Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1963, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1963, Side 5
NÓBELSVERÐLAUNAHÖFUNDUR 1963 María Seferis óskar manni sínum til hamingju me'ð Nóbelsverðlaunin Oíorgos Seferis (sem er skálda- nafn, eiginlegt ættarnafn hans er Se- feríades) er fremsta ljóðskáld Grikkja, þeirra sem nú eru uppi, og hefur verið þar í fylkingarbrjósti síðastliðin þrjátíu ár. Um það má sífellt deiia, hvaða skáld skari ómótmælanlega fram úr, og sýn- ist hverri kynslóð sitt. Sú kynslóð sem nú er komin yfir miðjan aldur mundi sennilega telja Angelos Síkelíanos (1884—1951) mesta ljóðskáld Grikkja á þessari öld, en í augum yngri kynslóða ber þrjá aðra menn miklu hærra í bókmenntum Grikkja, þá Konstantínos Kavafis (1863—1933), Nikos Kazantza- kis (1883—1957) og Seferis. Gíorgos Seferis er fyrsti Grikki sem hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels, en bæði Síkelíanos og þó einkanlega Kazantzakis höfðu verið orðaðir við þau. Þykir mörgum sem þar hafi vitringun- um átján í sænsku akademíunni orðið á í messunni, er þeir létu undir höfuð leggjast að veita Kazantzalcis verðlaun- in, því hann verður sennilega þegar frá líður talinn einn af snillingum þessarar aldar, bæði fyrir skáldsögur sínar og ekki síður fyrir hið geysilanga og heill- andi rómantíska söguljóð „Ódysseifs- kviðu“, sem er nokkurs konar fram- hald á Ódysseifskviðu Hómers. S eferis er af allt öðrum toga en Kazantzakis, afkastalítill, hljóðlátur, innhverfur og fremur bölsýnn. Það sem fyrst og fremst einkennir ljóð hans er vandvirkni og sérkennileg tilfinning fyr- ir máli og myndum. Hann hefur verið „landflótta" lengst af ævinnar, og setur það sterkan svip á skáldskap hans. — Hann fæddist í Smýmu (sem nú nefn- ist Izmír) á vesturströnd Litlu-Asíu, en hraktist þaðan ásamt fjölskyldu sinni í byrjun fyrri heimsstyrjaldar. Seferis lagði stund á laganám bæði í Aþenu og París, en gekk síðan í utanríkisþjón- ustu Grikklands. Þar starfaði hann til ársloka 1961 og var sendiherra Grikkja í Lundúnum siðustu fjögur árin, 1957— 1961. Átti hann m.a. sinn þátt í farsælli lausn Kýpurdeilunnar. í seinni heimsstyrjöld fór Seferis með grísku útlagastjórninni til Egyptalands, en dvaldist einnig um skeið í Suður- Afríku og Palestínu, eins og fram kem- ur í ýmsum ljóðum hans, en skáldskap- ur hans er í vissum skilningi „ævisaga" eða lífsannáll skáldsins. En þó Seferis hafi víða farið og dvalið langdvölum fjarri ættlandinu, hefur það fylgt honum á öllum ferðum hans, verið honum sífelld uppspretta innblásturs og andlegra afkasta. Þetta grýtta og hrjóstruga land með ótöluleg- um minjum um forna glæsitíð er eins og viðlag við allan skáldskap hans. Klappirnar, fururnar og litlu hvítu kapellurnar á hæðum og fjallstindum, háborgirnar, musterin og meira eða minna lemstraðar líkneskjur fornaldar- innar: þetta eru hin síendurteknu tákn í ljóðum Seferis. Og svipað má segja um hinn forna bókmenntaarf. „Hómer er jafnan í hjarta mínu,“.sagði hann á dögunum, enda mun ekki fjarri sanni að hann kunni bæði Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu utanbókar. Aiskýlos fyrsta mikla harmleikaskáld Grikkja, er honum einnig mjög hjartfólginn. Af nútíðarskáldum hafa þeir T. S. Eliot og Ezra Pound skipt Seferis n?estu máli, einkum sá fyrrnefndi. — Ljóð Eliots, „Marina“ varð honum í öndverðu fersk opinberun, en síðan hef- ur hann snúið mörgum af vérkum meist- arans á grísku, m.a. „The Waste Land“, og þótti sú þýðing bókmenntaviðburð- ur í Grikklandi. Fynsta ijóðabók Seferis, „Strófí" (Vegaskil) kom út árið 1931 og vakti strax athygli. Má heita að hún hafi valdið þáttaskilum í gi-ískiá ljóðlist. Áratugurinn eftir útkomu hennar var eitt frjósamasta og fjörugasta skeið griski'a nútímabókmennta. Þá komu fram ljóðskáld eins og Ódysseas Elýtis, D. I. Antóníou og Nikos Gatsos, sem ailir hafa sett sterkan svip á grískar bókmenntir. Jafnframt komu út mörg og fjölbreytt bókmenntatímarit, þeirra merkast „Ta Nea Grammata“ (Nýju bókmenntirnar), sem þeir ritstýrðu Giorgos Katsimbalis og Andreas Kar- antónis. (Þeir sem lesið hafa hina stór- skemmtilegu bók eftir Henry Miller um Grikkland, „The Colossus of Maroussi" kannast sennilega við sum þessara nafna. Katsimbalis er sjálf „söguhetja“ Millers, „The Colossus", en þar koma einnig við sögu Antóníou, Seferis og Lawrence Durrell, sem nú er orðinn heimsfrægur fyrir „Alexandríu-kvart- ett“ sinn). Næsta bók Seferis, „Mýþistóríma” (Goðsaga, 1935), er samfelldur ljóða- flokkur sem íjallar á beinan og með- vitaðan hátt um Ódysseif nútímans og leit hans að heimkynni á jörðinni. Hún vakti j afnvel enn meiri athygli en fyrri bókin, þó ekki væri hún mikil að vöxt- um. Heiti bókarinnar, sem merkir bæði „goðsaga" og „skáldsaga", er samsett úr orðunum „mýþos“ (goðsögn) og „istó- ría“ (saga). Seferis segir sjálfur um þetta heiti og val sitt á því: „Goðsögn, af því ég hef fært mér í nyt á einkar augljósan liátt ákveðna goðafræði; saga, vegna þess að ég hef reynt að tjá í talsverðu samhengi aðstæður sem eru eins óháðar sjálfum mér eins og þær persónur sögunnar sem sveipaðar eru goðsagnabjarma.