Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1960, Page 1
12. tbl.
Sunnudagur 3. apríl 1960
XXXV. árg,
Birgir Kjaran;
Svipast um
á Suðurnesjum
að morgni Konudags
ENN er hæð yfir Gr|Jnlandi — tí-
undi dagur rakinnar norðanáttar.
Góan er gengin í garð, og það er
glampandi sól að morgni þessa
Konudags. —
-----„Grimmur skyldi Góudag-
urinn fyrsti, annar og hinn þriðji,
þá mun Góa góð verða“, sagði
gamla fólkið. Trúlega sýnir mælir-
inn nú nokkur strik fyrir neðan
núllið, en „grimmur“ verður hann
ekki talinn, þessi góðviðrismorg-
unn, svo að ekki spáir vel til um
Góuna samkvæmt því. En þeir eru
fleiri Góu-spádómarnir. Til dæmis
var hún eitthvað á þessa leið vísan,
sem hún amma mín sönglaði stund-
um:
„Ef hún Góa öll er góð, —
að því gæti mengi, —
þá mun Harpa, hennar jóð,
herða á snjóa strengi“.
Og svo kunni hún auðvitað öll
fræðin um þurran þorra, þeysama
Góu, votan einmánuð og gott vor.
En það er nú önnur saga. Mitt
sögukorn fjallar um smálega ferða-
reisu, sem gerð var á þessum milda
Birgir Kjaran
Konudagsmorgni suður með sjó og
hefur nánast að geyma fáeinar
svipmyndir af Suðurnesjum í byrj-
un Góunnar á því herrans ári 1960,
hripaðar niður mér til gamans og
öðrum vonandi að skaðlausu.
Vesturbæingur, sem heldur úr
bænum á slíkum sunnudagsmorgni,
hvort heldur förinni er heitið eftir
Suðurlands- eða Reykjanesbraut,
krusar ekki Vatnsmýrina. Hann
rennir sér með höfninni, þótt smá-
krókur sé. Sumum kann að virðast
þetta tilviljunarkennd fyrirtekt,
en því fer víðs fjarri. í þessu felst
sjálf erfðasyndin, skilsmunur þess
að vera alinn upp á möl sjávar-
plássins eða í móum dalabaejanna.