Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 2
MMfl 1 IWk SVIP- MVND Hinn nýi forsætisráðherra ítalíu, Aldo Moro, er til- tölulega ungur maður, 47 ára gam- all, en hann á að baki sér langan stjómmálaferil, auk þess sem hann er víðkunnur fræðimaður. Þegar Togliatti, leiðtogi ítalskra kommún- ista, var að því spurður árið 1946, hvaða augum hann liti á hina mörgu prófessora í röðum þingmanna Kristilega demókrataflokksins, kvað hann „unga manninn frá Bari“ vera gáfaðastan þeirra allra. Aldo Moro er Suður-ítali, fæddur í Lecce í Apúlíu, og var árum sam- an prófessor í refsirétti við háskól- ann í höfuðborg héraðsins, hafnar- borginni Bari. En alrangt væri að líta á hann sem dæmigerðan Suð- ur-ítala með rauðvínsglas í hend- inni og „Santa Lúcía“ á vörunum. Það er eitthvað kaldranalegt í fasi hans, eða kannski væri réttara að segja angurvært. Hann er ekki um- kringdur reifum vinahópi eða fagn- andi aðdáendum, heldur lifir hann mjög hljóðlátu og einangruðu einka lífi með fjölskyldu sinni, eiginkon- unni Eleanore og fjórum bömum. Myndablöðin birta ekki myndir af þeirri fjölskyldu. Tómstundagaman Moros er í stíl við hógværð hans og hljóðlátt lífemi: lestur og tónlist. Eftirlætishöfundar hans eru Marcel Proust, Thomas Mann og Shakespeare, en af tónskáldum hefur hann mestar mætur á Bach. Þessi dá- litið einræni, ungi stjórnmálamaður er sérlega myndarlegur álitum, hár af ít- ala að vera, með reglulega andlitsdrætti. Hann er dökkhærður, en eftir endilöng- um hvirflinum liggur rönd af snjóhvítu hári, sem nefnt hefur verið „vörumerki“ hans, því það dregur athygli allra að sér, hvar sem hann kemur. En þó Aldo Moro sé ekki hinn glað- klakkalegi og tungulipri stjómmálamað- ur, sem maður á að venjast í Suður- Evrópu, þá býr hann yfir hljóðlátri, næstum hátíðlegri fortölugáfu, sem bann færir sér óspart í nyt. Það, sem hann hefur komið tii leiðar á bak við tjöldin, er furðulegt, og jafnvel þeir stjórnmálamenn, sem láta ekki sann- færast af honum, bera eigi að síður mikla og einlæga virðingu fyrir hon- um. Sagt er að leitun muni á raun- verulegum óvini hans á þingi. Aldo Moro er ekki mælskumaður í hinni sönnu og litríku ítölsku merk- ingu orðsins. Hann er jafnvel heldur klénn ræðumaður, ef út í það er farið, ies gjama ræður sínar af blöðum — en þegar svo ber við að um hjartans mál hans er að ræða, gefcur brotizt út úr honum óstöðvandi orðaflaumur. L ífsferill hans hefur í rauninni ; mm 'WWíM- \ dHpi iii'ý'' mmMMm m ? % I IWmmMm mm mm ■ : M ikilvægtast fyrir hann sjálfan var hins vegar það, að hann varð snemma mjög áhrifamikill i stjóm Kristilega demókrataflokksins. Hann v*r innan við fertugt þegar hann varð leiðtog; flokksins í fulltrúadeild þings- ins, og árið 1959 tók hann við af Fan- fani sem framkvæmdastjóri og eigin- legur leiðtogi flokksns í heild. Þá var „opnunin til vinstri" á dag- skrá, og segja má að þetta alvarlega vandamál fcafi klofið flokkinn til rótar. En þá var 1*3 sem Moro sýndi óvenju- lega og ótflræða forustuhæfileika sína. Meðan Fanfani lét dæluna ganga um „apertura“, um það samband við vinstri sósíalista, seim fyllti hann óhemjuhrifn- ingu, þá fór Moro sér mjög hljóðlega, svo hljóðlega að hann var af sumum nefndur „vindhaninh“. Það var hann sízt af öllu. En með þvi að ganga hljóðlátlega milli manna, ræða við þá í einrúmi og sannfæra þá hvern og einn vann hann þá flesta á sitt band. J. nokkur ár virtist ríkisstjórnin þræða hinn gullna meðalveg og ekki vera mjög fjarri sjónarmiðum Ihalds- manna undir forustu Scelbas. En svo kom hið frSega flokksþing í Napoli í fyrra. Þá vissi Moro að hann stóð traust um fótum í flokknum og lét til skarar skríða. Þá hélt hann eina af sínum foss- andi ræðum — því var haldið fram að hann