“ Siðan hafa komið frá hendi Seferis sjö ljóðabækux-, meðal þeirra tvær svonefndar „Leiðarbækur" og bók tileinkuð Kýpur. I ritgerð sem Seferis samdi um næstsíðustu Ijóðabók sína, „Þröst“, segir hann: „Eg er tilbreytingarlaus og þrá- kelldnn maður, sem í samfleytt tuttugu ár .... hef ekki látið af að segja sömu hlutina aftur og aftur.“ Eklti er fjarri sanni, að þannig sé skáldskap Seferis háttað, en kannski er nærlægara að segja, að obbinn af ljóðum hans sé einn samfelldur bálkur, nokkurs konar „Ódysseifskviða" nútímaskálds. Sam- ræmi og heildarsvipur verksins stafa af sifelldri endurtekningu sömu stefja og samkynja viðhorfum skáldsins við nútið og fortíð. í öllum þessum Ijóðum er „sögumaður", sem stundum er nefnd- ur „Stratis sjómaður“, en venjulega er hann einungis nafnlaust „ég“. Þessi „sögumaður" er arftaki hinnar fornu hetju og heimshornaflakkara og talar nú fyi'ir munn allra þeirra samtíðar- manna, sem þjakaðir eru af rótleysi og útlegð, sem þrá að finna aftur sína týndu paradís eins og Ódysseifur þráði forðum heimkomxxna til íþöku. í skáldskap má nota goðsagnir með ýmsu móti. Hjá sumum skáldum (Síkelíanos er gott dæmi) verða þær táknræn og vitsmunaleg umgerð um skáldsýnina. Hjá öðrum vekja þær ein- ungis máttuga tilfinningu, sem erfitt er að skilgreina en skapar samt sterkan hugblæ. Hjá Seferis gegnir goðsögnin ekki fyrs-t og fremst því hlutverki að túlka andlega eða vitræna innsýn, held- ur miklu fremur að tjá með drama- tískum hætti hugarástand sem virðist vera mjög almennt á þessari öld. S eferis nefnir stundum sægarp- inn forna, Ódysseif, „föður“ sinn, og í rauninni er það vofa hans, skipstjórinn, sem er „sögumaður" skáldsins. Það er hann sem hefur orðið í kvæðabálkun- um „Goðsaga“ og „Þröstur", en seinna ijóðið dregur nafn sitt af skipi sem fói'st undan ströndum Attíku. Það er þessi sami skipstjóri sem skýrir skáldinu frá „kvalræðinu sem grípur þig þegar minningin fyllir segl skipsins“; fi'á „þeirri beisku reynslu að sjá förunautana færða í kaf af höfuð- skepnunum, týnast einn af öðrum“; frá því „hve kynlega kjarkurinn vaknar á ný við að tala við þá sem dánir ei'u, þegar þeir sem eftir lifa duga ekki lengur“. Þessi þrjú stef, sem rekja má til goðsögunnar um Ódysseif, ganga eins og rauður þráður gegnum ljóðlist Sefer- is. Þau eru að sjálfsögðu nátengd ör- lögum skáldsins, bæði í sambandi við endanlegan missi bernskuheimilisins í Smýrnu árið 1922 og „útlegð“ hans í utanríkisþjónustu lands síns. En það sem mestu varðar er að hér er um að ræða tilfinningar sem eiu sameiginleg- ar flökkumönnum og útlögum allra tíma, og að með tilvísun til goðsögunn- ar fá þessar almennu sögulegu stað- reyndir dramatíska reisn og fyllri merk- ingu fyrir nútímamanninn. Hin stei'ka kennd saknaðar og „útlegðar" kemur fram með nokkuð öðrum hætti í ljóði, sem margir gagn- rýnendur telja bezta Ijóð Seferis, „Kon- unginum í Asínu“. Hin goðsögulega uppspretta Ijóðsins er Ilíonskviða: brot úr setningu sem greinir fi-á því að kon- ungurinn í Asínu hafi verið meðal kappanna sem sigldu til Tróju. Vett- vangur ljóðsins er virkisiústir Asínu- borgar á hæð einni nálægt Navplíon. Setningarbrotið, sem nú er flestum gleymt, og virki konungsins, sem er eklci annað en grafreitur steina, eru einu leifar þeirrar paradísar sem Ódys- seifur nútimans leitar að og reynir að vekja aftur til lífs. En bak við táknin, sem verða á vegi skáldsins, er einungis tóm fortíðarinnar, tóm reynslu sem nú er ekki annað en minning, tóm tilfinn- inga sem tíminn hefur steingert, og loks tómið innra með skáldinu. I þessu ljóði kemur einkar skýrt fram sá eiginleiki Seferis sem er hvað æsi- legastur: hæfileiki hans til að vekja hugblæ líðandi stundar með táknum sem bregða birtu yfir foi'tíðina og sögu þjóðar hans; leikni hans að tjá hugar- far nútímamannsins með skírskotun til þeirra þátta sem einkenna Grikkland og 33. tölublað 1963. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.