Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1963, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1963, Side 9
var breytt — og í síðasta afbrigðinu var hann 1,710 hestöfl. — En þessi? spyrjum við Hjálmar. — Þetta er Super Saber, var um tíma aðaluppistaðan í „sverði“ NATO og er reyndar enn aðalorrustuvélin Flugskeytasafnið og þotur, frá vinstri: MIG-15, Douglas Skyhawk sprengjuþota og F86 Saber, allar í sama stærðarlilutfalli. i herjum margra NATO-ríkja. Hún getur borið tvær eins megatonns sprengjur, flýgur með 860 mílna hraða, ber 8,000 pund. Hreyfillinn gefur 11.000 punda þrýsting og 17,000 pund með „afturbrennara“. — Já, Super Saber heyrist oft nefnd. Þeir hafa framleitt mikið af þeim. — Mig minnir ad heildarframleiðsl- an sé í kringum 2300, segir Hjálmar. Svo flettir hann upp í einni hand- bókinni og segir: — Jú, hér er það. Samtals 2,294. F að er greinilegt, að ekki er hægt að reka þá bræður á stamp- inn hvað flugvélunum viðvíkur. Við gerum margar tilraunir, en þeir kunna svör við öllu. Og þegar við rekum augun í líkan af Polaris kaf- báti, þá spyrjum við hve Polaris- flugskeytin séu langdræg — og Hjálmar verður fyrir svörum: — Polaris A1 dregur 1.200 mílur og meðal geigun er sögð hálf míla. Polaris A2 dregur 1,500 og Polaris A3 dregur 2,500 mílur. — Við vissum ekki að til væri nema ein gerð af Polaris? — Jú, það eru til mismunandi gerð- ir af flestum eða öllum flugvélum og flugskeytum. Með hverri endurbót kemur ný útgáfa. Og síðustu kjarn- orkutilraunir Bandaríkjanna, ein- mitt með Polaris, eru sagðar hafa borið þann árangur, að hægt var að tvöfalda sprengiafl Polaris, úr hálfu megatonni í eitt, án þess að auka þyngd skeytisins. Þeir sérfróðu segja, að þar með hafi Bandaríkjamenn komizt mjög nálægt hámarksnýt- ingu, þ.e.a.s. þeir hafa fengið há- marsknýtingu miðað við þyngd sprengjunnar. Ýmsir eru þeirrar skoðunar, að ekki sé þörf fleiri kjarn orkutilrauna til þess að prófa spregj- urnar sjálfar. Hins vegar má e.t.v. endurbæta flugskeytin sjálf enda- laust. Svo dregur Hjálmar fram bretti, þar sem á eru líkön af flest- um flugskeytum Bandaríkjamanna, 20—30 talsins. — Hvað heitir þetta? spyrjum við og bendum á eina trjónuna. — Þetta er Redstone, sú sem Shep- ard fór upp með. Það er landher- inn, sem hefur hana, dregur um 200 mílur. — Þessi? og bendum á aðra. Framh. á bls. 11. Þeir tóku flugið fram yfir frímerki *■' rímerkjasöfnun er eitt helzta tómstundagaman manna víða um lönd og svo er einnig hjá okkur. Til skamms tíma var frí- merkjasöfnun líka talin helzta tómstundagamanið í Bandaríkj- unum, en þar hefur nú orðið breyting á. Frímerkin hafa sem sagt þokað fyrir flugvélalíkönum, samkvæmt því sem okkur er tjáð, og víða á vesturlöndum gætir æ meiri áhuga á samsetn- ingu og smíði flugvélalíkana. nú farið að flytja töluvert inn af þessu og hægara að nálgast hráefnið. Þannig fáum við flugvélina steypta í plast, en £ mörgum hlutum. Þegar við vorum byrjendur í faginu var auðvitað aðaláherzlan lögð á að líma rétt og fallega saman. Síðan fórum