Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1963, Qupperneq 12
Ikórskvompu fyrir ofan Hvannstóð-
ið var einn maður skilinn eftir til að
annast undirsetu, en hinir fóru á bandi
niður. Aðstæður voru hinar verstu fyrir
undirsetumanninn, er sat á lausu grjóti
inni í gapanum svo þröngt að hann mátti
sig naumast hræra og ekkert pláss fyrir
brúnamann.
Ekkert mátti út af bera, hryti undirsetu
maðurinn fram af var hann viss með
að taka þá með sér, sem komnir voru
niður í Hvannstóðið og hröpuðu þá allir
fram af hengiflugi. Ætíð var teflt þarna
á tæpasta vað, þó er eigi kunnugt um að
slys hafi hlotizt af.
Á 110 ára tímibili eða þar um frá alda-
mótum 1800, er heimildir ná, er tala
þeirra, sem hrapað hafa til dauðs í Vest-
mannaeyjum fimmtíu og þrír, þar af flest
allir bjargmenn við fuglaveiðar, níu
unglingar innan og um fermingaraldur í
fugla- og eggjasnatti í fjöllum, og ein
stúlka.
í Stóraklifi fórust á fýlaferðum fjórir
menn á síðari hluta 19. aldar, tveir þeir
síðustu við sig í Skarfakálshvammana og
í Vonda-Hvannstóðið. Þeir voru þrír
eins og venja var og lýst hefur verið hér
að framan, hver á sínu bandi lausir,
komnir aðeins niður fyrir fjallsbrúnina,
er steinn losnaði úr brúninni og féll í
höfuð eins mannsins, sá brúnamaður
hvað að fór og að maðurinn sleppti þeg-
ar bandi, mun hafa rotazt.
Hrapaði hann margar vaðarhæðir nið-
ur í urð, hinir sigu niður á bekk neðar
í fjallinu og réðu þar ráðum sínum, er
séð var hvað skeði og hættu veiðum í
bili. Gengu síðan austur Klif, mikla tor-
færuleið, og komu félagar þeirra, sem
verið höfðu uppi á Klifi til móts við þá.
Fóru nokkrir niður og gengu vestur með
Skönsum, sem kallað var, til að leita að
líki hins hrapaða manns í urðinni og
veita því viðbúnað, en tveir hröðuðu sér
heim til að tilkynna presti slysið. Kom
annar skjótt aftur og með honum nokkr-
ir menn. Líkið var borið heim í segldúk
og utan um það vafið brekáni. Það hafði
verið hörmulega útleikið eftir hin ógur-
legu loftköst fram af hverri bergsnösinni
af annarri og lenti loks niður í stór-
grýttri urð.
Eftir að líkamsleifar mannsins höfðu
verið greftraðar í kirkjugarðinum kom
upp sá kvittur, að eitthvað af beinum
hans hefði orðið eftir. Tók félaga hans að
dreyma manninn og þótti hann koma að
rúmi sínu og heimta bein sín. Þetta var
haldið draumarugl og eigi sinnt. Þá á-
gerðist aðsóknin og birtist hinn látni
hvað eftir annað manninum í draumi og
heimtaði bein sín með reiðisvip. Maður-
ínn varð skelkaður, tók sig til og gjörði
leit í urðinni. Fann hann fljótt staðinn,
sem vargfugl sveimaði yfir. Bein komu í
leitirnar, fleiri en eitt milli stórgrýtisins.
Þau voru grafin niður í leiði hins látna,
sem ekki gjörði vart við sig síðar.
Mennirnir, sem fóru heim með líkið
sem áður segir, komu aftur innan stund-
ar og gengu að starfi sínu í fjallinu
með hinum, sem eftir urðu og voru
það beztu fjallamennirnir og höfðu
stöðugt verið að veiðum á meðan.
IVIiklum óhug hafði slegið á þá alla
íélaga, er slysið varð, en við því versta
mátti alltaf búast. Daprir og hljóðir
héldu þeir áfram unz lokið var veiðum
á því svæði, er ætlað var fyrir þennan
dag og byrjað í því næsta að morgni
Þetta var einn bjargræðisveganna og
mátti hvorki bregða sér við sár né bana.
