Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1961, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1961, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 65 stólum í búðum, sem versla með alls konar nýar matvörur. Ekki fara sögur af því hve mikið er keypt af þessu, en til eru þeir menn, sem telja það borgaralega skyldu sína að hvetja fólk til að læra átið, og eru það einkum menn, sem kynnzt hafa mat úr skordýrum meðal framandi þjóða og telja þetta herramannsrétti. Þetta er ef til vill byrjunin á því að hvítir menn leggi niður fordóma sína. Getur þá farið svo að skordýrin verði „björg í bú" er fram líða stundir og fólkið er orðið svo margt á jörðinni, að matarskortur þrengir að. Kartöflurækt á Héraði I LESBÓK 6. des. 1959 er brot úr búskaparsögu Stefáns Filippussonar, sem bjó 20 ár í Brúnavík við Borgar- fjörð eystra. Stefán segist brátt hafa tekið að rækta þar jarðepli, en slíkt hafi þá ekki þekkzt í Borgarfirði „og mjög óvíða á Héraði, ef nokkur hefir verið þar. Enginn kartöflugarður var á búnaðarskólanum á Eiðum er við komum þar 1897, og hvergi sá eg kartöflugarð á Héraði og fór eg þó vítt um það". Vera má að Stefán segi rétt frá þessu um Borgfirðinga, að þeir hafi enga jarðeplarækt haft um þetta leyti, en hitt er víst, að á Héraði voru víða matjurtagarðar um aldamót. Þeir voru til, þegar eg man fyrst eftir um 1887 og allviða. Meira mun á þeim árum hafa verið gjört að því að rækta rófur, en þær vildu bregðast, vegna þess að fræið kom seint eða aldrei upp í þurviðrasömum vorum, en þau eru tíð á Héraði. Hinsvegar gekk bet- ur með jarðeplin. Af því leiddi svo að fleiri og fleiri bændur lögðu stund á að rækta þau svo að um aldamót voru kartöflugarðar komnir þó nokk- uð víða. Auðvitað voru þeir líka á Eiðum. Sá eg þar settar niður kart- öflur vorið 1895, hvað sem verið hef- ir tveimur árum seinna. Auðvitað var þetta allt í mjög smáum stíl hér. Auðheyrt var á Skaftfellingum, sem Hinn mikti himinskygnir STÆRSTI himinskygnir (Radio- Telescope), sem gerður hefir ver- ið, er nú á Jodrell Bank í Eng- landi. Skál hans er 250 fet að þvermáli. En nú er hafin smíði á nýum himinskygni í Bandaríkj- unum og verður hann rúmlega fimm sinnum stærri en þetta. Skál hans verður 600 fet að þver- máli og samsvarar það sjö ekrum að flatarmáli. Þessi skál verður þakin með aluminium og er talið að í hana muni fara 2 miljónir punda af aluminium. Undir þess- ari skál er stálgrind, sem er á hæð við 60 hæða hús, og í hana fara um 20.000 lestir af stáli. Þessi himinskygnir á að taka við radiobylgjum, sem koma utan úr geimnum, og er talið að hann muni ná bylgjum sem komnar eru um þúsunda miljóna ljósára veg. Þó er enn ekki vitað hve langt út í geiminn hann muni ná, en talið víst að það verði lengra en beztu stjörnusjár geta náð. Aluminium- skálin á að henda radiobylgjurnar, og með þessu móti hyggjast vís- indamenn geta kannað geiminn enn lengra en áður og fengið betri vitneskju um aldur vetrar- brautanna. hingað fluttust um þessar mundir, að garðrækt var komin á hærra stig hjá þeim. Einkum mun jarðeplaræktin hafa verið allmikið stunduð í vestur- sýslunni, og oft gefið gott búsílag. Því miður hefi eg ekki gögn í hönd- um til þess að geta sagt um það, hvenær jarðeplum var fyrst stungið í mold á Héraði, en eg mótmæli því eindregið, að það hafi dregizt fram yfir siðastliðin aldamót. 12. des. 1960. Gísli Helgason. Það ej kunnugt að radiobylgjur stafa af öllum hlutum, þar sem ekki er helkuldi (+ 273 st. C) Eftir því sem hlýnar, aukast bylgjurnar og verða styttri og styttri, þangað til þær verða að lokum að ljósi. Oftast eru þessar bylgjur ósýni- legar, en himinhnettirnir verða sjálflýsandi vegna hins mikla út- streymis. Þessum rafsegulbylgj- um rignir stöðugt yfir jörðina ut- an úr geimnum, og með því að mæla þær, geta menn orðið margs vísari. Þá verður til dæmis hægt að mæla fjarlægðir milli himin- hnattanna og jafnvel gera sér grein fyrir hvernig yfirborð þeirra er. Nú er þessi nýi himinskygnir hafður svo stór, vegna þess að með því móti er hægt að ná meira af „skeytum" utan úr geimnum, en tekizt hefir fram til þessa. Honum er valinn staður í fjalllendi í vesturhluta Virginíu og mun ganga undir nafninu „U. S. Naval Radio Research Station".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.