Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1960, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1960, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 193 Smásagan; EFNI í TÓNSKÁLD EG VAR á ferð í minni sveit á mið- sumri, í mjög fögru og stiltu veðri. Það var snemma á degi, eins og mitt á milli dagmála og hádegis. Vegurinn lá meðfram litlu brekkuhalli, og var grýttur melhryggur í brekkunni og eftir henni endilangri að ofan, en læk- ur var á aðra hönd við veginn. Uppi á melhryggnum eru hlaðnar þrjár vöfður í beina línu, hver fram af annari, og með jöfnu millibili. Mið- varðan er hlaðin upp á nokkuð stór- um, flötum steini, sem þó er ekki hærri en sem svarar skrifborði, en talsvert ummálsmeiri en varðan er neðst, svo að þægilegt er að lesa og skrifa á stéttinni við rætur > vörð- unnar. Eg var riðandi á góðum hesti og fór greitt. Sá eg útundan mér, að þar stóð drengur við miðvörðuna, á bak við hana, og færði sig altaf mátulega svo að varðan skyldi bera blak af sér út á veginn til mín. Þetta varð til þess að vekja athygli mína, og fór eg af baki og sleppti hestinum í grasið og gekk á melinn. Á augabragði sá eg ótal margt sem hreif mig og auðmýkti svo, að eg gekk eins og í leiðslu til drengsins og rétti honum höndina. Sá eg þá að hann var að gráta, en þurkaði tárin jafnóðum á skyrtuerminni sinni og reyndi að bera sig eins og ekkert væri um að vera. Ekki man eg hvað drengurinn var gamall, svo sem 10—12 ára. Og ærnar allt um kring báru vitni um það, hvað hann hafði fyrir stafni. Eg þekkti drenginn og húsbændur hans vel, og móðir hans var vinnukona á heimilinu og hafði drenginn í skjóli sínu; allt vænsta fólk. Þá réð eg af að tala við drenginn. „Leiðist þér að sitja yfir ám?“ „Og ekki svo mikið“. „Þú hefir búið þér til haglegt sæti þarna við steininn og sunnan undir vörðunni í skjóli, þegar vindurinn er á norðan og kaldast er úti“. „Og ekki er það nú laglegt, en full- gott handa mér“. „Viltu segja mér hvað þú ert að gera, þegar þú situr í þessu sæti við steininn?“ „Eg er ekkert að gera“. „Má eg ekki setjast í sætið þitt hérna við steininri?" Hann anzaði ekki. „Eg hefi líka oft setið yfir ám, þegar eg var á þínum aldri, og þá leiddist mér oft. En nú skal eg sýna þér fram á hvernig eg fór að yfirstíga þessi leiðindaköt. Eg las í bókum og eg hafði blýant og blöð og bjó til smásögur og skrifaði þær, og stundum bjó eg til vísur um seppa og kindurnar, kannske stundum um veðrið eða eitthvað sem fyrir kom. Og svo skrifaði eg allt þetta niður og gætti þess að hafa það allt saklaust og fallegt“. Og svo spurði eg hann aðra stundina: „Þykir þér ekki vænt um seppa, sem fylgir þér á hverjum degi?“ „Jú“, svaraði hann. „Sérðu í augum hans þegar hann auðsýnir blíðu og tryggð, eða þegar hann auðsýnir óróa og ákafa eða eftir- væntingu, þegar hann langar í bita?“ „Já“. Þannig talaði eg við drenginn dá- litla stund, þangað til hann var orð- inn fús á að segja mér frá sinni hlið. En þá kom nokkuð nýtt til sögunnar. „Sjáðu“, segir hann, „svörtu blettina á stóra steininum fyrir framan þig?“ Það voru ofurlítil gómstór blöð af svartri geitnaskóf hér og hvar á stein- röðinni fyrir framan mig, þar sem eg sat í sætinu hans. „Já, hvað gerir þú með þetta?“ „Það eru nóturnar minar; þetta eru heilnóturnar, en litlu blöðin eru hálf- nóturnar". „Já, þarna kemurðu með það, hús- bóndi þinn er organisti og þú hefir náttúrlega lært af honum allar nót- urnar. Spilar þú þá aðeins lög, sem þú kannt, eða býr þú til ný lög?“ „Eg hefi búið til eitt lag“. „Viltu lofa mér að heyra það?“ „Eg get það ekki, það er svo vit- laust“. Hann sagði mér frá og sýndi mér sólskríkjuhreiður í vörðunni uppi yfir okkur. Það voru komnir talsvert stór- ir úngar í hreiðrið og færði hann þeim ©Q^C^Q^CFVQrrfC^^Cr^Q^Cr^Q^d^Qr C +3áland Umgirt bláu Atlantshafi ert þú land mitt hjarta kært, sveipað himinssólar-trafi sem í gullinn skrúða fært, hrímhvít fjöll þtn hátign lýsa, hvel þitt skreytir Ijósa-band, þú ert hauðrið elds og ísa lslendingsins föðurland. lsafrónið gamla, góða Garðarsey við norðurskaut, sagnagrundin söngs og Ijóða, svása jörð t gleði og þraut þér skal helgað þelið hjarta, þér skal dýrast bundið Ijóð meðan óðar-blysið bjarta bærir Egils frœga þjóð. FRÓNVERJl 2 oft mjólkurskánir og hafði mikla ánægju af hreiðrinu. Þessi drengur var fluttur næsta vor á spítalann á Akureyri og dó þar úr tæringu. (Úr Endurminningum Friðriks Guð- mundssonar frá Syðra Lóni). Það var í réttarsal í „Vilta vestrinu" hér á árunum, að dómarinn hóf mál sitt á þessa leið: — Hér hefi eg fengið 10.000 dollara ávísun frá sakborningi og 15.000 doll- ara ávísun frá kæranda. Þið getið kall- að það mútur, ef þið viljið, en nú ætla eg að skila kæranda 5.000 dollurum, og svo dæmi eg málið hlutdrægnis- laust. —000— — Sjáðu rykið hérna á píanóinu. Það er að minnsta kosti tveggja mánaða gamalt. Þjónustustúlkan: Það kemur mér ekki við, eg hefi ekki verið hér nema einn mánuð. u v 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.