Fram á brún við Bláskoruhvannsstóð-
ið lá laus grjótskriða út á grjótnef. Með
klapparkepp var grjót losað og skarað
niður af nefinu til þess að geta fengið
hnoðaburð þar, en venjulega er járn-
bolti notaður. Um þrjá faðma var þarna
niður á bekk og þar setið undir, ef farið
var á böndum lengra niður. Skömmu
fyrir aldamótin síðustu fórst þarna ung-
ur maður ofan af landi á fýlaferðum.
Hann var óvanur og höfðu félagar hans
hann á milli sín, er þeir fóru á lærvað
ofan fyrir brún. Grjótnefið ætluðu þeir
að nota hver um sig fyrir hnoðaburð, en
pilturinn fór ekki nógu varlega og ýttist
bandið ofan af Nefinu og var þá ekki að
sökum að spyrja, maðurinn lenti í lausu
lofti og hrapaði fyrir hengiflug.
Sunnan úr Klifinu hafa einnig hrapað
menn og síðast fórst þar maður við fjár-
safn. Slysfarasagan gæti verið löng, en
hún verður eigi sögð hér.
Víkjum aftur til veiðimannanna í
Skarfakálshvömmunum, er frá greinir
hér að framan. Þeir höfðu lokið sínu
verki og vel fýlast þennan dag og allt
farið að óskum og eftirtekjan mikil eftir
daginn.
Sigaböndin voru undin upp og látin í
skútann, sem var þeirra geymslustaður
og farið að tína saman fuglinn, sem kast-
að hafði verið niður, en sumt af honum
lenti í hvannstóði og skorum uppi í berg-
inu og leitin tafsöm.
Fuglinn var kippaður, 40—50 í hverja
kippu, báru menn þær á öxlum sér lang-
an veg og erfiðan og hættulegt grjót-
hrun úr fjallinu á þessum slóðum. 3—4
vænstu fýlana mátti hver göngumann-
anna taka að óskiptu úr hrúgunni, er
komið var á skiptivöll. Þetta voru sér-
stök fríðindi eða sem „premía“ eða happ-
drætti sjómanna. Veiðimaður festi þá við
ólina í fýlakeppnum og voru þeir kall-
aðir keppfýlar.
Birgðir af fugli voru axlaðar eða reidd
ar heim á hrossum, öll hersingin af stað
og úr öðrum veiðistöðum komu sams-
konar hópar og einhversstaðar voru bát-
ar að lenda með fugl úr úteyjum. Allir
önnum káfnir þessa daga, er settu sinn
sérstæða svip yfir byggðarlagið. Hús-
mæðurnar kunnu að meta ágætt búsílag,
þeirra var að sjá um fuglareyzluna og
annað er laut að því að gjöra hann að
þeirri góðu og hollu fæðu, sem hann
vissulega var. Margur kveið samt fyrir
fýlaferðunum og létti þegar þær voru
úti og allt hafði gengið vel.
Inn á gólfið í hjallinum var fuglinum
kastað og veiðimaðurinn þvoði sér og
íór úr fýlafötunum, dytta þurfti daglega
að, festa nýja hnéleppa, ekkert stóðst
sargið og urgið við bergið, staga skó, þó
karbættir væru fyrir. Snemma var lagzt
til hvíldar, dagurinn tekinn eldsnemma
að morgni.
R eyzlukonurnar höfðu naumast
undan þar sem mikið barst að daglega,
auk jarðarhlutans voru gönguhlutir.
Keppzt var við að hafa undan og láta
ekki safnast fyrir. Að reyta fýl þótti
fremur iétt verk og hitt ólíkt meiri þræl-
dómur að reyta svartfugl og lunda.
Þrjár reyzfukonur sátu saman í hring
umhverfis fýlahrúguna á miðju gólfi alla
dagana meðan veiðar stóðu yíir, enda
var það á einu stærsta heimilanna hér og
vinnufólk margt.
