Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1962, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1962, Blaðsíða 1
1 | 15. tbl. — 10. júní 1962 — 37. árg. | varð alltaf yfirsterkara, viðkvæði hans var: „Ekki ennbá" og. „eitt- hvað annað" Hvað var við því að gera? Nú var hann átján ára að aldri ef* datt í hug að yrkja ljóð .... Að vísu hafði hann borið það við áður, strax í búðinni hjá Tor- stein en ekki var það annað en óljóst fálm. Að þessu sinni urðu til á pappírnum stuttar prósa- stemningar, draumar eða ræður. Hann las blöð og tímarit og stöku sinnum heila bók og allt í einu var sem eitthvað vaknaði í honum. Þarna var eftir einhverju að sæl- ast sem matur var í: að greina öðrum frá hugrenningum sínum, ímynda sér viðburði, spinna úr þvf söguþráð og hreyfa þannig við hjörtum mannanna. K, >.nud sá að sér. Honum var ætlað að nema skósmíðaiðn. Hann fór til Bodö í því skyni en lítið varð úr náminu, flökkuþráin bjó honum enn í brjósti. Þó var hann enginn iðjuleysingi, hann gerði heiðarlegar tilraunir til að vinna en allt lenti í handaskolum, óþolið tjá sig á fullkomnari hátt en í masi og rabbi. Það hlaut að vera feng- ur í því að upphugsa eitthvað sjálfur, búa sér til söguhetju og " ann k. ágúst 1859 fœddist Knud Pedersen t rýru koti t Norö- ur-Noregi, foreldrar hans voru blásnautt almúgafðlk. Þann 19. febrúar 1952 andaöist skáldiö Knut Hamsun á óðalssetrinu Nör- holm, 93 ára aö aldri, saddur líf- daga. Á langri œvi skiptust á skin og skúrir. — Knut naut engrar skólamenntunar t œsku en stund- aði ýmiskonar störf, var farand- sali, innanbúðarmaður, gatnagerð- armaður og smáli. Um tvítugt sigldi hann til Ameríku og hugði á fé og frama, vann þar á búgörð- um og naut lífsins i rikum mœli, starfaði í Chicago sem sporvagns- stjóri og rak timburverzlun t Da- kota fyrir vin sinn, sneri heim dauðsjúkur af tœringu. Hann hlaut fyrst viðurkenningu fyrir skáld- söguna Sult par sem hann lýsir hungurgöngu sinni t Kristjaníu (Ósló). Sú bök hefur komið út á islenzku t pýðingu Jóns Sigurðs- sonar frá Kaldaðarnesi. Nú rak hver bókin aðra og veg- ur skáldsins fór vaxandi. Einna kunnust af verkum Hamsuns urðu ástarsagan P an sem gerist í Norður-Noregi og lýsir ástum veiðimannsins Thomasar Oláhn og O r ó ð ur j ar ð ar þar sem seg- ir frá lífsbaráttu heiðabœndanna. Fyrir þá bók voru Hamsun veitt Nóbelsverðlaun árið 1920. Hamsun var orðinn áldraður maður, mikils virtur, dáður og vinsœll rithöfundur um víða ver- öld er Þjððverjar hernámu Noreg 1940. Hann varði málstað peirra t rœðu og riti á hernámsárunum og var dreginn fyrir dðmstóla að loknu stríðinu. Þó er Ijðst að hann reyndi d margan hátt að koma t veg fyrlr hermdarverk Þjóðverja og sagði m.a. sfalfum Hitler til syndanna í eigin persónu. Knut Hamsun vur tvikvæntur, hann sleit samvistum við fyrri konu sína Bergliot Göpfert. Á fimmtugsaldri kvœntist hann 26 ára leikkonu, Marie Anderson, og var hún tryggur förunautur hans og hjálparhella til dauöadags. Þau eignuðust fjögur börn. EÍzti sonur peirra Tore hefur ritað mjög merka bók um œvi föður sins og ekkja Hamsuns hefur einnig skrifað endurminningar. Kaflar þeir sem hér biriast eru teknir úr œvisögu Hamsuns eftir Þjóðverjann Martin Beheim- Schwarzbach. Hún er vœntanleg í íslenzkri pýðingu á forlagi Heiga- fells. F 