Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1963, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1963, Side 7
A Ð er kyrrlátt vetrarkvöld, glað- værir tónar gamals danslags hljóma út á götuna frá einu af samkomuhúsum borgar- innar. Áður en við vitum af, erum við farnir að raula viðlagið og göngum á hljóð- ið. — Við dyrnar frétum við að Far dOuglar hafi hér skemimtun í íkv'öld. Við leitum strax í vös- um okkar og drögum brátt upp lúð farfuglaskírteini og sýnum diyravörðunum, en þeir brosa kumpánalega og nú standa okk ur allar dyr opnar. Á dansigólf- inu sveiflast unga fólkið i fjör- ugum dansi, polfca, ræJ, eða hvað hann nú heitir. Við fáum okkur sæti við eitt borðið, og hittum þar Önnu Ósfcarsdóttur, og það kemur í Ijós að hún er í skemmtinefnd þessa kvölds. — Eru þessi skemimtikvöld ykfcar oft á veturna? — Venjulega tvisvar í mán- uði. — Og þá bara dansað? — Nei, við höfum a'lltaf ein- hver skemmtiatriði. — Hvað er það í kvöld? -— O, þú sérð það bráðum. — Er erfitt að undirbúa þetta? — Ja, dálítið, ef útkoman á að vera góð, annars er gaman að vinna að þessu og starfa í félaginu. — >ú varst að dansa áðan, er það garnan? — Gaman — jahá, ég dansa eins og ég get. — Hvað helzt? rock eða twist? — Nei, auðvitað polka, mað- ur. Og i þessu spilar hljómsveitin. polka, og Anna er þotin í dans- inn. Við sitjum eftir og horf- um á dansinn, það er almenn þátttaka og fáir sitja. í þessum svifum náum við í Pétur, harm er einn af duig- legustu „fuglunum“ og hefur legið úti í alls konar veðri, allt frá 30 stiga hita niður í 12 eða 16 stiga gadid, hann er nú vara- form. Farfugladeildar Reykja- vífcur. — Heyrðu, Pétur, til hvers hafið þið þessi kvöld, eru ekfci ferðalög aðalábugamálið? — Jú, en skemmtikvöldin eru liður í vetrardagskránni,, ætluð til að auka kynni Farfugla og til að halda hópinn, auk þeirra eru svo venjulega myndakvöld 2var í mánuði, og koma þá fram myndir frá sumarferðunum. — Eru þessi kvöld eingöngu fyrir Farfugla. — Fyrst og fremst, en þó koma stundum gestir, sem verða kannske góðir fuglar síð- ar. — Er fleira á vetrardag- skránni? — Já, hlöðuball, mjög vin- sælt, og svo árshátíðin, aufc þesis er oft farið í skálaferðir, í Heið- arbói, þar höfum við t.d. þrett- ándagleði með brennu og flug- eldasfcotum. — Eru það alltaf þau sömu, sem undirbúa skemmtikvöldin? — Nei, skemimtinefnd fyrsta kvöldsins velur nefnd fyrir næsta kvöld, og svo koll af kolli. Þannig fást fleiri til starfa. Við tökum eftir því að hljómsveitin er orðin mjög hljóðlát og iítum við. Þar er kominn ungur maður með harð- an hatt og montprifc, og tiilkynn ir tízfcusýningu. Fjórar fegurð- ardísir koma inn, ein í einu. Þær vita fyllilega um þokfca sinn og blifcka á báðar hendur, ein þeirra var víst nokfcuð síð- búin, svo hún mæti bara á und- irkjólnumi, en það var allt í lagi, því hún var með svo lamg ar fléttur. Þegar dömurnar ganga um salinn hlæja atlir, og sumar stúlfcurnar halda um magann og veltast á stólunum, enda er nú komið í ljós, að hér eru ekki dömur á ferð, heldur fjórir umgir „fuglar“ í kvenklæð um, með hárkollur og listilega farðað andlit. Göngula.gið er ekfci alltaf sem kvenlegast, og ein „daman“ klæðir siig úr hælahóu skónum, „sem allt ætla að drepa.“ „Dömunrar“ velja sér nú herra í dansinn og nú er það dans kvöldsins, ó- gleymanleg sjón, er þessi fjög- ur danspör sveigjast og rykfcj- ast um gólfið í gáskafullum dansi. En öli skemmtun á sinn endi, en lengi á eftir hljóma þó einstafca hláturshrokur hér og þar um salinn. Við snúum okk- ur aftur að Pétri, og spyrjum um framtíð|ha. — Skemmtikvöld, árshátíð, aðalfundur og myndakvöld, og svo ferðalögin í sumar. — Nokkur nýmæli á ferðum? — Ja, áætlunin er ófu'llgerð ennþá, en líklega verður reynt séu komnar til skila. Talið frá vinstri: Sigurður Harðarson (2. verðl.), Haukur Sigtryggsson (í dómnefnd), Kristján Sæmundsson (1. verð- laun), Stefán Nikulásson (i nefnd), Tryggvi P. Friðriks- son (3. verðl.) NOKKRU fyrir jól voru af- hent verðlaun í ljósmyndasam- keppni