir gerðar samtímis. Á
sjö mánuðum voru teknar 3000
myndir af Eros, og næstu tíu árin
höfðu stj örnufræðingar nóg að gera
að vinna úr þeim upplýsingum, sem
fengist höfðu.
Um þessar mundir höfðu menn
fundið annað smástirni, sem þeir
kölluðu Albert, en hann var mik-
ið lengra úti í geimnum, eða sem
svaraði 30 milj. km.
Á árunum eftir 1931, þegar mest
var talað um Eros, og stjörnu-
fræðingarnir voru sífellt á verði,
fundu þeir nokkur smástirni, sem
komu enn nær jörðinni en Eros.
Svo skeði hinn mikli viðburð-
ur 1937, er nýtt smástirni kom
fram á ljósmynd, og stjörnufræð-
ingarnir komust að raun um að
það var ekki nema í svo sem
600.000 km. fjarlægð frá jörð. Og
þegar farið var að athuga braut
þess betur, kom í ljós, að það
mundi geta komist enn nær jörð-
inni. Þetta nýa smástirni var kall-
að Hermes, og stjörnufræðingarn-
ir reiknuðu, að þegar sérstaklega
stæði á, mundi hann ekki vera
nema svo sem 300.000 km. frá jörð,
eða nær jörðinni heldur en tungl-
ið.
Nú þekkja menn 7 smástirni,
sem eru nágrannar jarðar, og hafa
gefið þeim nöfn. Hér er þeirra get-
ið á sérstakri skrá, og stærð þeirra
og fjarlægð frá jörð tahn í km.
Nú kemur sú spurning: Hve
mörg smástirni eru á flugi og ferð
í námunda við jörðina?
Vér höfum ekki hugmynd um
það. Þau sjást ekki nema því að-
eins að skammt sé á milli. Langt
í burtu sjást þau ekki vegna þess
hve lítil þau eru. Og svo er það
aðeins hending ef stjörnufræðingr
ar rekast á þau þegar þau eru svo
nærri jörð, að þau eru sýnileg.
Seinustu árin hafa stjörnufræð-
ingar verið á verði, en það getur
vel verið að fjöldi smástjarna hafi
verið „farinn hjá“ áður, og komi
ekki aftur fyr en eftir nokkur ár.
Og svo er þetta: Þótt smástirni
komi fram á ljósmynd á einum
stað, þá er ekki víst að myndir
náist af því annars staðar, og þá
er ekki hægt að reikna braut þess.
Smástirnin standa aldrei lengi við,
og allra síst ef þau koma mjög
nærri jörð, því að þá eru þau óð-
ar horfin aftur. Þegar Hermes birt-
ist 1937, fór hann með svo miklum
hraða, að hann var aðeins sýnileg-
ur í níu daga. Áætlanir um gang
hans eru því ónákvæmar. Og það
getur vel verið að hann fari fram
hjá stjörnufræðingunum næst,
vegna þess að þeir búist við honum
viku fyr en hann kemur, eða viku
eftir að hann er farinn fram hjá.
Sama er að segja um Adonis og
Apollo. Það er því undir hendingu
komið hvort vér fáum að sjá þessi
þrjú smástirni aftur.
Seinustu 10 árin hafa menn orð-
ið varir við ýmislegt úti í geimn-
um og hafa smástirni sennilega
verið þar á ferð, en nákvæmar at-
huganir á því gátu ekki farið fram,
og verða þær að bíða betri tíma.
Þá kemur önnur spurning, sem
er öllu alvarlegri en hin: Eru
nokkrar líkur til þess að smástirni
þessi kunni að rekast á jörðina?
Eftir því sem vér vitum nú bezt,
þá er engin hætta á því. Smástirni
þau, sem fundist Hafa, ganga eftir
sínum brautum og jörðin gengur
eftir sinni braut, og þessar brautir
skerast ekki.
En gangur smástjarna getur