Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1963, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1963, Blaðsíða 11
- SIGGI SIXPENSARI - — Þú lig-gur þarna og lætur þig dreyma, bíður bara eftir því að þér sé sinnt. Þú veizt ekkert um það, sem gerist í lieiminum! — Víst veit ég hvaS gerist í heiminum. Ég 'skil bara ekkert af því! A erlendum bókamarkadi Weltburgetum und Nationalstaat. Fr. Meinecke. Múnchen: Olden- burg 1963. (Werke, Band V.). Síðasta bindið í ritsafni eins Iremsta sagnfræðings þjóðverja. Weltgeschichte der Gegenwart. Felix von Schroeder. 2 Bande. Bern: Francke 1962. tetta er nokkurskonar framhald á ,3istoria Mundi“, þægileg handbók. Italian Sketches. Maurice Rowdon. Gollanz, 21s. 1963. Höfundurinn hefur búið á Ítalíu, Fyrstu frímerkin, sem gef in eru út í tilefni af Olym- piuleikjunum, sem haldnir verða í Tokio á næsta ári, eru þegar komin út. Gera má ráð fyrir að í vetur og næsta vor verði gefið út all mikið af Olympiufrímerkj- um. En það er ekki nóg að hugsa um óútkomin frímerki Nú fer að verða hver síðast ur að ná í mörg eldri Olym piufrímerki á skaplegu ver- ði og þá sérstaklega þau, sem gefin voru út í sam- bandi við leikina í Róm 1960 Meðal hinna beztu eru talin þau grísku og ítöl- sku og ekki má heldur gley ma settinu, sem San Mar- ino gaf út, öll þessi frímerki eru enn fáanleg á viðráðan- legu verði, en gert er ráð fyrir að þau hækki fljót- lega úr þessu. og dregur upp myndir úr daglegu lífi þjóðarinnar, minnir aðeins á ferðalýsingar D. H. Lawrence. Land of Tempest. Travels in Pata- gonía. Eric Shipton. Hodder & Stoughton, 25s. 1963. Ferðabók um Patagóníu, rituð af frægum fjallamanni og ferðalang. The Discovery of Australia. Andrew Sharp. Oxf. Univ. Press, 50s. 1963. Höfundur álitur að Ástralía hafi fyrt fundizt 1606, og að það hafi verið hollenzkir sæfarar á skipinu Duyfken. Landnámssaga Ástralíu er Þann 5. nóvember verða gefin út fimm ný norsk frí- merki.' Verðgildi: 30, 55 og 85 aurar, með mynd af fiski og kornaxi og 65 og 80 aur- ar með mynd af gamalli norskri kirkju. Frímerkin eru teiknuð af professor Arne Holm, þeim sama, sem teiknaði Evrópumerkin í ár. síðan rakin fram á miðja 19. öld. Ágætt rit. The International Who’s Who 1963 —’64. Europa Publ. Ltd. £ 6.10s. Nauðsynleg handbók. Merchants Make History. Ernst Samhaber. Harrap, 30s. 1963. Læsileg bók. Saga verzlunar frá dögum föníka fram á okkar daga. Seíect Letters of Voltairc. Transl. and ed by Theodore Bestman. Nel- son, 30s. 1963. Voltaire lét eftir sig um 20.000 bréf, úrval þeirra er að finna í þessari bók. The Rise of the West. William H. McNeill. London Office, 6A Bed- ford Square W.C. 1. Höf. setur fram skoðanir andstæðar Toynbee og Spengler, bókin er &40 síður með 300 myndum. Athyglis- verð bók. Europáische Wandteppiche. Dora Heinz. Braunschweig: Klinkhardt & Biermann 1963. Samanburður á veggteppum og mál- verkum. Aðaláherzlan lögð á verk þeirra, sem gerðu frumuppdrættina, málara og teiknara. Das Buch der heiligen Gesánge der Ostkirche. E. Benz, H. Thurn u. C. Floros. Hamburg: Furche-Verl. 1962. Safn sálma og bæna austur róm- verzku kirkjunnar í þýzkri þýð- ingu, bókinni fylgir hljómplata með upptökum af grískum og rússnesk- um sálma- og bænasöng. II. C. Andersens Köbenliavn. R. Broby-Johansen. Gyldendal 1963. Bækur R. Broby-Johansen um Kaupmannahöfn eru mjög vin- sælar, og þessi bók verður það einn- ig. Hann fylgist með gamla mann- inum um borgina í þessari bók. Ægyptisk Kunst. A & B. Forman. Fremad 1963. Listaverkamyndir úr Kairo safninu, sem er fullkomnast safn í egypskri list í heimi. Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR HOMO VERUS Otrúlegt, en þó satt, fyrirsögnin þýðir sannur maður. Ætla mætti af blöðum vorum, útvarpi og samtölum manna á meðal að önnur mál stæðu hjarta manna nær: „Hver skyldi vera hinn snjallasti svindlari? Hver skyldi ná mestu af náunga sínum fyrir ekki neitt án þess að flækjast í neti laganna? Og hvernig verða þær listir lærðar?