Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1963, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1963, Qupperneq 3
L -A. ætlunarbílinn nam staðar. „Hamrahlíð", kallaði bílstjórinn. Ég rei? úr sætinu, þar sem ég hafði setið Ihálfsofandi síðustu klukkustundina. Hiáfboginn og stirður í hnjáliðunum klöngraðist ég fram eftir bílnum milli sætaraðanna. Þegar ég loks komst út úr bílnum og á veginn, var bílstjórinn fyrir löngu kominn út og þotinn aftur fyrir bílinn. Ég hökti á eftir. „Var það nokkuð annað en þessi taska?“ spurði bílstjórinn, þegar ég kom til hans, og um leið skákaði hann minni heljarmiklu handtösku á veginn. „Nei, og þetta þykir mér alveg nóg“, svaraði ég. Svo kvöddumst við, ég og bílstjórinn, og ég þakkaði honum fyrir samveruna. Innan stuttrar stundar var bíllinn kominn á ferð og smáfjarlægð- íst. Hann þyrlaði upp nokkru ryki af þurrum veginum, og það hvarflaði ofur- iítið út af veginum, en féll svo til jarð- ar og hvarf. Ég stóð nú þarna einn með stóru ferðatöskuna í hendinni og horfði á eft- ir bílnum. Svo lagði ég af stað í áttina til myndarlegs bæjar, sem stóð skammt frá. Það hlaut að vera Hamrahlíð. Þeg- ar ég kom að hliði á túngirðingunni, lagði ég frá mér töskuna og ætlaði að fara að opna hliðið. En þá kom telpa hlaupandi að hliðinu. Hraðinn á henni var svo mikill, að síðir, ljósir lokkarn- ír á litla 'höfðinu, þyrluðust og köstuð- ust til. Hún var rjóð og sælleg, augun ljómandi. „Góðan dag“, sagði hún og var auðheyrt á mæli hennar, að hún var móð eftir hlaupin. „Ég skal opna hliðið", bætti hún við. Ég tók brosandi undir kveðju henn- ar og virti hana fyrir mér á meðan hún opnaði hliðið. Hún var há og grönn, andlitsfríð og björt yfirlitum. Svipur- mn bar vott um hýra glettni skynsamr- ar telpu. Það var sannast að segja vorgleði í þessu fallega barnsandliti. „Ég heiti Sveinn Karlsson, en hvað heitir þú?“ sagði ég um leið og hún opnaði hliðið og við tókumst í hendur. Hendi hennar var smá, samanborið við annnan líkamsvöxt og handtakið snöggt, en þó hlýlegt. „Ég heiti Sigríður Jóhannsdóttir", eagði hún frjálsmannlega og var rödd- in skýr og björt. „Nú, svo að þú ert dóttir bóndans hérna í Hamrahlíð". „Já. Pabbi bað mig að fara á móti þér og fylgja þér heim. Svo átti ég að segja þér að vera velkominn". „Nei, þeim þykir það bara gott“, svar- aði hún samstundis. En nú vorum við komin heim að bæn- um og Sigríður litla bauð mér kurteis- lega inn. sá hann Eftir séra Jón Kr. ísfeld Ég brosti. „Þakka þér kærlega fyrir. Þetta þykir mér vænt um að heyra. Þá veit ég, að ég get kunnað við mig þessa aaga, sem ég ætla að vera hérna“. Við gengum þögul um stund, meðan ég virti íyrir mér umhverfið. Bærinn stóð í brekkuhalla, skammt fyrir neð- an háa hamra, sem hann auðsjáanlega bar heiti af. íbúðarhúsið var allstórt, einlyft, með háu risi og var kvistur á risinu. En úti um túnið stóðu gripahúsin, líkt og þeim hefði verið dreift þar í flýti og af handahófi. Heim að bæn- um var kerruvegur, svo að við Sigríður litla gengum samhliða. I* egar ég hafði virt umhverfið fyrir mér. spurði ég hana um ýmislegt, bæði af heimili hennar og úr sveitinni. En einkum spurði ég hana þó um hana sjálfa. Úr spurningum mínum leysti hún óþvingað. Það var ekkert hik í svör- unum, en þau voru stundum varfærnis- lega orðuð. Hún ætlaði sannarlega ekki að lala af sér. Skyndilega spurði ég: „Heldurðu nú að pabba þínUm og mömmu þyki ekki skrýtnar þessar jarð- vegsrannsóknir mínar?