13 yrir en varði hafði hann settt saman „skáldsögu". Hún bar titilinn: „Hinn leyndardómsfulli. Ástarsaga frá Norðurlandi". Þar sagði Knud frá pilti einum sem skýtur upp i dreifbýlinu, en er all-frábrugðinn bændafólkinu í eðli, þótt hann látist vera sléttur og réttur. Hann nær ástum bóndadóttur einnar. En smámsaman kemst á kreik sú saga að pilturinn sé ekki allur þar sem hann er séður, og óvenju falleg rithönd hans verður til þess að fólk efast um uppruna hans. Að lokum kemur í ljós að hann er í rauninni sonur auðugs kaupmanns úr borginni, og heitir Knud Sommerfield.... skáld- sagan var óskadraumur; þá þótti tví- tugum unglingi borgarbúinn betri en bóndinn. Það ótrúlega varð, að bókin var gefin út af prentsmiðjueiganda í Tromsö, sem Knud hafði kynnzt á flækingi sínum. Heimafólk las þessa litlu, einfeldnislegu frásögn undrandi og óviðbúið. Næsta ár orti hann meiriháttar sögu- ljóð undir sterkum áhrifurh frá Björn- son, en hann hafði nýlega kynnt sér verk skáldsins. Kvæðið hét Endur- fundir og var samstundis prentað af útgefanda í Bodö. Höfundurinn kallaði sig Knud Pedersen Hamsund. Faðir hans skrifaði honum enn og sagði að allt væri þetta gott og blessað en nú yrði drengurinn að taka sig á, ef eitt- hvað ætlaði að verða úr honum. Og einmitt í því skyni var honum komið fyrir sem amtskrifara hjá Nordahl lénsmanni í Bö í Vesterálen. Þar hafði eldri bróðir hans, Hans, látið af starfi og Nordahl vildi gjarna reyna Knud. b Jrannig lágu atvikin til þess að Knud Pedersen Hamsund varð emb- ættismaður amtsins. Hann sat við púlt í amtsskrifstofunni, útfyllti eyðublöð og skrifaði á embættisskjöl kopar- stungu með fallegri og fíngerðri rit- hendi sinni — og tók ákvarðanir ef má taka svo hátíðlega til orða. Og þótt það væri amtmaðurinn sjálfur sem réð úrslitum mála, þá gerði al- menningur ekki mikinn greinarmun á honufn og sikrifaranum sem birti úr- skurðinn. Hann var nú orðinn meiri- háttar þjóðfélagsþegn og þar eð hann var fágaður og siðugur, þá reyndist amtmaður honum hjálparhella á ýmsa lund Nordahl átti bókasafn sæmilegt og veitti honum leyfi tii að grúska í Björnson og öðrum höfundum. Hann las af þvílíku kappi og skrifaði að augun tóku að bila og hann varð alla ævi að nota gleraugu, nefklömbrur hans voru síður en svo til skrauts. Gleráugu áttu þó ekki við eðli hans og stungu í stúf við þá mynd sem les- endur hafa gert sér af skáldinu. En menntun og þekking var nú það tak- mark sem hann einblíndi á og þokaði öllu öðru til hliðar. Hann hafði til þessa engrar tilsagnar notið nema í barnaskóla og lífshættir hans fram að þessu höfðu ekki orðið til þess að vekja með honum fróðleiksþrá. Nú svalg hann úr bókabrunninum eins og örþyrstur maður og undi sér ekki hvíldar. Og þó gaf hann sér tóm til að skrifa ástarsögu, Laura hét sögu- gyðjan. Þarna endurspeglast ástar- reynslan sem Knud varð fyrir í húsi Walsöes kaupmanns og sagan hlaut sorglegan endi — Laura giftist- sím- ritara fyrirvaralaust. „Björger" hét sagan og gat þar að lesa náttúrulýs- ingar og samtöl með nokkrum öðrum hætti en fólk átti að venjast. En í þetta sinn heppnaðist ekki að finna útgefanda, skáldið var þó ekki af baki dottið, fékk fé að láni hjá auðmanni einum og gaf bókina út á eigin kostn- Frh. á bls. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.