Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1960, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSmS
187
Þarna hafði aldrei farizt skepna
áður í manns minni.
Óhapp þetta hafði því skeð með
hinum mestu ólíkindum, um há-
bjartan sumardag og í glaða sól-
skini. Vildu sumir halda því fram,
að þetta vðeri hefnd fyrir það, að
Völvuleiði hafði verið slegið þá um
morguninn. En ekki var mér gefin
sök á því, þar sem eg hafði ekki
haft hugmynd um álögin. Og ekki
hefndist mér fyrir verkið. Menn
sögðu að það væri vegna þess, að
það hefði verið óviljaverk hjá mér
að slá álagablettinn, en einhvers
staðar hefði hefndin orðið að koma
niður, og þá að sjálfsögðu á ábú-
anda jarðarinnar.
Seftjörn hjá Skálmarbæ
Eg byrjaði búskap um aldamótin
á þriðjungnum af Skálmarbæ í
Álftaveri. Þar var mjög lítill hey-
skapur, og verst af öllu að þar
fekkst ekkert nautgæft fóður. En
í landi Skálmarbæar er hraun-
tjörn, vaxin sefi. Fekk eg fljótt
augastað á henni, að þar mundi eg
geta fengið ágætt kúafóður.
Og svo var það einn sólskinsdag
um sumarið, að eg lagði í að slá
tjörnina. Það var heitt í veðri og
vatnið í tjörninni var ekki kalt til
óþæginda, En seinlegt reyndist
mér verkið. Sef verður að skera
niðri í vatninu, en botninn reynd-
ist ærið ósléttur vegna hrauns.
Stóð eg annað veifið í mitti, en á
næstu stundu ekki nema í hné, og
vegna þessa var eg alltaf að reka
ljáinn í grjót, svo að það tafði mig.
Þegar eg hafði hálfnað að slá
tjörnina, eða þar um bil, kemur
sambýlismaður minn til mín. Hann
hafði gert sér ferð til mín, aðeins
til þess að vara mig við að slá tjörn-
ina. Sagði hann mér að þau álög
hvíldu á henni, að hana mætti
aldrei slá'. Eg hafði aldrei heyrt
þessa getið fyr, og spurði hann því
hvað við lægi, ef tjörnin væri sleg-
in. Það kvaðst hann ekki vita, en
einhver óhöpp ætti að henda þann,
er gengi í berhögg við álögin.
Eg þakkaði honum fyrir góðvilja
hans og leiðbeiningar. Þótti mér
þá hálfleiðinlegt, að eg skyldi hafa
byrjað á þessu verki. En á hinn
bóginn var mér illa við að hætta
við það. Þessi góðviðrisdagur var
mér þá með öllu glataður, og mér
fannst eg ekki mega við því. Og
hvaða myrkravöld var svo sem að
óttast í þessu dýrlega veðri? Og á
þessum eina stað í allri landareign-
inni gat eg útvegað mér ómetan-
lega björg í bú. Það varð því úr, að
eg hélt verkinu áfram.
í þann mund er eg lauk því að
slá tjörnina, var komin vestangola
og bar sefið allt upp að landi þar
sem eg hefði helzt á kosið. Tók eg
þá til að kasta sefinu upp á bakk-
ann og var komið fram undir kvöld
er eg hafði lokið því verki. Var þá
enn gott og hlýtt veður, þrátt fyrir
goluna. Eg tók nú hest minn og
helt heim á leið. En ekki hafði eg
langt farið, þegar að mér setti
mikinn kulda og skjálfta. Skildi eg
ekkert í þessu, því að eg var eng-
inn viðvaningur í vötnum og hafði
oft svalkað í kaldara vatni en
þennan dag, án þess að verða meint
af. Mörgum sinnum hafði eg verið
við selveiði í Kúðafljótsósi á vorin;
þar varð maður stundum að standa
mestan hluta dags upp í mitti í ís-
köldu vatni, og voru fætur manns
þá oft svo dofnar orðnar af kulda
að maður fann ekki til þeirra. En
aldrei hafði mér orðið meint af
slíku, þótt kalt væri þá einnig í
veðri, og engan vissi eg hafa kvef-
ast af því, hvað þá meira.
En á heimleiðinni nú skalf eg
eins og festur upp á þráð og svo
bættust við sárir verkir innvortis.
Eg skal svo ekki orðlengja frekar
um það, en síðan hefi eg aldrei
losnað við þá meinsemd, sem eg
fekk þennan dag. Hefi eg nú gengið
^4 lielÉi
uun
Fjarri borg og býlum,
blárra fjalla vegi,
geng ég, gleði hrærður,
gullnum vors á degi.
Heiði hugann fangar,
hjartans lindir óma.
Yfir bakka og brúnir
bregður töfraljóma.
Titra ljós í lyngi,
leikur sval) þýður,
frjálsa friðararma
fjallakyrrðin býður.
Útsýn undraheima
augans hrifning vekur,
byggðadrungann dökkva
dýrðaróður hrekur.
Hér er gott að gista,
gleyma þraut og meinum,
langt frá lýðsins boðum,
lúta Guði einum
Finna í brjósti flæða,
fögnuð yndisstrauma,
lesa í ljóssins rúnum
lífsins óskadrauma.
Dul og dásemd vafin
dalalöndin skína.
Alltaf fjöllin ólu
æðstu sælu mína.
Angan vors og vinda
viljans orku magnar.
Týndum sektarsyni
sólskinsheiðin fagnar.
KNtJTUR ÞORSTEINSSON
frá Úlfsstöðum.
með hana í 60 ár, og á þessum langa
tíma hefi eg leitað óteljandi lækna.
Þeir hafa allir skoðað mig vand-
lega, en enginn hefir getað upp-
götvað hvað að mér gengur, og
engin meðul hafa dugað.
Nú á seinni árum hefi eg oft ver-
ið að velta fyrir mér þessari spurn-
ingu: Skyldi vanheilsa mín vera
hefnd fyrir það, að eg sló seftjörn-
ina? Á. Ó. skráði.