Fremst, næst dyrum, sat gömul kona,
dúðuð í fötum, þótt hlýtt væri í veðri og
með stóran skýluklút, sem nærri huldi
andlitið og sjálf hefði kella horfið í
fatahrúguna, hefði hún eigi setið í háu
sæti á þangpoka. Hún hafði auknefnið
písl sökum smæðar sinnar. En hafi það
sannazt sem máltækið segir, að margur
er knár þó hann sé smár, þá gerði það
hér, því fáir hefðu getað boðið henni út
í þessu starfi, þótt dauðlúin væri orðin
af striti á langri ævi, við að hafa ofan af
fyrir sér einni. Sjá mátti að sú gamla
hafði enn krafta í kögglum, er hún greip
fugl úr hrúgunni og slengdi ofan á skinn-
svuntuna, sem hún bar framan á sér.
Hún hafði visst tak á fuglinum, fór æfð-
um höndum um bak og brjóst, beitti
reyzluhnífnum, leiftursnöggt. Kastaði
íuglinum síðan fullreyttum og strokn-
l,m út í horn. Frá og með Jónsmessu
hafði hún setið í fugli, reytt svartfugl
og lunda frá morgni til kvölds í fullar
5 vikur og alltaf skilað sínu hundraði og
vel það á dag.
Hinar stúlkurnar voru ekki hálfdrætt-
ingar á við hana, höfðu ráðið sig í sum-
arvinnu til Eyja, af því þær langaði að
sjá sig um og komu frá Reykja^ík. Hús-
móðirin hafði lofað tveim af stúlkum
sínum að fara austur á Fjörðu, þangað
stefndi hugur unga fólksins á þessum
tímum, héðan og af Suðurnesjum.
„Fórst á Rjúkan, komst á Agli“, var
viðkvæði hjá unga fólkinu hér í þann
tíð. Vor og haust fluttu þessir litlu gufu-
bátar, eign „Wathnes erfingja", fólkið á
milli. Blómatímar voru þá austanlands,
en fiskileysi og hagur manna þröngur
hér. Piltarnir réðu sig sem formenn eða
háseta á bátum hjá útvegsbændum, en
stúlkurnar í fiskvinnu eða aðra algenga
vinnu. Þótti fremd að hafa farið austur,
eins og komið væri út í þá víðu veröld.
Af Austfirðingum lærðu eyjamenn að
fara með þorskalóðir. Jókst aflinn þá
óhemjumikið og hófst nú hinn mikli
uppgangstími fyrir Eyjamar.
Ekki skyldu þær láta sér detta í hug
að þær næðu í nokkurn dugandi eyja-
strák, ef þær kynnu ekki svo mikið sem
að reyta fugl, nöldraði sú gamla, sem
hamaðist í gríð og erg, svo eitthvað
gengi undan, gaf sér samt tíma til að
skamma þær fyrir slæleg vinnubrögð,
reyndi að kenna þeim tökin og að beita
reyzluhnífnum og láta hann ekki lypp-
ast niður úr lúkunum.
S túlkurnar kveinuðu og kvörtuðu:
„Fy Skam, su Komedia", „plokka Male-
mukka“, muldruðu þær á sínu reykvíska
penpíumáli. Aðra eins eldraun þóttust
þær ekki haía komizt í og aldrei hefðu
þær verið ráðnar upp á það. Sú gamla
bað þær hætta slíku óráðshjali og sjálfar
sig skyldu þær fyrir hitta, ef þær hertu
sig ekki upp, því senn kæmi húsmóðirin,
þegar tími væri til að kryfja fuglinn, og
gæti svo farið að hún gerði þær kaup-
lausar fyrir að svíkja verkið. Eigi væri
þeim að þakka, að kúfurinn væri af
hrúgunni, hún hefði fyíir löngu náð
sinni tölu og hjálpað þeim og fleygði
hverjum fuglinum eftir annan fullreytt-
um í hrúguna þeirra og brátt væri ekki
annað eftir en að sópa saman fiðrinu og
myndi þá húsmóðirin komin til að hjálpa
til, svo að ekki væri til spillis.
