Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 489 Skógarvarsla í Bandaríkjunum SKÓGARELDAR valda stórtjóni á hverju ári í Bandaríkjunum. Þess vegna nefir verið komið upp varðstöðvum með stuttu miilibili og eiga varðmennirnir að fylgjast með þvi hvar eldar kvikna í skógunum, svo hægt sé að bregða við skyndilega til þess að kæfa eldana. Hér segir skógarvörður frá hlutverki varðstöðvanna. En sjálfsagt mætti afmá þetta lýti. María þýðir sama ^ers þannig: Þú sem mína elskar önd. eg í skaut þitt, Jesú, flý; hrekst eg einn um hafsins strönd, lúmin byrgja storma sk.ý. Skýl mér, ó mig guös son, geym, geystur lífs unz stormur dvín; veg minn greiö til himms heim, herra, frelsa sálu mín. Okkar tunga á ekkert það orð er fyllilega svari til enska orðsins „resignation" en hún er svo djúp, hlý og innileg í þýðingu Maríu að fyrir það nær sú þýðingin betur til mín. En ekki hentar öllum hið sama. Séu fleiri þýðingar til á sálmi þessum (mér er nær að halda að svo sé), verður nú máske einhver til þess að benda á felu- staði þeirra. Fjarska eigum við annars mikið af góðum sálmum, sem ekki eru í Sálmabók lútersku kirkjunnar, og fjarska eru þeir lélegi>" sumir sem þar eru; þeir lýta bókina, nýir og gamlir. Það ætla eg að sá líomi tími að þýðing Ferðabókar Hendersons verði prentuð á ný. En ekki um mína daga. Þegar þar að kemur, á þýðing þessa sálms að koma neðan- máls á sínum stað. Og þá eiga að koma miklu fleiri neðanmálsgrein- ar en nú eru þar. Eg harma það, að þegar prentað var gafst mér ekki tóm að leita til Oscars Claus- ens um Snæfellsnes. Og Austur- landi þarf að gera betri skil. Sn. J. Það var þungt andrúmsloft við morg- unverðarborðið. Að lokum stynur mað- urinn upp: — Ertu reið við mig út af þvi að ég skyldi koma heim með glóðarauga í gærkvöldi. — Þú varst ekki með það þegar þú komst heim, hreytti hún úr sér SKÓGVARÐARSTARh mitt byrj- aði skemmtilega. Við lögðum á stað frú búgarði hjá Elgsánni í Minne- sota og ókum í flutningabíl, sem hlaðinn var matvælum og ýmsu dóti, sem hafa þuriu. Leiðin lá lengi meðfram ánni um græna velli, þar sem var friður og kyrrð. En þegar við komum til fjallanna varð leiðin brött og la í gegn um þétta skóga. Þar óx greni, sedrus og fura. Að lokum náðum við Hemlock- stöðinni, sem er í hér nm bil 6000 feta hæð. Hún er svo nefnd vegna þess að þar er lundur af Hemlock- trjám. Dýrlegri útsýn hefi eg ekki litið en horfa þaðan yfir skóga og fjöll. Varðstöðin er 80 feta hár turn, og rétt hjá honum er bjálkakofi. Þar geta varðmenn vaiið um hvort þeir vilja heldur sofa í járnrúmi með nægum ábreiðum eða á hey- dýnum. Ljósmeti er ekki annað en kerti. Uppi á turninum er vfirbygging um 9 fet á hvern veg. Þar eru gler- gluggar allt um kring og svalir fyr- ir utan. Þar eru eldingavarar, svo að menn geta verið par nokkurn veginn öruggir í þrumuveðrum. Turninn er festur með akkeris- strengjum, en þó riðar hann og skelfur þegar vindur blæs, og maður er nokkurn tíma að venj- ast því ruggi. Á miðju gólfi uppi í turninum er borð. Það er um tvö fet að þvermáli og undir þvi er málm- fótur, festur niður í góltið. Á borð- inu er landkort, er sýnir það svæði, sem varslan nær yfir en það er um 35 km. í allar áttir. Korti þessu er skipt niður í reita, og hið fyrsta sem hver varðmaður verður að gera, er að kynna sér það ræki- lega. Hann verður að ^etja á sig hvar eru þorp, járnbrautir, sögun- armylnur eða fjárbú. Ef hann verð- ur var við skógareld, verður hann að geta sagt upp á hár hvar hann < r

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.