Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1963, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1963, Síða 6
Orikki: landslagið, bókmenntirnar, áþreifanleg og goðsöguleg fortíð þjóðar- innar. A f öðrum stefjum, sem mjög koma við sögu í ljóðlist Seferis, má r.efna konuna í sínu tvíþætta hlutverki móður og ástmeyjar, almúgamanninn sem er skáldinu áleitin ráðgáta, náttúr- una og dauðann. í umsögn sænsku akademíunnar segir, að Seferis hafi m.a. hlotið bókmennta- verðlaun Nóbels fyrir „mikilsverðan skáldskap hans sem innblásinn sé af hellenskum menningararfi“. Þessi skil- greining á skáldskap hans er rétt, svo langt sem hún naer, en hinu má ekki gieyma, að ljóðlist hans er ekki síður sprottin úr jarðvegi þessarar aldar, úr hversdagsleik hins miskunnarlausa og oft meiningarlausa lífs nútímamannsins sem týnt hefur flestum miðum, en neitar að leggja árar í bát. Þrátt fyrir mikla menntun hefur skáldið forðazt hefðbundna og hástemmda mælgi, en leitað í stað þess að þeim einfalda sann-' leik sem geri ljóð hans gild. „Söngurinn er orðinn svo ofhlaðinn tónlist að hann sekkur, list okkar hefur verið skreytt þar til gullið gróf sundur ásjónu henn- ar,“ segir hann á einum stað. Hann hef- ur valið sór hljóðskrafið, og fyrir bragð- ið hefur raust hans nú borizt til endi- marka jarðar. ★ Það skal tekið fram til að girða fyrir hugsanlegan misskilning, að Ijóðin, sem hér birtast í íslenzkri þýðingu, hafa sama form og á grísku. Sigurður A. Magnússon. | SVIPMYND | Framhald af bls. 2 ýmsum ummælum, vingjarnlegum í ga-rð austrænna rikja, og það hafði enn ýtt undir hann, hve kæruleysislega framámenn í Guineu höfðu trúað kommúnistum fyrir kennslu hersveita sinna. En þrátt fyrir þetta hefði komm- únistamir getað sloppið hjá þessu, ef þeir hefðu gefið Touré gaum og hug- myndum hans, Sem virtust svo líkar þeirra eigin hugmyndum. En þess í stað lögðu þeir sama — eða líkan — skilning í hugtök eins og nýlenduveldi og and-nýlenduveldi, alríkisstefnu og and-alríkisstefnu, frið og ófrið, og töldu það vera eitt og sama hugtak hjá háð- um aðilum. Og samt hafði Touré oftar en einu sinni lagt á það áherzlu, að öll hug- myndafræði stéttabaráttu kommúnism- ans væri honum andstyggð. „í Afríku eru engar stéttir — hvað þá fjandsam- legar stéttir". Og ennfremur bar hann — og bar enn — heldur litla virðingu fyr ir guðlausri efnishyggju. í fróðlegu við- tali lét hann eitt sinn svo um mælt, að Marx-Leninismi, gæti verið ágætur til að gera grein fyrir þjóðfélagslegu og hagfræðilegu ástandi, en neitaði jafn- framt tilveru guðs: „En nú á dögum munuð þér ekki rekast á einn karlmann eða konu í Afríku, sem ekki trúir á guð. Jafn- vel þótt einhver segist elcki gera það, eða telur sig skurðgoðadýrkara, er hann samt trúaður". Og enn kvað hann: „Okkar tilveru væri lokið, ef við skriðum inn í eitthvert hýði óraun- hæfrar heimspeki. Og henni væri enn fyrr lokið ef við færum að heimta, að Afríka eða Guinea færi að játa tilveru eða ekki-tilveru guðs. í stuttu máli sagt: Við höfum engan áhuga á heimspeki“. Það er Afríka ein saman, sem ríkir 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og ræður yfir bugsunum og tilfinning- um þessa manns, sem með sinn krafta- lega vöxt og valdsmannlegu framkomu, virðist vera allt annað en viðkvæmur hugsuður, en er það samt á háu stigi. — Áhugamál hans er Afríka, framtíð henn- ar og eining, en alls ekki framtíð og eining einhvers alheims öreigafélags eða alþjóða-sósíalista. Hann hefur geng- ið að þessu viðfangsefni á sinn eigin persónulega hátt, og mætt meira mót- læti en meðlæti á þeirri leið. Samband- ið, sem hann stofnaði til við Mali og Ghana og hugsaði sér sem kjarna Banda- rikja Afríku, er enn ekki til nema á pappírnum. Aðstoðin, sem hann hefur veitt uppreisnarflokkum á Fílabeins- ströndinni, Kamerun og í fleiri löndum hefur fjarlægt hann valdamönnum á miklum hluta meginlandsins. Casa- blanca-sambandið hefur hvað eftir ann- að sýnt vanmátt sinn til frekari sam- einingar Afríku. Hugsjónir og veruleiki. Þ að, sem Touré taldi höfuðverk- efni sitt, hefur heldur ekki haft heppn- ina með sér. Guinea varð ekki fyrir- myndarríki meginlandsins, heldur til- raunastöð fyrir sundurleitar hugmynd- ir og hugmyndafræði, og baráttumenn þeirra — sem sjálfir voru enn ófull- komnari. Fyrirætlanir um áætlaða og sameiginlega hagstefnu fór svo hrapal- lega út um þúfur, að trú landsins á óskeikulleik foringjans varð fyrir miklu áfalli. Andstöðuflokkar hafa risið upp innan' og utan P.D.G. og verkalýðsfélag- anna, hópar, sem hlusta daufum eyrum