“ Einn og einn maður spyr þó um sannleikann. Til eru þeir, sem vilja verða sannir menn ef takast mætti án ófriðar við lygina og svindlið. Ekki ætti að þurfa að segja oss hvað sann- leikur er — til hvers er öll vor menntun? Fræðsla vor hvílir á sannleikshugtaki, hinu intellektrúalistiska, þar sem sannleikur- inn er-sama sem adequatio rei et intellectus. Sá sem ekki stenzt þær kröfur — með hæfilegum afslætti, stenzt ekki próf. Minna má á önnur sannleikshugtök, svo sem vísindanna (scientiae) lífsvizkunnar eða spekinnar (sapientiae), hið pathetiska sann- leikshugtak, hið díalektiska, og síðast en ekki sízt, abstract- sannleikann, svo félegur sem hann er. Nú gerir það engann að sönnum manni að glíma hugrænt við þessi hugtök án tillits til staðar, stundar og eigin stöðu í heiminum. Menn geta verið á leiðinni til að verða sannir menn án þess að gera sér vitsmunalega grein fyrir þeim! Þeir geta verið í samræmi við þá lífsáætlun, sem leiðir þá inn í sann- leikann, þótt þeir séu ekki lærðir í þekkingarfræði. rrtvennt er erfitt að færa sönnur sönnur á: Annað er sannleik- ■■■ ur sé til, hitt að sannleikur sé lygi æðri. Hið fyrra vita þeir, sem lesið hafa Nietzsche og skylda höfunda, hið siðara kannast allir við, sem fylgjast með pólitík og vita af hve mikilli snilld saman má tvinna sönnu og ósönnu eftir því sem á við lýð, sem spyr eftir þægindum og ánægju, en lætur æðri verðmæti lönd og leið. Svo vel vaxin, prúðbúin og ilmandi er einatt lygin að menn lifa glaðir í hennar ríki og undir hennar valdi og vilja þaðan hvergi fara. Að taka lífslygina frá tækifærissinnuðum elskhugum hennar er að taka frá þeim hamingju þeirra, undir- stöðu tilverunnar og jafnvel lífið sjálft, sbr. Ibsen. Geri nú einhver þetta í þjónustu sannleikans, þá verður bæði þjónninn — og enn meir þó sannleikurinn — ægilegur og fráhrindandi, enda stendur oss ótti af honum, og þessi ótti veldur því að menn hverfa aftur og aftur frá því að leggja upp í þá erfiðu göngu, sem leiðir þá inn í sannleikann. Er þá nokkurt vit í að lðita sannleikans þegar lygin hefir upp á að bjóða unaðssemdalíf í veröldinni með sætleik og þægi- legum ilm ásamt ægilegu valdi og mikilli mælsku? Og hins vegar stendur sannleikurinn hár og fjarlægur, harður og frá- hrindandi — og að því er virðist, jafnvel drembilegur, þar sem lygin er hvers manns hugljúfi. ¥¥ér ber að hugleiða reynslu margra manna: Skyndilega hefir lygin afhjúpað sig sem „Satans táldræg sjónhverfing" og allur yndisleikur hennar orðið að engu. Hins vegar lifum vér af sólinni, þótt hún sé hátt uppi, heit og fjarlæg, og það jafnt þótt vér séum ekki sjálfir neinar sólir. í sögu mannkynsins er greint frá einum sönnum manni — og mörgum, sem að mark- inu stefndu og ætla má að hafi náð því. Hinn eini sanni sagði ekki abstract: Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsan, heldur concret: Ef þér standið stöðugir í orði mínu, þá eruð þér sann- arlega lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa. Með þessu er boðið upp á tilraun (ekki töfraformúlu) til þess að tileinka sér sérstaka gerð þekkingar, samfélagsþekkingu, sem gerir þá kröfu til mannsins að hann standi stöðugur í henni, og það verður að- eins gert með því að velja. Milli hvers ber hér að velja? Milli lyginnar annars vegar og hins vegar trúmennsku við sannleik- ann í kærleikanum. Hin síðari leið mun gera menn fljálsa og sanna menn. K. S. Stanislavsky (1863-1963). Mos- cow 1963. Bók hclguð hundrað ára afmæli þessa fræga rússneska leikara. í henni er að finna samsafn minninga um S., bréf, greinar og sögur um hann og ágætt myndasafn, margir frægir listamenn rússneskir eiga hlut að bókinni. 33. tölublað 1963, LESBÖK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.