Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1961, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1961, Blaðsíða 16
68 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A G 4 3 V Á 7 4 ♦ K D G 5 4 3 A 9 A Á K 6 5 2 V K 10 5 3 ♦ 7 * D 10 3 S komst í 4 spaða og út kom LK. Næst kom H8 og var gefin, en A drap með gosa og S með kóng. Nú slær hann út tigli og A fær þann slag á ásinn. Nú má A hvorki slá út hjarta né trompi, því að þá missir hann slag í hvorum litnum sem er. Hann sló því út laufi og það var trompað í borði. Næst sló S út lág- tigli og trompaði heima, og svo sein- asta laufinu og trompaði það í borði. Nú fyrst er kominn tími til að trompa. Hann tekur slagi á SÁ og SK og slær svo enn út spaða. Þann slag fær A, en nú á S alla slagina sem eftir eru, vegna þess að tigullinn er frí og hann getur komið borðinu inn á HÁ. — Það er stundum dálítið erf- itt að átta sig á þvi, hvenær á að byrja að trompa. Hér verður spilar- inn fyrst að losa sig við alla tapslagi. N V A S I * D 10 8 V D G 9 * Á 9 8 6 * 8 7 2 «9 7 ¥862 ♦ 10 2 * Á K G 6 5 4 Gísli gat-í-kamb. Grásleppa er kölluð gráslemba við Djúp og hrognin úr henni kíta. Þeim var mikið beitt fyrrum. Má í sam- bandi við það geta þess, að þar sem sú beita fæst aðeins seinni part vetr- ar og á vorin, þá skemmist hún fljótt, og fann því maður nokkur upp á því, að gera gat í gegnum kamb gráslemb- unnar lifandi, kippa þær svo upp á niðurstöður eða snæri og geyma þær VETRARSÍLD — í janúarmánuði veiddist meira af Faxasíld en dæmi eru til um áður á sama tíma. Hafa margir bátar fengið mikinn afla, og sagt er að hásetahlutur á einum bátnum í þessum mánuði sé um 60.000 kr. Nokkuð af síldinni hefir verið flutt út jafnharðan og selt í Þýzkalandi fyrir mjög sæmilegt verð. — Síldin var víða, en safnaðist þó sums staðar í smáhnappa. svo að skammt var milli veiðibátanna, eins og sjá má hér á myndinni, sem tekin var úti í Faxaflóa. (Ljósm. Ól. K. Magnússon). þannig í sjónum fram undan vör- unum. Ekki lifði gráslemban undir þessum skilyrðum meira en 1—2 sól- arhringa. Sá, er upp á þessu fann, hét Gísli og var Benediktsson, ættað- ur úr Álftafirði. Vegna þessarar frum- legu beitugeymslu fekk hann kenn- ingarnefn og var gat-í-kamb kallað- ur. — (Frá Djúpi og Ströndum). Það tekur yfir. Hjá séra Hallgrími Thorlacius í Miklagarði var gamall maður, sem Eldjárn hét. Einu sinni kom prestur til hans og spurði í glettni: „Þykir þér ekki leiöinlegt, þegar þú ert spurður að heiti, að þurfa að segja að þú heitir svo ljótu nafni?“ — „Jú, að vísu“, svaraði karlinn, „en ekki tekur nú betra við þegar eg þarf að segja hvers son eg er“. En hann var Hallgrímsson. Hafði prestur gaman af svarinu og gekk brosandi í burtu. Krýsivíkur-Guðmundur. Guðmundur Bjamason hét hann og var ættaður úr Breiðafirði. Hann mun hafa flutzt til Krýsivíkur 1827. Þar reisti hann býlið Læk og bjó þar og síðar í Garðshorni. Meðan hann bjó þarna færði hann frá á hverju vori og flutti lömbin inn í Lambatanga í Kleifarvatni. Einu sinni rétt eftir frá- færur sluppu ærnar í þoku og kom- ust inn undir Lambatanga, þar sem lömbin voru. Þegar þau heyrðu jarm- inn í ánum, stukku þau öll, 50 að tölu út í vatnið og drukknuðu þar. Guðmundur reiddi lambskrokkana heim í Garðshorn, rak í þá fótinn þar sem þeir lágu á túninu og sagði: „Þar fóruð þið að fara hægar, nú ræð eg við ykkur“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.