á fyrirskipanh' Tourés. Það sem gerir Touré svo erfitt fyrir um stjómaTstörf, eru þessir hvimleiðu árekstrar, sem eru svo algengir í stjómmálum, með hug- sjónunum og raunveruleikanum. And- litssvipur hans, göngulag og tilburðir, allt þetta sýnir erfiðleikana og von- brigðin, sem hrjá hann, og hann hefur elzt um að minnsta kosti tíu ár á síðustu fjórum. >að sem líklega liggur þyngst á honum, er hugsunin um það, að hann verði að ganga inn á mála- miðlanir, finna krókaleiðir og fresta að- gerðum til að ná markmiðum sínum. Touré virðist nú vera farinn að stefna að hógværð, enda þótt hún væri aldrei neitt höfuðeinkenni hans. Hann hefur breytt upprunalegu þriggja ára áætlun- inni, horfið frá samyrkju-fyrirætlunum og opnað aftur dyr Guineu upp á gátt fyrir einkaframtaki annarra þjóða. Sam- skipti hans við vestræn ríki eru nú orðin laus við viðkvæmni og óvild, og enda þótt hann bæri lengi þungan hug til de Gaulle, fyrir að skáganga hann árið 1958, þá fékk fransk-alsírski samningur- inn í Evian hann til að lofa „mikilleik Frakklands og de Gaulles“, berari orð- um en nokkur annar Afríkuleiðtogi lét sér um munn fara. Alsírsamningurinn — sagði Touré berum orðum — mundi varpa geislum sínum á framtíðar-sam- skipti Guineu og Frakklands. Afrískur raunsæismaður. Hvort sem gjörðir fylgja þessum orðum eða ekki, virðast Guinea og Sékou Touré einráðinn — við lok fyrsta fjögurra ára tímabils Guineu sem sjálf- stæðs ríkis, að forðast snöggar stefnu- breytingar, skörp viðbrögð og hvatvís- legar framkvæmdir. Þessi afríski draum- óramaður virðist vera orðinn afrískur raunsæismaður, enda þótt áhorfendur utan Afríku geti haft tilefni til getgátna, heilabrota og efasemda. Touré er og verður alltaf Afrikumaður, og þess vegna hefðbundinni evrópskri hugsun, torskilinn. (Forum Service). Úr „GOÐSÖGU" Framhald af bls. 1 III. / „Mundu baöiö þar sem þú varst drepinn Aiskýlos i Ég vaknaði með þetta marmarahöfuð í höndunum, I Þa® örmagnar mig í olnbogunum og ég veit ekki hvar á að . . leggja það. Það datt inní drauminn þegar ég var að fara útúr draumnum, svo örlög okkar fléttuðust og verða vart greidd sundur aftur. Ég horfi á augun: hvorki opin né lukt, ég tala við munninn sem látlaust reynir að mæla, ég held um kinnarnar sem hafa farið úr skinninu. Ég á ekki meiri mátt: hendur mínar hverfa og koma til mín aftur limlestar. IV. Argó-liöiö Og sálin, vilji hún þekkja sjálfa sig, verður hún að horfa inní sál: ókunna manninn og óvininn, hann sáum við í speglinum. Förunautarnir voru vænstu piltar, þeir kvörtuðu ekki, - hvorki um erfiðið, þorstann né frostið, háru svip trjánna og háranna sem sætta sig við v.ind og regn, sætta sig við nótt og sól ánþess að breytast í umskiptunum. Þeir voru vænstu piltar, dögum saman sveittust þeir undir árum, niðurlútir, drógu andann samtaka, og blóðið roðaði undirgefið hörund. Stundum sungu þeir, niðurlútir, þegar við sigldum hjá eyðieynni með þyrnifíkjunum í vestri, handanvið höfða hundanna sem gjamma. Vilji hún þekkja sjálfa sig, sögðu þeir, verður hún að horfa inní sál, sögðu þeir, og árarnar lustu gull hafsins í sólarlaginu. Við sigldum hjá mörgum höfðum, mörgum eyjum yfir hafið sem liggur að næsta hafi, mávum og selum. Stundum grétu ósælar konur og syrgðu týnd börn sín, og aðrar leituðu vitstola að Alexander mikla og orðstír sem sökk í djúp Asíu. Við lögðumst við akkeri á ströndum þungum af næturilmum með söng fugla, vötn sem skildu eftir á höndum okkar minningu um mikla hamingju. En á ferðalögunum varð ekkert lát. Sálir þeirra runnu saman við árarnar og keipana, við alvöruþunga ásjónu stafnsins, við kjölfarið, við vatnið sem splundraði mynd þeirra. Förunautarnir létust einn af öðrum, niðurlútir. Árar þeirra marka legstaðinn á sjávarströndinni. Enginn man þá. Réttlæti. V. Við þekktum þá ekki það var vonin í djúpinu sem sagði að við hefðum þekkt þá frá fyrstu bernsku. Við sáum þá kannski tvisvar, síðan héldu þeir til skipanna; farmar af kolum, farmar af korni, og vinir okkar týndir að eilífu handan úthafsins. Dögunin finnur okkur hjá þreyttum lampa, teiknandi á blað afkáralega og með erfiðismunum báta, hafmeyjar eða skeljar; undir kvöld förum við niðrað fljótinu afþví það vísar okkur veginn til hafs; og við eyðum nóttunum í kjölluruin sem lykta af tjöru. Vinirnir yfirgáfu okkur kannski sáum við þá aldrei, kannski hittum við þá þegar svefninn flutti okkur ennþá uppað andandi bárunni, kannski leitum við þeirra afþví við leitum annars lífs handanvið líkneskjurnar. 33. tölublað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.