hefði talað samfleytt í sex klukku stundir — og „opnunin til vinstri" var samþykkt. Sú samþykkt var örlagarík, því kosningar stóðu fyrir dyrum, og frá íhaldssamari armi flokksins heyrð- ust háværar hrakspár. Daðrið við Nenni mundi verða flokknum dýrkeypt. Þeir reyndust sannspáir. Kristilegir demókratar urðu fyrir talsverðum áföll- um í kosningunum, en kommúnistar unnu verulega á. Þetta hlaiut að leiða til harðrar gagn- týni á þeim mönnum sem staðið höfðu fyrir „opnuninni til vinstri“. Sú gagn- rýni lenti fyrst og fremst á Fanfani, sem flokksmenn gátu ekki lengux sætt sig við í embætti forsætisráðherra ,En Moro fékk miklu mildari dóm. Athug- un á hinni fossandi ræðu hans á flokks- þinginu í Napoli leiddi í ljós, að hann stóð þrátt fyrir allt ekki jafnlangt til vinstri og Fanfani. M oro er ekki tækifærissinni, en hegðair sér samkvæmt þeirri gömlu kenningu, að stjórnmál séu list þess sem gerlegt er, og hann telur „opnunina til vinstri“ einu leiðina til að tryggja lýðræðið gegn kommúnisma. Þessi trygg- ing er takmark hans í stjórnmálum. Enginn efast um að Moro muni gera skyldu sína. í stjórnarkreppum þeim, sem hrjáðu Ítalíu á liðnu ári, hefiu: hann verið kallaður jafnoki Togliattis. Ef til vih hefur hinn slóttugi kommún- istaforingi haft eitthvert hugboð, þegar hann sagði að ungi maðurinn frá Bari væri sá eini „þessara prófessora“, sem hann vildi hafa í flokki sínum. Nú eru þeir miklir andstæðingar, enda er hér barizt upp á líf og dauða inn lýðræði eða kommúnisma. Utgefandi: H.f. Arvakur, Reykjavik. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Siguröur Bjamason frá Vieur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Ami GarBar Kristinsson. Ritstjóm: AðalstræU 6. Simi 22480. ALDO MORO verið beinn og jafn. Á yngri árum var hann kunnur sem einn af beztu mál- færslumönnum Suður-Ítalíu. Meðan hann var prófessor safnaðist að hon- um mikill skari stúdenta, og kennslu- bækurnar sem hann samdi á því skeiði eru enn í notkun við marga ítalska há- skóla Svo kom fall Mussolinis — og um leið nýtt stjómmálalíf í landinu. Aldo Moro hefur aldrei dregið dul á það, að í öndverðu var hann að velta því fyrir sér, hvort hann ætti ekki að ganga í iið með marxískum sósíalistum, en þá komst hann í samband við Kristilega demókrata — og þar fann hann sína réttu skoðanabræður, enda er hann á- hugasaimtr kaþóliki. Eins og gefur að skilja hefur Aldo Moro frá byrjun verið í vinstra armi Kristilega demókrataflokksins, eins og Fanfani, og að sjálfsögðu vao- hann þá líka hliðhollur þeirri „opnun til vinstri" (apertura a sinistra), sem átt hefur sér stað innan flokksins og haft svo afdrifa- ríkar afleiðingar. A ldo Moro hefur gegnt ýmsum ráðherraembætum á liðnum árum. Hann varð varautanríkisráðherra 32 ára gam all í fimmta ráðuneyti De Gasperis. Á árunum 1955-57 var hann dómsmála- ráðherra í stjórn Antonios Segnis, sem nú er forseti lýðveldisins en var þá í forsæti stjórnajr miðflokkanna. Á árun- um 1957-58 var Moro menntamálaráð- herra í minnihlutastjórn Kristilegra demókrata undir forsæti Zolis. Að lok- um var hann menntamálaráðherra í stjórn KristUegra demókrata og Jafn- aðarmanna undir forsæti Fanfanis. Meðan Moro gegndi embætti dóms- málaráðhenra lét hann ýmislegt gott og merkilegt af sér leiða. Hann heimsótti t.d. persónulega öll fangelsi i landinu. Af ítölskum fangelsum hefur ekki far- ið sérlega gott orð, en Moro sá til þess að mikilvægar vimbætur voru gerðar á þeim. Hann bannaði líkamlegar hegn- ingar sem þátt í aganum, og hann bætti bæði mataræði og aðbúnað allan. Um aðbúnaðinn sagði hann m.a.: „Ég rakst á raflagnir frá dögum Michelangelosl" 2 LESBOK morgunblaðsins 1. tölublað 1964,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.