Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1963, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1963, Síða 8
jA.RIÖ 1902 í októbermánuði réðst ég til verzlunar — örum & Wulffs á P’áskrúðsfirði, sem utanbúðarmaður og venkstjóri við fiskverkun. Um nýárs- leytið sama ár réðist til sömu verzlunar Sigurður Einarsson smiður og átti aðal- starf hans að vera allskonar smíðar, eink um við endurbætur og aðgerðir á hús- um verzlunarinnar, sem upphaflega höfðu verið byggð af Norðmönnum fyrir síldveiðar þeirra um 1880—90. Sigurður var mesti hagleiksmaður, bœði á járn og tré, og í heila tekið hinn mesti mynd armaður. Sigurður var ráðinn í 10 mán- uði fyrir kr. 600.00 yfir tímann eða 60 kr. á mánuði. Ég aftur á móti var ráð- inn sem árinu áður fyrir sömu laun þ.e. 600 kr. eða 50 kr. á mánuði. Kjör Sigurðar voru því að ýmsu leyti betri en mín; auk þess sem þau voru hærri, þurfti hann ekki að vinna nema 12 tíma frá kl. 6 að morgni til kl. 6 að kveldi, og mun hann því hafa getað aflað sér einhverrar smá-aukavinnu, enda ekki veitt af, þar sem hann var ailstór fjölskyldufaðir. Ég aftur á mó'ti einhleypur, en vinnutími minn hinsveg- ar ótakmarkaður, eða eftir því sem þörf var fyrir á nótt sem degi. Verzlunin hafði mikil viðskipti við útvegsmenn um allan fjörðinn og einnig fyrir norðan fjallið, einkum verstöðina á Vattarnesi, sem liggur Reyðarfjarðar- megin við enda fjallgarðsins, sem að- Skilur firðina Fáskrúðsfjörð og Reyðar- fjörð. A Vattarnesi er mjög góð viðlegu- höfn, enda var þar fjöldi báta til við- legu að sumrinu bæði frá Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði, en þó einkum Reyðar- firði og Eskifirði, sem skiljanlegt er, þar sem Vattarnes liggur Reyðarfjarðar- megin, en til Fáskrúðsfjarðar liggur leið in um svokailaða Skrúðsála, sem var vond leið sjófarendum, vegna mikilla strauma, innan um boða og blindsker, sér staklega landmegin framan við Vattar- nesskriður, en um þær liggur lítt fær vegur milli fjarðanna, þar sem þær liggja snarbrattar við enda fjallgarðs- ins í sjó fram. Þeir sem lágu við frá Búðaikaupstað á Vattarnesi um sumar- tímann urðu því að flytja ailt salt og annað er útgerðin útheimti á sínum litlu smábátum og fiskinn til baka, sem kost- aði mikið strit og erfiði. En söfcum þess hvað hafnarskilyrði voru góð á Vattarnesi og fiskislóðir þóttu auðugri, sóttu menn eftir þessu viðleguplássi öðr- um fremur. Á Vattarnesi var á þessum árum og lengi fram eftir mikið af færeyskum fiskimönnum til sumarfiskveiða á smó- bátum, sem seldu fisk sinn til verzlana, annaðhvort á Eskifirði eða Fáskrúðs- firði. Verzlanir keyptu fiskinn blautan upp úr sjó, og urðu því að annast flutn- ing á salti og fiski frá og til heima- hafnar. Eiríkur Þórðarson, sem þá bjó á hálfu Vattarnesi, annaðist móttöku á fiski þeim, er Örum & Wulff keypti á þennan hátt, í eigin húsum, sem verzl- unin greiddi fyrir ásamt launum hans. Verð á fiskinum minnir mig vera 75 aurar á skipspund, skilað söltuðu úr stakk. En að annast þessa flutninga á saltinu og fiskinum var ýmsum vand- kvæðum bundið á þessum tímum, bæði hvað farkost og mannafla snerti, því vélaöldin var ekki runnin upp, hvorki á sjó né landi, og allir karlmenn stað- arins komnir í verið. Það varð því að ráði, að við Sigurður skyldum annast þessa flutninga, og í því sambandi var svo fenginn nýr nótabátur, sem talið var að gæti borið 90 tunnur af síld háfaðri úr landnót. Báturinn var norskur, sterk- byggður, en auðvitað opinn eins og slík ir bátar voru ávallt, mjög góður til þeirra nota, sem hann var ætlaður til, með 6 ræðum og trétollum og blaðbreið- um árum. Farkostur þessi var því síð- ur en svo tilvalinn til úthafssiglinga, en á öðru betra var nú ekki völ, og þá varð að tjálda því sem til var. S igurður bjó svo til skýli (lúkar) í framstafni fleytunnar, Sniðin