Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1963, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1963, Síða 4
!■!»—w hmmhi i Gullstrandið á Skeiöar- ársandi Anno 1667 EFTIR GUNNAR MAGNÚSSON FRÁ REYNISDAL Oræfajökull rís hár ,og tignarlegur syðst úr Vatnajökli. Hann teygir sig upp í heiðríkjuna og mænir til hafs. Þó er hann stundum hulinn skýjahjúp, svo að eigi sér til sól- ar. Þarna í skjóli jökulsins er Öræfasveitin, um langan aldur og að nokkru leyti enn í dag einangraðasta sveit landsins. Og jökullinn, sem að baki rís, býr yfir ógnum elds og ísa, og hefir oftar en einu sinni sýnt héraðs- búum í tvo heimana. Til vesturs, suðurs og austurs eru eyðisandar, Skeiðarársandur og Breiðamerkursandur. Eru þeir fram- burður „Gróttakvarnar“ þeirrar, er Vatnajökull hefir malað frá örófi. Þarna á söndunum hafa oft skip- strönd orðið, fyrr og síðar, sem hafa festst á spjöld sögunnar og í minn- ingu þjóðarinnar. Stundum harm- þrungin atvik og köld — og hörð karlmennska, átök við beljandi vötn og eyðisanda. Einnig með furðulegum ævintýra- blæ, svo að seint gleymist. Eitt strand er þó eftirminnilegast, og hefir lengi varpað nokkurs konar undraljóma á sandana í Skaftafellssýslu vegna ó- trúlegra atvika og auðlegðar, sem umrætt skip hafði að flytja. Þetta skipstrand varð árið 1667, en hol- lenzka Austur-fndíafarið strandaði á Skeiðarársandi þá um haustið. Um skipsstrand þetta segir svo í Fitjaannál 1667: „Á þessu hausti brotnaði hollenzkt skip við Skeiðarástand hjá Öræfum austur, á nóttu, í stormi og myrkri. Það kom frá Aust-Indien, en villt- ist hingað. Flutti bæði gull og perl- ur, silfur og kopar, kattun, silki og lérept yfirfljótanlegt, og margskyns dregna dúka og ábreiður. Var mælt að kostað hefði 43 tunnur gulls. Al- mæltu allir, að aldrei hefði þvílíkt skip með svo dýrmæta áhöfn við Island komið, síðan það var fyrst byggt. Mikið fordjarfaðist af góssinu. Menn komust af nokkrir á skips- brotunum og bátunum, en margir dóu í sjóvolki og þegar á land kom, af kulda og frosti, því langt var til hyggða, svo ekki lifðu eptir (af tveim hundruðum fólks, sem á skipinu voru) nema nærri 60. Sigldu sumir á Eyrarbakka og annarsstaðar, þar þeir gátu, en nokkrir voru um vet- urinn hér á landi eptirliggjandi á Seltjarnarnesi og Kjalarnesi, að sam antöldum útlenzkum í Kjalarnes- þingi 60 alls. Þeir hollenzku fluttu varninginn að austan. Var mælt að þeir hefðu haft silki til undirgirðinga, og hept- inga á hestum sínum, eða fengu þeim, er hafa vildu, fyrir annað traustara, bönd, beisli, ístöð og und- irgirðingar. Þetta fé kölluðu Dansk- ir vogrek og væri því kóngsfé. Voru sýslumenn fyrir austan til- skyldaðir að flytja varninginn til Bessastaða, hver um sína sýslu, og svo var gert. Haldið var, að marg- ur yrði þá fingralangur fyrir aust- an.“ E nn í dag er strand þetta um- ræðuefni, og íhugunar, þótt síðan séu liðin rétt 295 ár. Nú tvö síðastliðin sumur hefir ver- ið gerður út leiðangur austur á Skeiðarársand, í leit að hinum týndu auðæfum, og hefur Bergur Lárusson frá Kirkjubæjarklaustri verið þar fyrirliði, sem kunnugt er. Eigi hefir leit þessi borið árangur enn sem komið er, en eigi er fyrir það synjandi að gullið og koparinn kunni að finnast, þar sem leiðang- ursmenn munu hafa yfir nákvæmum leitartækjum að ráða. Það hefir verið furðulegt ferðalag þessa Indíafars. Að koma austan frá Indlandi, suður fyrir Góðrarvonar- höfða, og rata svo í slíkar hafvillur að hafna norður á íslandi, undan Ör- æfajökli á Skeiðarársandi.