Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1960, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
185
við: „Maður lætur þetta flakka,
það er svo sem ekkert guðlast“.
Það er napur strekkingur þarna.
Hestar standa í höm undir
bryggjuhúsunum. Einn sótóttur
stendur undir rauðmáluðu versl-
unarhúsi. Hann er loðinn og
lubbalegur, greyið með langt tagl,
en skorinn ennistopp. Hann stend-
ur grafkyrr með hálflygndum
augum. Þegar ég nálgast, pírir
hann augunum, svo opnar hann
þau nokkurnveginn til fulls og
hreyfir svo annað eyrað svona eins
og í kveðjuskyni. Undir veggnum
á gamalli kró hama sig þrír, þeir
eru allir skjóttir og álíka áhuga-
samir um samtíð sína og sá sótótti.
Það sýnist annars vera reitingur af
hestum á Nesinu. Fjárbóndi nokk-
ur hefur þó sagt mér, að þar ættu
sannarlega engin hross að vera,
því að þau kroppuðu á við tíu
sauðkindur.
Það er ekkert brim í dag. Það er
skýlt hérna megin á nesinu í norð-
anáttinni. Á bryggjum og í fjöru
getur að líta svipaða sjón og tíðk-
ast í sjávarplássum á vertíð. Fyrir
framan dyr verbúðar eru stampar
með beittri lóð, netakúlur og í hálf-
brotinni kró eru hrúgur af neta-
steinum. í fjörunni liggja þorsk-
hausar, fiskhryggir og fleira. Á
malarkambinum eru bátskeljar á
hvolfi og ryðguð spil. Fuglinn er í
fjörunni. í flæðarmálinu situr stór
hópur af stelkum, og þar valsa
sauðkindur um og slafra í sig þang
og fiskúrgang. Ég held þær éti
hreint allt, rollurnar, sem ganga í
fjöru sjávarþorpanna. Yfir öllu
þessu fiskilega umhverfi svífur
svo einhver sá þéttasti fuglasveim-
ur, sem ég hef augum litið. Þús-
undir eða tugþúsundir af hvítfugli.
Hér er líka nóg um ætið. Það eru
engir smábitar, sem mávarnir bera
í nefinu. Við hafnargarðinn liggur
flotinn bundinn á þessum hvíldar-
degi. Þar er skógur af siglutrjám.
Þar eru allar stærðir og gerðir
báta, frá 30—120 tonn. Hvaðanæfa
af landinu. Víst einir 20—30 merkt-
ir GK, EA o. fl. og bera nöfnin
Gylfi, Faxaborg, Hannes Hafstein
og önnur eftir því. Þeir eru gulir,
grænir og bláir með hvítum og
brúnum yfirbyggingum og mislit-
* m möstrum og rauðum duflum á
dekki. Við hittum ungan formann
á nýjum bát. Fallegt skip það.
„Smíðaður í Vestur-Þýzkalandi“,
segir hann. „Gengur 10 mílur, ja,
keyrum hann ekki meir til að byrja
með. Erum sex um borð, 5 í landi.
Verðum 11, þegar við byrjum á
netunum“. — Hann tínir _þetta út
úr sér ungi formaðurinn, sem heit-
ir Þórarinn Ólafsson og er frá
Bræðratungu í Grindavík. Hvað
hann sé búinn að fiska. „Víst 280
tonn, en það er líka búið að róa 34
róðra frá 4. janúar“. — Hvort þeir
séu byrjaðir á netum. „Ekkert að
ráði, að vísu voru þeir eitthvað að
kroppa í gær“. — Hann ætlar að
leggja næstu dagana. ,.Það verða
svona 5—6 trossur til að byrja með.
Ekkert nema nælon auðvitað. —
Það leggur enginn hamp í sjó. —
Bara tímaeyðsla og ergelsi að draga
þessar hampdruslur". Hann lítur
ánægjulega á nýja, fallega skipið
sitt, ungi, hávaxni og þreklegi for-
maðurinn. Hann eiginlega strýkur
bátnum með hýrlegu augnaráðinu.
í gegnum skipaskóginn grillum við
í nýja vitann. Hann er gulur og ber
nafnið Oddsviti. og fer vel á því.
Enda trúlega kenndur við séra
Odd V. Gíslason, prest að Stað,
þann mikla brautryðjanda slysa-
varnanna á íslandi. Hann var
fæddur árið 1836 og tók við prests-
skap að Stað á Reykjanesi í kring-
um 1878 og þjónaði þar í hartnær