Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1961, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1961, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 877 Hvenær og hvar sem líf kem- ur fram, mun það verða með svipuðum hætti og hér á jörð, vegna þess að lögmál líffræðinn- ar, efnafræðinnar og eðlisfræðinn- ar eru hin sömu um alheim. En hve margar eru þá þær jarðir, sem líklegar eru til þess að þar hafi þróazt líf? Fjöldi þeirra sólna ,sem vér get- um greint með berum augum á heiðskíru vetrarkvöldi, er eitt- hvað á milli 5000 og 6000. En sé horft á þær í stjörnusjá, skipta þær miljónum miljóna. Tala þeirra sólna, sem sést hafa í stjörnusjá, er talin 102° (eða 10 með 20 núll- um á eftir), en það eru hundrað þúsund miljónir miljarða. Og hver þessara sólna veitir lífgefandi geisla fylgihnöttum sínum. Harlow Shapley stjörnufræðing- ur telur að það sé mjög varlega áætlað að skynsemi gætt líf geti verið á 100 miljónum jarðhnatta, en eftir öllum líkum muni þó slík- ar jarðir vera um hundrað trilj- ónir. Það virðist alveg auðsætt, og stappar nærri fullri vissu, að á mörgum miljónum hnatta sé líf, víða mjög fullkomið líf, jafnvel enn fullkomnara en hér á jörð, að þar sé bæði gáfaðri menn og framtakssamari. Vér erum ekki einir í heiminum. Flestir af þessum hnöttum eru svo fjarlægir, að vér getum ekki vænst þess að ná skeytasam- bandi við þá. En nokkrir eru þó svo nærri, að vér getum freistað þess. Og vér getum vænzt þess, ef þar búa menn með svipuðum hæfileikum og vér höfum, að hægt sé að ná sambandi við þá. En með hverjum hætti? Ekki má búast við að báðir skilji sama tungumál. En þá geta talnavís- indin hjálpað. Þegar það xnál er athugað, er Halldór Stefánsson; Eru íslendingasögurnar skrök og skáldskapur? FRÆÐIMENN vorir í fornum bók- menntum keppast nú um það að vera hver öðrum hugkvæmari og snjallari í tilgátum. Fyrri fræðimenn í þessari grein töldu fornsögurnar — íslendinga- sögurnar — byggðar á raunsönn- um atburðum Sögualdar, sem geymzt hefðu í mannaminni og ítrekuðum frásögnum þangað til þær voru skráðar. Sama var álit almennings. En þar kom að síðari fræði- mönnum í þessari grein þótti það lítt til frægðar fallið og ágætis, að fylgja hinni fræðilegu og al- mennu skoðun í þessu efni. Ný skoðun var borin fram: Sögurnar voru tilbúningur einn og skrök að mestu eða öllu — skáldverk hinna snjöllu skrásetjara. — Það hlaut að vera ekki lítill hróður að vita betur en þeir, sem skráð höfðu sogurnar öldum fyrr, og geta fært til þess rök. Forgöngu um þenna æðri skiln- ing mun að rekja til hins víð- kunna fræðimanns, prófessors við Háskóla íslands, Sigurðar Nor- dal. Hrafnkels saga Freysgoða varð fyrir vali til að sanna og staðfesta hina nýu söguskoðun. Hún er tal- in skáldsaga sett saman um ör- ljóst að stærðfræði þeirra hlýtur að vera mjög svipuð stærðfræði vorri. Sennilegt er að þeir hafi önnur talnatákn en vér, og aðrar reikningsaðferðir, en grundvöllur- inn hlýtur að vera sá sami. Um leið og lifandi vera er orðin svo vitkuð ,að hún gerir greinarmun á einstaklingi og heild og lærir að telja, þá sprettur stærðfræðin upp af því. Löngu áður en sögur hófust, tókst manninum — að minnsta kosti einum manni — að greina sundur það sem hann sá um- hverfis sig. Og þar með var tal- an einn fundin. Það var ein sól á daginn, einn máni um nætur, og hann var einn maður. En sól- in og hann voru tveir, og þegar máninn bættist við, þá voru komn- ir þrír, Þannig hafa menn sennilega lært að telja. Frumtölurnar 1, 2 og 3 voru fundnar. Stærðfræðin byrjar á einum. Og hvar sem skyni gætt líf er, mun eins fara. Og þegar þessa er gætt, sjáum vér að hér er aðferð til þess að gera sig skiljanlegan hnatta á milli. Þar sem framþróun er svo langt komið að menn skilja og nota loftskeytamerki, verðurþeim ekki skotaskuld úr því að kann- ast við 1, 2, 3 .... ekki í mæltu máli heldur með merkjum: sónn, sónn-sónn, sónn-sónn-sónn. Eftir að samband hefir fengizt, geta menn svo breytt um á ýmsa vegu, þreifað sig áfram, því að af mörgu er að taka og stærðfræðin hlýtur að vera hin sama, hvar sem er í alheiminum. JT— O w

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.