-En ævin- týrin geymast í minningunni, og á sögunnar spjöldum eru harmleikirn- ir skráðir. Það hefir verið mikið af- hroð er hinir „hollenzku“ guldu í mannskaða þarna á Skeiðarársandi, að aðeins 60 skyldu lífi halda af 200 manna áhöfn er á Indíafarinu voru. Slíkar harmafregnir hafa eigi spurzt síðan af söndunum í Skaftafellssýslu, að jafnfáir menn af svo stórri skips- höfn hafi bjargazt. Enní dag ljómar Öræfajökull, sólroðinn á fögrum sumarkvöldum og heillar augað, er hann lítur, við slík skilyrði. Þó á hann það til að vera þung- búinn og skuggalegur ásýndar. Enda er það eigi að furða, þar sem við rætur hans hafa gerzt svo sögulegir og eftirminnilegir atburðir. Vatnajökull malar sína „Grótta- kvörn“ ár og síð og „sandarnir“ halda áfram að færa út kvíarnar út í hafið. En þarna á Skeiðarársandi, undan Öræfunum, liggur gullið grafið í sandinn. Ef til vill á það ævintýri eftir að gerast, að það finnist, ef þrautleitað er. Slíkur fundur mundi þykja sögulegur og verða lengi minnzt, eigi síður en strand Indía- farsins fyrir hartnær 300 árum síðan. | SMÁSAGAN j Framh. af bls. 3. rún er ekki síðri, þá eru þetta hin efni- legustu hjónaefni. Við samsinntum þessu, og var full ástæða til, því að Pétur var gjörvileg- ur maður að vallarsýn, hraustlegur, en að vísu fremur ófríður í andliti. . . ★ ★ Eg mætti á sysluskrifstofunni dag- inn eftir samkvæmt ósk sýslumannsins. Þegar ég kom inn á skrifstofuna voru þar fyrir auk sýslumannsins, læknir- inn og Guðrún Einarsdóttir. Stúlka þessi var allmikilúðleg í sæti sírru, þrekin um herðar, og brjóstin á- toerandi þroskamkii. Hún var mjög rjóð í kinnum og skipti lítt litum. Hún var (hraustleg og bar vott um, að hún hefði ekki dregið af sér við erfiðisvinnu. Aug- un voru stór og fremur útstæð og báru vott um viljastyrk en ekki var svip- urinn greindarlegur að þvj skapi. Hún var auðsjáanlega dálítið æst þessa stundina, og maður gerði sér ósjálfrátt í grun, að hún væri við öllu búin. Við sátum hljóð um stund. Loks var barið og Pétur birtist í dyrunum. Hann gekk inn í stofuna, hik- andi skrefum og kastaði kveðju á okk- ur, sem fyrir vorum. Ég tók eftir því, að Guðrún leit ekiki við honum og tók ekki undir kveðju hans. — Njamm, jæja, þá er fundarfært, sagði sýslumaður og benti Pétri að setjast á stól gegnt Guðrúnu. — Við ættum nú að geta lokið þessu fljót- lega. Hann leit til Guðrúnar. — Þér lýsið þennan mann, Pétur Þorkelsson á Þúfu, föður að barni yðar. — Já, sagði Guðrún. — Hvað segið þér við þessu, Pétur Þorkelsson? — Ég hef svarað því, mælti Pétur. — Viljið þér endurtaka það nú? — Já. Ég neita því, að vera faðir þessa barns. — Guðrún leit snöggt til Péturs, ó- tolíð á svipinn. Pétur forðaðist að líta til hennar. Nú varð alllöng þögn. Sýslu- xnaður leit til Guðrúnar eins og hann vænti þess, að hún segði eitthvað. Loks mælti hann: — Hvað segið þér við þessu svari Péturs? v — Ég segi það sama og áður. Hann er faðir drengsins, því miður. Síðustu tvö orðin sagði hún í hálfum hljóðum. — Það getur maður skilið, sagði sýslu- maður. Svo leit hann rannsakandi aug- rrm á Guðrúnu og mælti: — Segið mér. Kom ekkert fyrir yður samskonar og þetta með