sem Lesbók æskunnar efndi til. Úrslitin hafa áður ver ið birt hér á síðunni, en nú birtum við mynd frá afhend- ingu verðlaunanna. Til ykkar sem þátt tókuð í þessari samkeppni viijum við senda óskir um gæfu á þessu nýbyrjaða ári og vonum að þið haldið áfram að taka góð- ar myndir, þó ekki gætu fleiri notið verðlauna í þetta sinn. Myndirnar hafa verið sendar til ykkar og vonum við að þær Mttmar að fara á óvenjulegar slóðir. En nú er dömufrí, og ein daman býður Þétri í dansinn og þá gleymast allir blaðamenn. Við snúum. okkur því að ljós- hærðri stúiku við næsta borð. Aðspurð segist hún heita Hi'ld- ur og elcki vera fugl, „aðeins gestur". — Ferðastu mikið? — Dálítið, þegar ég get. — Hvað þótti þér ánægjuieg ast í kvöld? — Auðvitað tízkusýningin. í þessu er Hildi boðið í dans og við spyrjum hvort hún hafi gaman af að dansa. — Dansa, ja—há, agalega gaman, og þar með er Hildur horfin út á gólfið. Við hugsum nú til heimferðar, kveðjum þetta lífsglaða unga fólk, sem kann þá list að skemmta sér á heilbrigðan hátt og er þess minnugt að ekkert er skemmti legt nema það sé sjálft tilbúið að njóta þess og leggja sitt af mörkum. UM SMÁSÖGUR SMÁSAGAN á nú minna gengi að fagna en fyrrum. Segja má, að mest fari fyrir henni í heimsbókmenntunum á siðari helmingi nítjándu aldar, en í íslenzkum bók- menntum var blómaskeið hennar á fyrsta þriðjungi þess- arar aldar. Smásagnasöfn voru þá keypt og lesin til jafns við aðrar bækur, og mikilvirkir höfundar, eins og t. d. Guðmundur Friðjónsson, einbeittu sér öðru fremur að þeirri bókmenntagrein. Á seinni árum hefur hallað svo undan fæti fyrir smá- sögunni, að útgefendur telja ekki lengur arðvænlegt að gefa út smásagnasöfn ungra höfunda. Og þó að í hlut eigi frægir höfundar, seljast smásögur verr en önnur verk þeirra. Ekki verður því um kennt, að bókmenntafræðingar geri smásögunni lægra undir höfði en öðrum greinum skáldskapar. Flestir eru sammála um, að smásagan sé list- form, sem erfitt sé að ná tökum á, sökum þess hve svið hennar er takmarkað, og beri því fyllilega að meta hana til jafns við aðrar bókmenntagreinar, t. d. skáldsöguna. Ekki verður þess heldur vart, að smásögur hljóti verri blaðadóma en önnur verk. Engu síður liggja smásagna- söfnin óhreyfð og rykfalla í hillum bókaverzlana. Það mun t. d. vera sjaldgæft, að smásögur séu valdar til tækifæris- gjafa. Hvað kemur til? Margar ástæður mætti nefna. Engin ein er einhlít. Bókmenntatízka breytist stundum án þess menn verði þess varir. Smásagan þróaðist mest í tíð raun- sæisstefnunnar. Þá var hún fyrst og fremst sniðin eftir skáidsögunni, aðeins var snið hennar smærra á allan hátt, persónur færri, atburðir sömuleiðis, aðdragandi atburða hafður eins stuttur og kostur var, efninu þjappað saman og persónur gerðar eins skýrar og unnt var, til þess að lesandinn fengi af þeim sem gleggsta mynd, þótt hann hefði ekki af þeim nema mjög stutt kynni. Sagan var fyrst og fremst frásögn, saga. Nú var skáldsaga raunsæisstefnunnar byggð upp af nákvæmum hversdagslífslýsingum, og dró smásagan að sjálfsögðu dám af því. Hins vegar lagði hið þrönga svið höfundum þá kvöð á herðar, að þeir urðu að gæða hvert smáatriði meiri heildarsvip, gefa í skyn fleira en sagt var berum orðum. Sögurnar urðu því ósjaldan efnismiklar, þótt stuttar væru. Á seinni árum hefur smásagan fjarlægzt skáldsöguna meir og meir og um leið nálgazt hið órímaða ljóð. Sú mun vera ein ástæðan til þess, að þeir, sem slægjast eftir efni til skemmtilestrar, velja sér allt fremur en smásögur, ef kostur er. Ef saga snýst ekki að mestu um fólk og atburði, þykir mörgum sem þar sé ekki eftir miklu að sækjast, þótt hún kunni að vera lipurlega samin og laus við þá galla, sem listrænir gagnrýnendur að jafnaði reka hornin í. Þrátt fyrir allt vilja gamlir aðdáendur smásögunnar ekki trúa því, að dagar hennar séu taldir, og vonast til, að hún eigi eftir að endurheimta sess sinn á meðal ann- arra greina skáldskapar. — EJ. 2. tölublað 1963 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.