Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1961, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1961, Blaðsíða 8
60 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Dýr sem hverfa: Hreindýrin í Kanada ÞAÐ var mikill viðbúnaður meðal Skrælingja. Þeir bjuggust til veiða. Nú mátti búast við því á hverjum degi að sjá hinar miklu hjarðir hreindýra (caribou) koma brokkandi eftir hinum venjulegu haustleiðum, þegar þau eru að flytja sig. Brátt mundu verða allsnægir í búi, nóg kjöt til margra daga veizlu og nóg kjöt til vetrarins. Og konurnar mundu fá nóg að gera að elta skinn í vetrartjöld og hlýan vetrarfatnað. Dagarnir liðu og dagarnir stytt- ust, en ekkert bólaði á hreindýr- unum, og Skrælingjum varð ekki um sel. Dagarnir urðu að vikum, og þá urðu þeir óttaslegnir. Og dagarnir liðu enn, og þá kom sulturinn í stað óttans. Hundarnir fóru að hrynja nið- ur. Börnin grétu af hungri og báðu um mat, og það kom von- leysis- og örvæntingarsvipur á guggin og mögur andlit kvenn- anna. Þá tóku karlmennirnir það til bragðs að brjóta boð og bann stjórnarinnar. Þeir drápu hin frið- uðu sauðnaut svo að konur og börn skyldi ekki verða hungur- morða. En það var ekki nóg. Þennan vetur var hungursneyð meðal Skrælingjanna, sem eiga heima hjá Bathurstfirði og Contwoyto- vatni. Þetta gerðist fyrir fimm árum. Og á hverjum vetri hefir hungursneyð verið meðal Skræl- ingja og Indíána síðan hreindýrin hurfu. Stjórnin hefir sent flugvélar ¦",:.<i',ihu,l með mat til þeirra. Hún hefir flutt stóra hópa af Skrælingjum og Indíánum til annara staða. En þetta hefir ekki nægt til að bægja hungurvofunni frá þeim. Árið 1938 var talið að 2.500.000 hreindýr væri á norðurhjara Kanada. Á árunum 1948—49 var aftur kastað tölu á þau, en þá reyndust þau ekki vera nema 670.000. Enn var kastað tölu á þau 1955 og þá voru ekki eftir nema 277.000. Þeim hafði fækkað um 60% á sex árum. Og þeir sem kunnastir eru þessum málum telja að hreindýrin muni verða al- dauða. Margar tilraunir hafa verið gerðar að reyna að komast að því hvernig á því stendur að hreindýrunum hefir fækkað svona óskaplega. Hér er um mikið al- vörumál að ræða, því að um 25.000 Skrælingja og Indíána eiga líf sitt undir því að geta veitt hrein- dýr. Hreindýrin hafa verið brytjuð niður miskunnarlaust, og þar hafa Skrælingjar verið Indíánum verri. Þeir drepa eins mikið og þeir geta. Það var vani þeirra að sitja fyrir hreindýragöngunum hjá einhverju vatni. Hreindýrin leggja ekki á sig krók, þau fara beint af augum og synda yfir þau vötn, sem verða á vegi þeirra. Og þegar hópurinn var kominn á sund, þá komu Skrælingjar á bát- um og húðnökkvum, reru inn í hópinn og drápu á báðar hendur. Þeir voru ekkert að hugsa um það, hvað þeir þyrftu mikinn forða handa sér, veiðigræðgin varð hamslaus. Og á hverju ári mátti sjá þúsundir hreindýrahræa velkjast í vötnum, eða liggja í hrönnum sem vogrek á bökkum þeirra. Þannig var þetta meðan nóg var af hreindýrunum. Síðan þeim fór að fækka, hafa karlar, konur og börn setið fyrir haust- göngunum. Allir hafa verið með byssur, og svo var skotið og skot- ið meðan nokkurt dýr var í færi. Um að gera að drepa sem mest og ekkert skeytt um særð hrein- dýr. Dýrin voru flegin, til þess að fá efni í tjöld og fatnað, en svo voru skrokkarnir látnir liggja eftir hrönnum saman. Þessi fyrirsát og skothríðin hefir orðið til þess að fæla hrein- dýrin og þau eru farin að fara nýar leiðir. Skrælingjarnir bíða á þeim slóðum, þar sem hreindýr- in hafa rásað öldum saman. Nú koma þau ekki, og þá er sultur í búi. Hreindýrunum hefir nú fækkað svo mjög, að ekki má fella fleiri dýr en rétt svo að nægi þeim norðurbyggjum til lífsviðurværis. En það er hægar sagt en gert að koma reglu á það hve mörg dýr megi leggja að velli árlega. Indíán- um hefir verið tryggður sá rétt- ur, að þeir megi veiða á landi og sjó alveg takmarkalaust, eins og forfeður þeirra gerðu. Stjórnin treystist ekki til þess að taka

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.