Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1960, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1960, Blaðsíða 6
186 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Frásagnir Jóns Sverrissonar IV: ÁLAGABLETTIR tvo áratugi, jafnframt því sem hann stundaði sjóróðra og var sí- vökull í hvatningarstarfi sínu til varnar slysum á siónum. För okkar er nú einmitt heitið að Stað. Það er ekið fram hjá kirkjunni, um hlaðið á Járngerðar- stöðum, -fæðingarstað Bjarna Sæ- mundssonar náttúrufræðings. Ég fer að segja Baldri frá því, sem Bjarni hefur skrifað um erni á þessum slóðum. Það var eitthvað á þá leiðina, að arnarhjón áttu hreiður í Arnarsetri í Illahrauni á milli Grindavíkur og Voga. Þau stunduðu álaveiðar. Það var dálítil flæðitjörn skammt frá bænum að Járngerðarstöðum og mikið af ál í henni eins og víðar á þessum slóð- um. Arnarhjónin lögðu þá í vana sinn að koma am miðmorguns- leytið og setjast á þúfu skammt frá tjörninni. Um nónbilið lyfti fuglinn sér, seig hægt niður að tjörninni og dýfði sér í hana og kom fljótlega með spriklandi ál í klónum, sem hann sveif á braut með Stundum, segir Bjarni, að assa hafimisstálinn úr klónum. Þetta hlýtur að hafa verið einkennileg sjón að líta, örn með spriklandi ál í klónum. Ég spyr Baldur, hvort hann hafi nokkurn tíma rekizt á erni á sunn- anverðu Reykjanesi. Hann segist aðeins einu sinni hafa séð örn þar og þá einmitt í námunda við Stað. Það mun hafa verið í kringum 1950. Bóndinn á Stað hafði líka séð hann þarna annað slagið tvö haust. Hann hafði verið hálfrytjulegur, ungfugl. Þeir flækjast svona um, áður en þeir verða kynþroska, en það verða þeir ekki fyrr en 6—7 ára. Þeir höfðu verið saman á skytteríi, Guðmundur Helgastaða og Baldur. þegar þeir sáu örninn. Og sá gamli leit til össu löngunar- augum og sagði: .Eigum við ekki að láta hann fá einn?“ — En því var nú víst heldur illa tekið. — Annars var það einmitt með Helga- Völvuleiðið í Vík EG var vinnumaður í Norðurvík í Mýrdal fardagaárið 1898—99. Húsmóðir mín var Elsa Dorothea, dóttir séra Þórðar á Felli. Hún var þá orðin öldruð og hafði búið allan búskap sinn í Norðurvík og með mikilli rausn. Hún var stjórnsöm kona og margfróð og hinn mesti skörungur. Nú var það á túnaslætti að við piltar fórum einn morgun snemma að slá á túni. Var þá venja að sláttumenn tæki sér sína spilduna hver, hverja við aðra, til þess að slá, og svo gerðum við nú. Vildi þá einhvern veginn þannig til, að eg varð fyrstur með mína spildu og tók mér þá aðra og byrjaði á henni. Meðfram túninu rennur Víkurá og hefir grafið þar mjög djúpt gil. Á gilbarminum er staður, sem heitir Völvuleiði. Er þar sporöskju- löguð kvos og í henni miðri dálítill hóll, sem snýr austur og vestur. Þar á Valva að vera heygð og hvíla á blettinum þau álög, að hann má aldrei slá. Um þennan stað hafði eg aldrei heyrt getið, en nú vildi svo til, að hann varð innan þeirrar skákar, sem eg hafði valið mér, og sló eg auðvitað blettinn, bæði kvos- ina og hólinn. Hafði eg nýlokið því staða-Gúðmundi, sem Baldur hafði fyrst komið að Stað, því að þeir voru góðir kunningjar, Guðmund- ur og bóndinn að Stað. Það hafði verið í nóvember 1941 í suðaustan stólpaveðri, roki og ægilegu brimi. Þeir setja veðrið á minnið veiði- mennirnir. er húsfreya kallaði á okkur í morg- unkaffi. Þá segir hún: „Nú hefir illa til tekist, Jón minn, að þú hefir slegið Völvuleiði, en það má aldrei slá og hefir aldrei verið slegið síðan eg kom hingað“. Eg afsakaði mig þá með því, að eg hefði ekki haft hugmynd um álög þessi og spurði hvað við lægi. Það kvaðst hún ekki vita, nema að einhver óhöpp ætti að fylgja. Veður var framúrskarandi gott þennan dag, bjart og hlýtt. Þegar við höfðum lokið kaffidrykkjunni, lögðum við aftur á stað út á tún og nú voru stúlkur sendar með okkur til þess að dreifa úr ljánni og raka í flekki. Þegar við komum út, ríður smalinn í hlað. Hann var á jörpum hesti, gæðaklár. Sleppti hann hest- inum í tröðunum austan við bæinn. Var Jarpur þá sveittur og byrjaði á því að velta sér í tröðunum, en síðan lötraði hann út fyrir túnið og sáum við að hann fór bítandi upp með túngarðinum. Að öðru leyti gáfum við honum engar gæt- ur, því að nú gekk hver að sínu verki. Um hádegi vorum við kölluð heim til að borða, en þá fengum við þá fregn, að Jarpur hefði hrap- að til bana í Víkurgili. Hann hafði farið upp með túngarðinum, en garðurinn lá upp á gilbarminn. Fyrir ofan garðinn náði gróður ekki fram á gilbarminn, heldur var þar ber móhella og hallaði henni fram að gilinu. Jarpur hafði farið fram á móhelluna, þótt enginn gæti skilið hvaða erindi hann hefði átt þangað, og hrapað þar fram af.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.