ing, en með „afturbrennara" fer hann upp í 24.000 pund. — Hve stór var hreyfillinn í Spir- fire? spyrjum við Baldur. — f fyrstu gerðinni var hann 1030 hestöfl. En þeir stækkuðu hreyfilinn jafnt og þétt eftir því sem vélinni Harðfullorðnir menn eru farnir að dunda við flugvélarnar heima hjá sér á kvöldin, svo að ekki sé minnzt á yngri mennina. Verkefnin eru nær óþrjótandi, því alltaf kemur eitthvað nýtt fram á sviðið í flugvéla- framleiðslunni. Vel gerð flugvéla- líkön þykja líka prýði í herbergi hús- bóndans eða hjá strákunum. Þó að segja megi að smíði flugvélalíkana veiti ótæmandi verkefni, er þetta svið sjálfsagt ekki jafnvíðtækt og t. d. frímerkjasöfnunin nú orðið. mt að er orðið nær því von- laust að ná saman öllum heimsins frímerkjum, en ef vel er unnið er hægt að komast ótrúlega langt í flug- vélasmíðinni. Það segja okkur a.m.k. tveir ungir menn suður í Silfurtúni, sem sennilega eiga eitt stærsta safn flugvélalíkana hér á landi. Þeir eru Baldur og Hjálmar Sveinssynir og flugvélar þeirra vöktu mikla athygli, þegar hluti af safninu var til sýnis í glugga Morgunblaðsing fyrir þrem- ur árum. — Við eigum líkön af um 120 gerð- um flugvéla, en ég geri ráð fyrir að við eigum um 150 stykki, þegar allt er talið. Af flestum gerðum hafa ver- ið framleidd mismunandi afbrigði, gerðirnar hafa verið endurbættar — og þá hafa þær fengið ný einkenni. Þannig voru t. d. framleiddar sam- tals 47 gerðir af Spitfire orrustuvél- unum og af þeim eigum við 16. — Og smíðið þið ykkar líkön? — Nei, við fáum þau erlendis frá, mest frá Bandaríkjunum og Eng- landi. Fyrst þegar við byrjuðum, þá á fermingaraldri, keyptum við eftir vörulista — og það gerum við reynd- ar enn að einhverju leyti. Samt er Lancaster sprengjuvél úr síðari lieimsstyrjöldinni er fjarst. Næst er F-106 orrustuþota, en litla vélin fremst er Spitfire I. Allar vélarnar í sama stærðarhlutfalli. — E ru þetta mestmegnis her- vélar? spyrjum við Hjálmar. — Já, svo til eingöngu. Elztu gerð- irnar eru úr fyrri heimsstyrjöldinni og sú síðasta er MacDonald F4B Phantom II, metvél, eða þota öllu heldur. — En hver er sú elzta? — Það er Fokker Dr. 1, flugvél von Richthovens. — Hvaða þota er þetta? spyrjum við og bendum á eina mjög nýtízku- lega á einni hillunni, því í herbergj- um þeirra bræðra eru allir veggir þaktir hillum, sem ýmist eru hlaðn- ar bókum, eða snyrtilegum röðum af ýmsum flugvélalíkönum. — Þetta er F-106, bandarísk orr- ustuþota, ein sú nýjasta. — Og hve öflugur er hreyfillinn? — Hann gefur 17.000 punda þrýst- við að búa til hin ýmsu afbrigði — og fyrirmyndirnar fengum við úr bókum og blöðum um flugmál. Þann- ig eru flest Spitfire-afbrigðin okk- ar búin til úr sömu gerðinni, en við höfum breytt stéli eða vængjum, plastskerminum, „púst rörunum" o.s.frv. Og loks er að mála vélarnar. Það er mesta vinnan. Við reynum að hafa það eins nákvæmt og við getum, skráningarnúmer, flugdeildarnúmer o.s.frv. 5. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS g

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.