Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1961, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1961, Blaðsíða 2
54 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS eiga sér ekki heitari ósk en að fá að kynnast þessari töfraborg. í eldfimt efni hefir slegið niður neista, og eldurinn læsir sig um allar sveítir eins og bruni í þurr- um mosa, og veldur svo því fyr- irbæri, sem mjög hefir verið um talað og kallað „flóttinn úr sveit- unum“. En Reykjavík ber í rauninni ekki ábyrgð á þessu og gyllingin fer henni hreint ekki vel. Þótt hún sé stór á íslenzkan mæli- kvarða, þá er hún þó ekki annað en lítið og fremur óásjálegt þorp, þar sem meiri hluti íbúanna býr við sárustu fátækt. Gyllingin er sprottin af þeirri yfirborðs- mennsku, öfgum og ævintýraþrá, sem nú fyrst er að fá útrás hjá þjóð, sem sofið hefir um aldir. Lestamennirnir, sem hingað sækja, sjá ekki neitt af þessari fegurð. Þeir sjá hér grýtt og gróð- urlaus holt. Þeir eru í vandræð- um að fá beit handa hestum sín- um, og vegna þess verða þeir að flýta sér eins og þeir eigi lífið að leysa. Hinar dásömuðu götur borg- arinnar eru ýmist eins og forar- vilpa ,eða þá að ólíft er á þeim fyrir moldryki. í hinum glæsilegu sölubúðum fá þeir altof lítið fyrir vöru sína, en verða að borga alt- of mikið fyrir útlendu vöruna. Þeir verða þeirri stund fegnastir er þeir komast burt úr borginni, heim á leið til gróðursælla héraða. Reykvíkingar sjálfir eru heldur ekki hrifnir af borginni sinni. Enginn verður hrifinn af þeim stað, þar sem hann verður að eigra dag eftir dag í leit að at— vinnu. Og sjómennirnir kunna bezt við sig úti á flóa, í þeirra augum er Reykjavík aðeins ver- stöð. Og þó var hér fegurð, en henn- ar var að engu getið í skruminu. Hér voru sundin blá, eyar og vog- ar og víðfeðma haf, og þúsundlita fjallið Esja. Hér voru hin dásam- legustu sumarkvöld, þegar him- inn og hafa stóðu í aftanroðans eldi við Jökulinn, og allt var kyrrt og hljótt. Menn trúa því varla nú, að hér hafi nokkuru sinni verið kyrrð og friður, og þó er það satt. Og ýmislegt í sjálf- um bænum var líka athyglisvert. Ferðamaður kemur til bæarins á björtum sumardegi. Hann staldrar Við hjá Skólavörðunni, þessum merkilega útsýnisstað, er öllum náttúruunnendum þótti vænt um. Hann sér hvernig höf- uðborgin hreiðrar sig í KvQsinni, og eins og lyftir vængjum til beggja hliða. Öðrum megin við hana er Tjörnin mjallhvít af logni og sól, en hinum megin blátt haf- ið og gjálfra léttar bárur við svartan og sléttan sand í fjörunni. Borgin er snotur og vingjarnleg tilsýndar. Hann gengur niður Skólavörðu- stiginn og þegar í Bankastræti kemur blasa við öll stórhýsi bæ- arins. Þar er þá fyrst „hollenzka mylnan“, Landshöfðingjahúsið og Latínuskólinn. Svo kemur dóm- kirkjan og Alþingishúsið, en nyrzt og vestast í kvosinni gnæfir Glas- gow. Af þessum húsum kemur borgarsvipurinn. Norðan við Arn- arhól skagar Jörundarvígi fram í sjóinn, sem hár grænn hóll, og við fætur hans fellur lækurinn til sjávar. En um miðja Kvosina er Austurvöllur með líkneskju Al- berts Thorvaldsens og umgirtur járnrimlagirðingu með hvössum broddum. Hér er fjölbreytni í landslagi og byggð. Ferðamaðurinn leggur leið sína að dómkirkjunni og þinghúsinu og gengur svo vestur Kirkjustræti. En er hann gengur fram hjá lyfja- búðinni stingur hann ósjálfrátt við fótum. Þar birtist honum sú sýn, að hann hefir enga slíka séð í sínu landi. Þarna er hár og víður skíðgarður og innan við hann hreykja sér há tré með breiðum laufkrónum, en milli þeirra marg- litir runnar og blómabeð. Hann skyggnist yfir skíðgarðinn til þess að sjá sem mest. Þá kemur hann auga á roskna konu, fremur litla vexti og fríða sýnum. Það er auð- séð að hún hefir unnið þarna lengi við að hreinsa blómabeðin, því að hrúgur af grasi og arfa eru víða á gangstígunum. En nú geng- ur hún um með garðkönnu og er að vökva blómin. Það er auðséð á öllu að henni þykir vænt um þennan stað og gróðurinn sem þar er. Hún dreypir lífmagni vatnsins með nákvæmni og alúð yfir blómin og gáir einkis ann- ars. Þetta er frú Anna Danielsson, kona Halldórs Danielssonar bæar- fógeta og dóttir Halldórs Kr. Frið- rikssonar yfirkennara. Hún á ekki langt að sækja ást á gróðri og umhyggju fyrir jörðinni. Faðir hennar var einn af helztu for- ustumönnum ræktunarmála, og það var meðal annars áhuga hans að þakka, að holtum og mýrum var seinna breytt í iðgræn tún. Frúin hverfur brátt á bak við nokkra runna, en í því kemur maður með hjólbörur, hrífu og skóflu til þess að hreinsa gang- stígana. Ferðamaðurinn hafði ekki dirfzt að ávarpa frúna, því hon- um fannst sem það væri að trufla helgiathöfn. En nú ávarpar hann manninn og segir: „Þetta held eg að sé fallegasti staðurinn á landinu. Hvað heitir hann?“ „Þetta er gamli kirkjugarðurinn í Reykjavík", svarar maðurinn og heldur áfram vinnu sinni II. ENGINN vafi er á því, að Reykja* i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.