Pétri eftir að íþér voruð með honum? — Nei, svaraði Guðrún. — Munduð þér vera reiðubúnar að sverja fyrir það? — Já, sannarlega, það er ég. — Og þér, Pétur. Hvað segið þér við þessu? — Ég segi það sama og ég hef sagt. Ég er ekki faðir þessa barns. — Viljið þér sverja fyrir það? ■— Hefur hún ekki forgangsréttinn? — Jú. Það hefur hún. Viljið þér sverja, ef hún gefur yður eftir sinn rétt? — Ég er ekki að biðja um það. Hafi hún réttinn, þá er bezt að hún noti hann, ef hún þorir. Nú varð löng þögn. And'lit sýslu- mannsins tók snöggum svipbreyting- um, allt frá hörku til kýmni. Loks brosti hann íbygginn á svipinn og mælti: — Ilvernig er þetta, góðu börn. Eruð þið ekki laus og liðug, bæði ógift og ótrúlofuð? — Ég er hvorki gift né trúlofuð, svar- aði Guðrún. — Ég ekki heldur, svaraði Pétur. — Mér sýnist að þið getið leyst þetta á mjög auðveldan hátt. Þið látið bara gefa ykkur saman. Við þessi orð sýslumanns var sem þrumu lysti yfir okkur í stofunni. Stúlk an, Guðrún Einarsdóttir, spratt á fætur og horfði með þungum reiðisvip á sýslu- manninn og mælti: — Að ég ætti að verða kona þessarar skepnu, sem ekki vill kannast við sitt eigið afkvæmi. Nei. . . og aftur nei, það skal aldrei verða. Og hann skal aldrei fá að sjá litla drenginn minn. (Rödd hennar varð einkennilega blíð, er hún nefndi drenginn sinn.). Ég ætla að eiga hann Óla minn ein. (Hún benti á Pétur). En hann skal verða að gefa með honum. Hann skal ekki komast undan því. Pétur mæliti: — Þú segist vilja eiga þennan króa þinn ein. — Króa, greíp Guðrún fram í. — Þú æt'tir að skammast þín. — Þú mátt eiga hann ein, hélt Pétur áfram. — Þú mátt það að minnsta kosti fyrir mér. En ég vil ekki þurfa að strita fyrir því, sem mér er óviðkomandi. — Skammastu þín, sagði Guðrún og stappaði í gólfið. — Þú . . . — Ekki samtal, greip sýslumaður fram í. — Það er augljóst, að þið viljið ekki giftast, að minnsta kosti ekki þér. Hann leit til Guðrúnar. — Nei, ég held að ég hafi sagt það nógu skýrt. — Ég ekki heldur, sagði Pétur. — Þá er að reyna að komast að ann- arri niðurstöðu ,sagði sýslumaður hóglát lega. — En æskilegast er fyrir y. ur bæði, að þetta geti, gengið friðsamlega. Hann leit á Pétur. — Yður er ráðlegast að gangast við barninu, piltur minn. — Ef ég bara vissi, að það væri mitt barn, muldraði Pétur. — Trúið þér ekki því, sem læknirinn segir? — Jú. Læknirinn getur haft rétt fyrir sér, en ummæli hans sanna samt ekki, að ég sé faðir barnsins. Sýslumaður var nú auðsjáanlega orð- inn ergilegur. Hann hvessti augun á Pét ur og mælti: — Þetta er vandræðaþvæla í yður, piltur minn. Þér þurfið svei mér ekki að skammast yðar fyrir að vera faðir þessa drengs. Skýrsla yfirsetukonunnar gefur yður góðan vitnisburð. . . — Mér?, sagði Pétur og rak upp stór au’gu. Gletitnin skein úr augum sýslu- manns. Hann tók fram örk og byrjaði að skrifa á hana. Hann leit á Pétur og mælti: — Var ekki bezta veður, þegar þið voruð þarna í lautinni? — Það var ekki rigning, svaraði Pét- ur. —- Annars man ég ekki vel hvernig veðrið var. — Skiljanlegt, sagði sýsluxnaður i hálfum hljóðum. Nú varð löng þöign. Sýslumaður hélt áfram að krota á örkina. Hann leit upp öðru hverju og horfði ýmist á Pétur eða Framh. á bls. 11. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 2. tölúblað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.