Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1961, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1961, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 61 Smásagan; Flóðhestur í fiskapolli BÚGARÐUR föður míxis var í austan- verðu buskalandinu í Transvaal, ekki nema svo sem 40 km. frá Þjóðgarði Kriigers. Alls konar villidýr voru þar daglegir gestir. Öll gerðu þau einhverja bölvun af sér. Sjakalarnir stálu hænuungum móður minnar, gíraffarnir flæktu sig 1 símaþráðunum og ljónin gripu stundum kú. Faðir minn átti í látlausu stríði við þessa óvini. Og yfirleitt bar hann sig- ur af hólmi nema í viðureign við flóð- hestana. Letaba-áin rann í gegnum landareign okkar, og á vetrum, þegar hún varð svo að segja vatnslaus neð- ar, þá komu flóðhestarnir úr Þjóð- garðinum upp eftir, og settust að í hyljum sem voru í okkar landi. Þetta höfðu þeir gert frá ómunatíð. Þeir þekktu hyljina, komu þangað og til- kynntu komu sína með þægilegu bauli. Og í hvert skifti sem faðir þennan rétt af þeim, enda mundi þá koma hljóð úr horni. Fyrir nokkrum árum kom hvert harðindavorið af öðru, og þá hrundu nýbornir kálfarnir nið- ur unnvörpum, svo talið er að viðkoman hafi ekki verið nema 10%. Þetta hefir líka átt sinn þátt í því að fækka hreindýrunum. Seinustu tvö vorin hafa aftur á móti verið góð, svo að viðkoman hefir orðið um 20%. Halda því sumir, að stofninn muni rétta við. En veiðimálastjórn Kanada er þar ekki á sama máli. Hún segir að stofninn geti ekki rétt við meðan hreindýrin eru brytjuð niður jafn óvægilega og tilgangslaust eins og gert hefir verið. En hún veit eng- in ráð til þess að koma í veg fyr- ir það. (Úr „Weekend Magazine“ í Montreal) minn heyrði það, varð hann svo reið- ur að hann hoppaði um veröndina. Fyrst í stað var eg óskaplega hræddur þegar þessi æðisköst komu í hann. En þegar eg stálpaðist, varð mér ljóst að bölbænir hans og hótan- ir um að steindrepa alla flóðhesta, voru ekki annað en mannalæti. Hann vissi það ofur vel, og flóðhestana hefir vist grunað það líka, að hann gat ekki gert þeim neitt. Fyrst og fremst var það harðbann- að með lögum að skjóta flóðhesta. Og í öðru lagi voru þeir hvergi sýni- legir þegar faðir minn æddi niður að ánni, þótt hann hefði rétt áður heyrt drynjandi baulið í þeim. Að vísu var augljóst að þeir voru þar. Sefið við árbakkana var bælt og bitið og sjálfir árbakkarnir voru eins og þeir hefði lent í taðkvörn. En við gátum aldrei séð flóðhestana. Einn morgun vaknaði eg við ógur- leg óhljóð. Eg stökk á fætur og hljóp út í dyr. Sé eg þá hvar Matiba, þjónn móður minnar, kemur á harða spretti, hlæjandi og æpandi. — Hvað gengur að þér, Matiba? kallaði eg. En hann gerði ekki annað en flissa og ranghvolfa augunum. Þá kom fað- ir minn út. — Hvað gengur á? þrumaði hann. Matiba benti niður í garðinn. Við gengum út á veröndina. Þetta var árla morguns, en sólin var þó farin að skína og sá vel um allan garðinn. Og það var eins og náttúran vildi undirstryka æsinguna í Matuba, því að breiðan geisla lagði beint eftir trjágöngunum niður að fiskapollinum. Og þar lá þá flóðhestur, hálfur á kafi og steinsvaf. Faðir minn rak upp kuldahlátur. — Laggi, náðu í byssuna mína! kallaði hann. Þegar eg kom aftur var mamma komin út á veröndina. Mér sýndist hún verða náföl þegar eg rétti pabba byssuna. — Þú ætlar þó ekki að skjóta hann, Jón, sagði hún. — Jú, svo sannarlega sem eg stend hérna, hreytti hann úr sér. Nú var orðið glóbjart svo að við sá- um flóðhestinn vel. Þetta var kálfur, hann hefir líklega ekki verið nema svo sem átta hundruð pund á þyngd, en hann fell niður í fiskapollinn eins og tappi í flösku. Faðir minn miðaði byssunni. I sama bili hreyfði flóðhesturinn sig, hann var að hagræða sér betur í vatninu, og svo gapti hann ákaflega svo að skein í hvítar tennurnar. Eg stóð á öndinni og bjóst við að heyra skothvellinn á hverri stundu. — Hvemig ætlarðu að ná honum upp úr pollinum? spurði mamma þá. Það var eins og föður mínum brygði. Hann tók ekki í gikkinn, heldur lét byssuna síga. — Hvað varstu að segja? spurði hann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.