“ Ég sá það ekki fyrr en ég hafði skellt' spurningunni fram, að hún gat komið þessu saklausa, sannleikselskandi barni óþægilega, ef foreldrar hennar litu smáum augum á starf mitt, eins og ýmsir, sem ekki vissu í hverju það var raunverulega fólgið og kunnu þar af leiðandi ekki að meta það. E, mér úti við, þegar hún gat komið þvl við. Hafði ég óblandna ánægju af því að tala við hana, svona skýra og skemmti lega. Hún átti tvo bræður, sem báðir voru eldri en hún, en ánægjulegt var að sjá hversu innilega systkinin elskuðu hvert annað. Stríðni, keskni eða annað slíkt virtist óþekkt fyrirbæri hjá þess- um sýstkinum. Einu sinni sagði Sigga litla, — eins og hún var kölluð — að hún ætlaði alltaf að vera í Hamrahlíð með bræðrum sínum og foreldrum. Við ræddum talsvert um þessa framtíðar- áætlun hennar. Var undursamlegt að heyra hversu fullorðinslega þessi 10 ára telpa talaði um’ framtíðina. Hún gerði ráð fyrir því, að bræðurnir myndu eignast konur, þegar þeir væru orðnir alveg fullorðnir, eins og hún orðaði það. , Af því að Hamrahlíð var ekki nógu stór jörð, myndu kannski bræðurnir þurfa að byggja nýbýli. En þeir höfðu sagt henni, að þeir ætluðu þá að byggja í Hamrahlíðarlandi, svo að þau gætu öll verið saman. Sigga litla ætlaði að vera hjá foreldrum sínum, því að þau myndu þurfa sín svo mikils með. Ég skaut því þá að henni, hvort hún ætl- aði ekki að giftast. Jú, hún var ákveð- in í því að giftast. En maðurinn henn- ar átti að vera góður og vilja vera hjá foreldrum hennar eins lengi og þau þyrftu þess með. Út frá þessu fórum við að tala um framtíðaráætlanir henn- ar, þegar hún væri farjn að búa. Það var einkennilega bjart og fagurt yfir framtíðaráætlunum hennar, líkt og hinu ljósa. bjarta yfirliti hennar hið ytra. Ég varð ekki var við neitt, sem gat varp- að skugga á eina einustu hugsun þessa yndislega barns. Heimilið hennar átti að vera fyrirmyndarheimili, ekki bara að húsbúnaði, heldur allt hvítt og fágað. Bióm ætlaði hún að hafa úti og inni. Blómin voru vinir hennar. Hún sagðist oft tala við þau og þau hlustuðu, sagði hún. Hún sagði, að blómin væru alltaf góð og þess vegna væri það ljótt að vera ekki góður við þau. Já, það var margt, sem hún sagði við mig. Hún fylgdi mér niður að bílnum, ásamt föður sínum. Þegar ég kvaddi hana, laut ég niður að henni og kyssti hana á rósrauðan vangann. Þetta voru fyrstu kynni mín .af þessu elskulega barni. I g dvaldi rúmlega fjóra daga í Hamrahlíð. Sigriður litla var alltaf með dag hefir verið yndisfagur sum- ardagur. En það eru liðin nærri 6 ár síðan ég dvaldi í Hamrahlíð. Rétt eftir hádegið í dag hringdi Jónas læknir, gamall skólabróðir minn, til mín. Ég heyrði undir eins, að honum var talsvert mikið niðri fyrir. Það var Framhald á bls. 13. Séra Sigurður Einarsson i Holti Bergmál gamalla stefja Mæltu fátt, en segðu satt, sæktu hátt, þótt títt sé latt. Æðrast smátt, þótt bjóðist bratt bjóddu sátt, ef fólsku er att. Horfðu inn um hjartans svið, herði stinnan málaklið. — Ef þú finnur engan frið í eigin sinni, er fátt um grið. Brostu hljótt þótt hlæi dátt hávær drótt og staupasátt. Næsta skjótt í ýmsa átt er á flótta gaman kátt. Einn að vera var og ör, voga að bera svipul kjör, þorðu að gera glæfraför glyms yfir sker með bros á vör. Skíni sól um sund og ál, sunnangjóla yndismál þíði bál, en þagni stál, þá eru jól í vorri sál. 33. tölublað 1963. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.