voru segl úr því bezta lérefti (stoot), sem fá- anlegt var í verzluninni, eftir fyrir- mælum Sigurðar, sem að sjálfsögðu var þegar ákveðinn formaður eða skipstjóri á skipinu. Við vorum nú reyndar báðir talsvert vanir sjómenn, en Sigurður var 10 árum eldri, og bæði vegna þess og ýmissa annarra verðleika var það sjálf sagt, að hann hlyti skipstjórnina, enda enginn ágreiningur um stöðuvalið, og hin bezta eining ríkti meðal skipshafn- arinnar. Ég fékk aftur á móti kladdann og næigan pappír til að skrifa á inmlegg og úttekt viðskiptamannanna; nótubæk- ur voru þá ekki komnar í móð, svo að fyrst varð að skrifa í kladdann og gefa svo afrit á lausum blöðum. En höfuð- tilgangurinn með útgerð þessari var a-uð vi'tað að flytja salt til Vattarness og saltfisk til baka. öllum var ljóst að ferðir þessar gátu ekki farið fram nema við hin beztu veðurskilyrði, þar sem sjóleiðin fyrir landið frá Andey til Vatt- arness utan við Fles og Bak, innan við Skrúð, er háð afar miklum straum um og einn lítill straumhnútur gat ver- ið nægilegur til að sökkva opinni og fullhlaðinni fleytu, sem hér var um að ræða. Ógerningur var líka að ætla sér að fara leiðina nema í meðfalli, en vind ur og straumar fara ekki ávallt saman, og væri vindurinn móti fallinu, versn- aði sjólagið til muna, svo hér var margs að gæta, en án þess að hafa leiði, sem kallað var, gat því varla gengið. Þó kom það fyrir, að við Sigurður rerum alla leið frá Vattarnesi til Búðakaup- staðar, en þá var auðvitað blíða logn alla ileiðina og meðfall. ið Sigurður vorum við þessa flutninga í tvö sumur, og þó segja rmegi þeir gengju slysalaust,.þá kom þó margt fyrir, sem gat orkað tvímælis hvernig leysast myndi, og vil ég nú reyna að sýna eina iitla svipmynd af þvi. Við lögðum á stað frá Vattarnesi snemma morguns í blíðskaparveðri með fullfermi af saltfiski. Suðurfall var á og sarma sem logn, aðeins austanandvari og þvi hagstætt leiði. Við reiknuðum með að vera tæpan klukkutíma fyrir landið, en er kom suður fyrir Bakinn breyttist vindstaðan og varð suðlæg og því á móti fallinu. Þó sunnangolan væri lítil og sjór ládauður, yigldist þó báran fljótlega vegna straumsins. Til þess nú að ná settu marki varð að breyta stefnu og sigla beitivind út og suður í áttina tiil Skrúðs, með það fyrir augum að ná í næsta bóg öðru hvoru sundinu, sem er á neðansjávarhrygg er liggur úr Andey til Flesjar, sem er skammt undan landi. Þessi sund, sem venjlega voru farin á bátum og smærri skipum, einikum eftir að mótorbátarnir komu til sögunnar, heita Engihjallasund, sem liggur nokk- urn veginn miðja vegu milli Andeyjar og Flesjar, er nokkuð djúpt og allgóð leið, enda mest farin, en sundið fram með Flesinni er örmjótt og grynnra. Sá ljóður er lika á þeirri leið, að rétt utan við Flesina er stór undirvatnsboði, og gæta verður ýtrustu nákvæmni með að ná réttu striki 'fram með honum, eink- um ef strauimur er harður. S uðurbógurinn gekk vel, og er til Skrúðs kom var annar tekinn í átt- ina til 'lands, í von að ná Engihjalla- sundi með tilstyrk suðurfallsins, en því miður reyndist svo ekki og var því það ráð tekið að fara Flesjarsund, sem gekk sæmilega, en strax er kom inn úr sund- inu, bilaði vindurinn, og við lágum þar ósjálfbjarga. Vindurinn var að sönnu hinn sami rétt fyrir sunnan okkur, en sökum hinna háu fjallahamra, sem þarna eru rétt fyrir ofan, myndast þarna lognbelti með smá-endurkasts- hviðum frá hamrabeltinu, er þau kasta vindinum til baka eftir að hafa sogað hann til sín. Sjórinn var líka ókyrr, og báturinn veltist með seglin hangandi í dragreipum. Milli lands og Flesjar er langt grunnt sund, sem aðeins var far- ið á smábátum og fullt af undirvatns- hraunnibbum. Upp og út að þessu sundi bar nú Skip okkar í algjöru stjórnleysi, og að reyna að forða okkur frá þvi með árum var með öllu tilgangslaust. Það