Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1963, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1963, Page 1
Sjálfsagt hefur verið búsældar- Jegra um að litast undir Sandfelli þegar Þorgerður landnámskona valdi sér þar verustað heldur en síðar varð, enda munu Öræfin — eða Litlahérað eins og sveitin hét fyrr á öldum — hafa orðið fyrir meiri búsifjum af völdum náttúru- kraftanna heldur en nokkur önnur byggð á íslandi. Tvisvar — sumir segja þrisvar — er talið að hún hafi eyðzt með öllu. í skrá ísleifs sýslumanns Ein- arssonar um eyddar jarðir í Öræfum frá 1712 er þessi saga: Eitt sinn, þá smalinn í Svínafelli, aö nafni Hállur, var búinn að reka heim sauöfé til.mjalta og konurnar farnar aö mjólka, heyröist stór brestur í Örœfajöklunum, svo þau undruöust. Litlu eftir kom annar PRESTSETUR í EYÐI FYRRI HLUTI SANDFELL í ÖRÆFUM Eftir séra Gisla Brynjólfsson Séra Gísli Brynjólfsson E n þessi greinarstúfur átti ekki *ð vera nein ferðasaga. Hann átti held- ur ekki að vera nein lýsing á því sem ber íyrir augu þar sem allt iðar af lífi og starfi snemma vors á íslenzkum •veitabæ. Nei, heldur ætla ég að fara örfáum orðum um stað þar sem þögnin og tómleikinn talar sínu háværa máli til ferðamannsins. Það er á næsta bæ við Svínafell, hinu famla prestsetri Öræfinga — Sandfelli. Við ökum í krókum yfir aura Virkis- ár. Þeir eru orðnir bæði breiðir og bungumyndaðir af framburði ánna, yirkisáir og Falljökulskvíslar. Skammt undan er önnur aurbunga. Hana hefur Kotá myndað. Milii þeirra er allmikU Stórir og sterkir vörubílar kaupfélagsins með trukk- Inn, sem allt fer, í broddi fylkingar hafa komizt heilu og höldnu yfir Skeiðarársand. Núpsvötn og Skeið- ará voru bærileg, en Gýgjukvísl bæði straumhörð og stórgrýtt. En bílarnir ösluðu yfir hana eins og æfðir vatnahestar gerðu í gamla daga, meðan póstar og fylgdarmenn og aðrar nafnkenndar skaftfellskar vatnahetjur voru upp á sitt bezta. Við erum komin í Öræfin. Þetta er snemma vors og lítill sumargróður enn kominn í þessa hlýlegu sveit í faðmi jökulsins, þar sem vorar þó einna fyrst á fsa-köldu-landi. Þess vegna er birkið ennþá svart í hlíðunum hjá Skafta- felli og brekkurnar kringum Svínafell enhþá sinugráar. Já, maður er alltof snemma á ferð til eð njóta hinnar alkunnu sumarfegurð- ar í Öræfum. En það verður ekki „bæði Bleppt og haldið“, eins og þar stendur. Þetta er eini tíminn sem hægt er að komast með hægu móti yfir Skeiðarár- sand. Nú eru allar póstferðir lagðar nið- ur þessa leið, og síðustu Öræfapóstarn- ár, Hannes á Núpstað og Björn á Kálfa- felli, setztir í helgan stein, — fara ekki út af bæ nema í bíl. Þetta er bjartur og stilltur apríldagur og bændurnir í Svínafelli eru þegar farnir að vinna á, fyrirmálslömbin leika eér á túnbalanum og fullorðinslegar ærnar liggja letilega kringum fjárhúsið og.spá framgangi. lág með grasgeira sem breikkar eftir því sem lengra dregur niður á sléttlendið. í kvosinni uppi undir fjallinu, við gráar og grýttar skriður Sandfellsins, hnípir bærinn — prestsetrið í eyði. S andfell er landnámsjörð. Um það segir í Landnámu: Ásbjörn hét maöur, sonur Hey- angurs-Bjarnar hersis úr Sogni . . . Ásbjörn fór til íslands og dó í hafi, en Þorgeröur kona hans, og synir þeirra komu út. En þaö var mœlt að kona skyldi ekki víöara land nema en leiöa mœtti kvígu tvœvetra vorlangan dag sólsetra milli . . . Þvi leiddi Þorgeröur kvígu sína undan Tóftafelli frá Kvíá suöur og í Kiöja- leit hjá Jökulsfelli fyrir vestan. Þorgeröur nam því land um allt Ingólfshöföáhverfi á milli Kvíár og Jökulsár og bjó hún aö Sandfelli. brestur. Sagöi þá smalinn, aö nú vœri ei ráö að bíöa þess þriöja. Síö- an hljóp hann upp í Flosahelli, sem er uppi í fjállinu fyrir austan Svína- fell. Þá kom þriöji bresturinn. Sprungu þá jöklarnir og hleyptu fram svo miklu vatni og grjóti úr hverju gili aö állt fólk og gripir í öllum Öræfum fórust utan þessi eini smáli og einn hestur blesóttur. TJm sumariö, þá þingmenn úr Aust- fjöröum áformuöu til Alþingis, stóö Blesi á kletti einum fyrir austan Fagurhólsmýri og steyptist hann þar ofan fyrir þegar þeir œtluöu aö höndla hann. Síðan var kletturinn kenndur viö hestinn og heitir Blesa- klettur enn í dag. F! kki er gott að vita hve mikið er hæft í sögu þessari. Örnefnið bendir til að einhver fótur sé fyrir henni, en sjálf- sagt eitthvað lagfærð í meðferð kyn- slóðanna. Hitt er víst, að ekki hefur mönnum ætíð þótt byggilegt á Sand- felli á seinni öldum. Sumarið 1773 var Sveinn Pálsson á ferð um Öræfin. Þeg- ar hann minnist á Sandfell í ferðadag- bók sinni, telur hann, að flestir mundu falla í stafi að sjá kirkjuna standa á berum aurnum að kalla má, hvergi sjá- ist stingandi strá kringum bæinn nema túnskikinn og það sé óskiljanlegt hvernig prestur geti framfleytt heilli fjölskyldu á þessum stað. Á þessum tíma var sr. Brynjólfur Ólafsson prestur á Sandfelli. Hann var búsýslu- og dugnaðarmaður. Samt átti hann við bágindi að búa framan af bú- skap sínum. Hann var líka ómagamaður. Kirkja hefur staðið í Sandfelli frá öndverðri kristni og fram á þessa öld, að húr. var ofan tekin og sóknin lögð til Hofs, enda voru þá ekki í henni Framhald á bls. 13 Sandfell í Öræfum. Myndin er tekin af blaðamanni Morgunblaðsins nýlega.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.