Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1960, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1960, Page 10
1M LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fund sálfræðings" Henni var blá- köld alvara. Og það hefir komið fyrir mig, að brúða, sem eg lét á vissan stað, var komin á allt annan stað þegar eg kom næst inn í safn- ið. Því hvarflar stundum að mér sú spurning hvað muni vera að gerast í safninu þegar eg er þar ekki. Kostulegur gripur Staða mín hjá flugfélaginu krefst langferðalaga, og gefast mér því margskonar tækifæri til þess að ná í brúður. En hvort sem eg kem í skransölu í New York. eða á mark- aðstorg í Vestur-Indíum, þá er eg alltaf að leita að fágætum brúðum. Og oft hafa erlendir embættis- menn og fulltrúar félagsins rekið upp stór augu, er eg hefi sagt: „Jæja, úr því að störfum okkar er nú lokið, þá er bezt að fara að leita að brúðum“. Eg náði í einn kostgrip í Bang- kok. Eg var þar gestur hjá banda- ríska sendiherranum, og frúin sagði við mig: „Mér er sagt að þér safnið brúðum. Eg rakst á me^ki- lega fílabeinsbrúðu á „Þjófamark- aðnum“ hérna um daginn“. Þjófamarkaðurinn í Bangkok er eins og önnur austurlenzk sölutorg með óteljandi vegglausum búðum, sem er tildrað upp hverri við aðra. „í hvaða búð var þessi brúða?“ spurði eg. „Mig minnir að hún væri á ein- hverju horni, og það er Kínverji sem á hana“, svaraði hún. Daginn eftir náði eg mér í vagn og skipaði ökumanni að aka á öll horn á Þjófamarkaðnum. Hann glápti fyrst á mig, yppti svo öxlum og á stað var haldið Nokkrum klukkustundum seinna fann eg brúðuna. Hún var fagurlega tálguð, varla meira en fet á hæð, en með uppsett hár og langar neglur eins og ssttgöfugir unglingar í Síam. Kaupmaður sagði siér. að hún ætti að tákna Rama konung I., sem var ættfaðir Chakkri-konungsættar- innar. Aðrir kjörgripir Vinir mínir um allan heim hafa hjálpað til að auka safn mitt. Tveir helztu kjörgripir mínir eru tvær Kóreubrúður, sem Syngman Rhee forseti gaf dr. Milton Eisenhower, bróður forsetans. Dr Eisenhower gaf þær síðan safni mínu, hann taldi þær bezt komnar þar, því að þar gæti flestir séð þær og dáðst að þeim. Við hjónin eigum fimm upp- komin börn, og þau hafa líka hjálpað til að auka safnið. Tay dóttir mín, sem er gift Lowell Thomas. yngra, lét búa til brúðu handa mér í Afghanistan. Lawr- ence sonur minn sendi mér brúðu frá Afríku. Það er tálguð mynd af manni með gulum blettum. Þetta er sýnilega töfragripur og á að tákna hina svokölluðu hlébarða- menn, en það er leynifélag hermd- arverkamanna í Vestur-Afríku. Lawrence náði í þessa brúðu í belgíska Kongo, fekk hana í skift- um fyrir fjölblaða vasahníf. Eg hefi fengið brúður að gjöf og eg hefi keypt brúður, eina t. d. fyr- ir 400 dollara. Það er því engin leið að meta safn mitt til fjár. Það er nú orðið svo stórt að það kemst ekki fyrir í setustofunni. Þær eru þar í glerskápum, sem þekja alla veggi. Brúðu, sem á að tákna Santa Claus (jólasveininn) hef eg í arn- inum og þar er hún orðin svört af sóti. í loftinu hangir eftirmynd af manni, sem er að stökkva með fall- hlíf. Þær standa á skápum og borð- um, og nú eru sumar komnar fram í snyrtiherbergið. Skólabörn koma heim til okkar í hverri viku, svo að segja, til þess að skoða safnið. Hér er allt of þröngt og þess vegna ráðgerum við nú að koma upp reglulegu safn- húsi. Hér er um 100 ára gamalt íbúðarhús, sem notað hefir verið sem hlaða á seinni árum. Nú ætl- um við að breyta því og flytja safnið þangað. Brúður' hafa verið til frá alda öðli. Elzta brúðan í safni mínu er úr brenndum leiri og 4 þumlunga há. Hún líkist nákvæmlega eg- ypzkri múmíu. Þetta er gjöf frá Wendell Philips fornfræðingi. Hann fann hana í egypzkri gröf. Þar hefir hún verið lögð eitthvað 2000 árum áður en Kristur fædd- ist, og átt að gegna því hlutverki að vinna óþrifaverk fyrir hinn framliðna í öðrum heimi. Slíkar brúður nefnast ,,ushabti“. Það var venja meðal margra þjóða í forn- öld, að láta framliðnum höfðingj- um fylgja allt það, er komið gæti þeim að haldi í öðru lífi, svo sem mat, klæðnað, vopn, skartgripi og ótal margt annað, einnig hesta, þjónustufólk og konur. Fyrst í stað var lifandi fólki fórnað og það látið fara í gröf með höfðingj- anum. Seinna var farið að nota brúður í þess stað. önnur gömul brúða, sem eg á, fannst í barnsgröf í rústum Kor- intuborgar. Þgss vegna kalla eg hana Corinthia. Gröfin er frá árinu 146 f. Kr. Brúðan er úr brenndum leiri og um 8 þumlunga há, hand- leggir og fætur með liðamótum. Hún er klæðlaus. Eg hygg að þá þegar hafi það verið orðinn leikur stúlkubarná að klæða brúður sínar. Önnur nakin brúða en ekki barnaleikfang, er kínverskur „sjúklingur". Sú brúða er úr fíla- beini, 10 þumlunga há, og stendur á litlum fótstalli úr harðviði. Einu sinni áttu allar heldri konur í Kína slíkar brúður. Konur máttu ekki láta læknana sjá sig berar. Þess vegna bentu þær á þann stað á brúðunni, þar sem þær sjálfar fundu til og lýstu sjúkdómnum, og á því átti læknirinn að sjá hvað að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.