f stúlkunum var hálfgerður stríðnis-
hugur við kerlingarnornina, sem sat eins
og assa bak við fiðurhrúguna og sagði
þeim fyrir. Vísur og dægurlög úr höfuð-
staðnum voru þeim kært viðfangsefni,
ungum og glaðsinna sem þær voru, og
lauluðu og söngluðu í sífellu og ungling-
ar sem lokkuðust að tóku undir. Mest
spreyttu þær sig á vísunum um hann
Þórð Malakoff, drykkjurútinn mikla, sem
öll Reykjavík kannaðist við, en kerlingin
hafði margsinnis sagt frá því og var
arýldin af, þegar hún var bústýran hans
Þórðar, Árnason var hann frá Grafarkoti
í Mosfellssveit, það var hans rétta nafn
cg enginn hafði leyfi til að uppnefna
hann. Kerlingin hálfsnökti og strauk
burtu tár með handarbakinu með reyzlu-
hnífinn á lofti. Hún hafði verið komin
að því að hoppa upp í hjónasængina með
Þórði og var það hennar kærasta um-
talsefni við hvern sem var, hvenær sem
færi gafst.
Þeim hefði verið stíað í sundur af
yfirvöldunum til þess að forða þeim frá
barneignum, nóg væru sveitarþyngslin
þó ekki fjölgaði hjá þeim Þórði. Hún var
ailtaf fær um að sjá fyrir sér og jafnvel
honum Þórði, hefði hann ekki verið sá
dauðans aumingi sem hann var að
drekk allt út, sem henni innhentist. Nam
þó drjúgum, sem 'hún vann sér inn með
Laugaþvottinum fyrir Fransarana og
lausamennina í henni Reykjavík og að
gera við fataleppana þeirra. Á sumrin
reytti hún lundann úr henni Akurey og
dugað hefði hún við kolavinnu engu sið-
ur en þær sem hærri voru í loftinu.
Kerlingin rausaði og rausaði, henni
var engin stríðni lengur í söngnum um
Malakoff, sem átti sínar skárri hliðar og
góður þegar af honum bráði og var með
einhverjum manneskjubrag og hafði sýnt
henni karlmannlega hlýju.
Stúlkurnar sneru öllu í spaug og
sögðu sem satt var að mikill hjónamun-
ur hefði verið með þeim.
A nnað eins heljarmenni að burð-
um hefði enginn þekkt, hlaðinn þunga-
vöru í bak og fyrir, hestsklyfjum, gat
bann hlaupið við fót, syngjandi, mátu-
lega fullur, leiðina milli Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar, og skilaði ætíð öllu vel
af sér, en hvort hann þurfti ekki að fá
sér duglega neðan í því á eftir og liggja
síðan lengi í roti. Gamla konan andvarp-
aði. Það hefði margan góðan dreng hent
að verða auðnuleysingi út af drykkju-
skap.
„Þótt deyi aðrir dánumenn, loff Mala-
koff.
Hann Þórður gamli þraukar enn, loff
Malakoff.
Þótt læknir vilji flensí Malakoff koff
koff.
Þá lifir Malakoff, þá lifir Malakoff“.
Sagt var að Þórður hefði selt sig til
krufningar, fyrir brennivín, þegar öndin
væri skroppin upp af honum, lækna-
stúdentum, er höfðu mikinn hug á í þarf-
ir læknavísindanna að kryfja hinn helj-
armikla búk brennivínsbeserksins.
Um Þórð Malakoff segir: „Hann var
syndandi fullur frá morgni til kvölds,
dag út og dag inn, ár eftir ár“.(Kl. Jóns-
son. Einkennilegt fólk. Blanda II. bls.
196).
Víðar mun hafa verið sungið og gamn-
að sér þessa daga, þótt staðið væri i
ströngu erfiði. Þá var ekki útvarpið til
að skemmta við vinnuna, sem kom þeim
lítt að sök, er sjálfir gátu fundið gleðí
Svipmyndir úr harðri lifsbaráttu
Eftir Sigfús M. Johnsen — Siðari hluti
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
33. tölublað 1963.