var því ekki annað að gera en láta akk- erið falla og reyna að bíða tækifæris að komast úr þessari sjálfheldu, sem þó ekki gat orðið, nema með þeim hætti, að vindurinn glæddist og næði til okk- ar svo sterkur, að við á seglum gætum náð inn og suður til Æðarskers, sem er stórt og langt sker spölkorn innan við Andey. Aðstaða okkar var því nokkuð tvísýn. Eftir nokkuð langa legu þarna kom allsnögg vindhviða, sem við héld- um að yrði nógu löng til að fleyta okk- ur úr ógöngunum, og varð til þess, að við rukum í akkerið, sem var með langri og þungri járnkeðju, líklega leif- ar frá einhverri franskri skútu, og er við höfðum dregið niðurstöðuna inn að sjálfu akkerinu, varð annar að fara til stýris og hagræða seglum, en hinn varð svo að draga akekrið einn úr botni og innbyrða það. Þetta kom auðvitað x minn hlut sem háseta. Enda þótt ég vœri tæplega maður fyrir því, þá hafð ist það þó, en jafnskjótt og það var búið, var vindhviðan þrotin og ekki um annað að gera en láta það fallj aftur og árangurinn sá einn að við höfðum þokazt nær hættusvæðinu nokkrar faðmslengdir, dauðuppgefnir og vonsviknir. Ég man nú ekki hve langan tíma þetta taugastríð okkar félaga stóð, he£ kannske aldrei vitað það, eða mælt það við klukkuna, en það var dálítið kvelj- andi að sjá jafnan og góðan vindinn nokkur hundruð metra fyrir sunnan ofckur, án þess að geta á nokkurn hátt náð til hans, en vera staddur í hálf- eða algerri lífshættu, ef nokkuð út af bæri, sem ég held þó að við Sigurður höfum ekki gert okkur neina grein fyrir þá, eða helzt ekki fyrr en löngu seinna, er við fórum að endurskoða þetta ferðalag. S kömmu eftir hið árangurslausa átak með akkerið fór fram hjá okkur róðrarbátur með 6 ræðurum á leið frá Vattarnesi ti'l Fáskrúðsfjarðar. Við veif uðum þeim og fórum fram á það við þá, að þeir drægju okkur á árum sín- um suður í vindinn, en þeir skelltu við því skollaeyrum og sögðu við skyldum. bara bíða, hann kæmi bráðum til okk- ar, sem og líka varð, en ekki held ég að neinar góðar bænir hafi fylgt þeim frá okkur, sem þó vonandi hafa ekki rætzt. Vindhviðurnar héldu svo áfram að ná til okkar með stuttu millibili, en allar svo veigalitlar, að ekki var viðlit að sinna þeim, enda máttum við ekki við því að tefla á tvær hættur, því nær skerjum máttum við ekki lenda, þá var voðinn vís. Við lágum þarna svo lengi dags, hvað lengi man ég nú ekki, en um síðir kom snörp og að okkur virtist einlæg vind- hviða, svo við réðumst í að létta, og reyndist hún standa nógu lengi til að við losnuðum úr þessari óhugnanlegu úlfakreppu, svo við náðum suður í fjörð- inn til Æðarskersins, þar sem vindurinn var einlægur. En er kom inn á móts við Kolfreyjustað gerðist hann vestlæg- ur og því óhagstæður. En með því að tafca nokkra bóga (krusa) náðum við undir Víikurtanga, og þar hírðumst við svo yfir hálá'gnættið. Þar var lægi gott og við gátum bundið bátinn við klapp- irnar. Við höfðum reyndar oft áður leg- ið undir þessum tanga, sem var gott skjól í norðan- og vestanátt. Annars má það segja, að þessar ferðir milli Búða- kaups'taðar og Vattarness fyrir tvo menn á opnum 90 tunnu nótabáti voru leið- inda-atvinna, en brýn þörf fyrir þær frá sjónarmiði verzlunarinnar, svo og þeirra sem við hana skiptu og nutu þeirra þæginda, sem ferðirnar veittu. Þótti því óhjákvæmilegt að halda þeim áfram, enda ekki talin völ annarra úrræða. E inu sinni lágum við undir Andey í heilan sólarhring og gerðum okkur það tiil afþreyingar að fiska á færi, sem við höfðum ávallt með ti'l að veiða, ef svo bar undir. f þetta skipti fórum við að heiman seinnipart nætur í blíðskap- arveðri, en úti fyrir mil'li Skrúðs og land's var suðvestan-stormur, svo ekfci var viðlit að leggja fyrir landið. Fiski- Frah. á bls. 13, g LESBÓK MORGUNBLiAÐSINS' 2. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.