Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 20
 ’mmimifflwwwsMW! '• '■ Á eyðilegu svæði Thiel-fjallanna, er bókina sína. Hann er þáittakanði í jarðfræðingur að glugga í minnis- bandarískum visindateiðai-gri tii Suð urskautslandsins, sem 11 aðrar þjóðir taka ])átt í. Rannsdknir á Suðurskautslandinu undanfömum öldum hafa merkar uppfinn- ingar næstum alltaf orðið fyr- ir atbeina einstaklinga, sem hafa unnið einir sér. Grund- vallarhugmyndir, sem fætt hafa af sér stórkostleg fram- faraskref — svo sem tillag Gali- leo, Newtons og Einsteins — hafa orðið til hjá einstaklingum. Hins vegar útheimta nútíma tsekni- framfarir vísindasamvinnu, eins og reyndar liggur í hlutarins eðli. Nú á dögum er öll leit að nýrri þekkingu, svo og hagnýting þeirrar þekkingar og samræming í kenn- ingar, framin innan takmarka sam- vinuhópa, frekar en einstaklings- framtaksins. Mörg tæknifræðileg fyrirtæki eru orðin svo risavaxin, að menn úr mörgum fræðigreintun verða að leggja þeim hver sitt tillag úr sinni grein. Gott dæmi um slíka samvinnu er rannsókn sú, er nú fer fram, á Suðurskautslandinu. Fyrr á tímum var hið geysivíða landssvæði kring um Suðurpólinn nefnt í sambandi við næstum þjóð- söguleg nöfn hinna ýmsu könnúða frá ýmsum tímum og mörgum þjóð- um — Shirase, Amúndsen, Scott, Mawson, Shackleton, Byrd. En nú á tímuim er ekkert sérstakt nafn sér- lega áberandi. En rannsóknunum er haldið áfram og á kerfisbundinn hátt og miklu hraðar, en nokkru sinni fyrr. Vísindamenn og tæknifræðing- ar vinna nú saman í hópum. Maðurinn gegn Náttúrunni. Einangrun Suðurskautslandsins og erfið skilyrði — vindar, 60 mílur á klukkustund og frost niður í 70° F eru daglegt fyrirbæri að vetrarlagi — koma manninum í erfiðari har- áttu við náttúruna en nokkur önn- ur vísindastarfsemi, sem nú er unnið að. í upplhafi var Suðurskautslandið álíka óaðgengilegt og karlinn í tungiinu. Fyrstu gestir þar hafa sennilega verið fiskimenn, sem hrökktust þangað, fyrir straumum og vindi, eftir að hafa misst áttim- ar. Síðar meir tóku menn að fara þang að viljandi — lögðu líf sitt í hættu í hvínandi stormum á stormasamasta hafi jarðar — aðallega til þess að geta sagzt hafa komið þaiigað. Enn síðar komu þangað vísindamenn £ rannsóknarferðir og gerðu kort ýfir þetta óaðgengilega svæði, sem nær yfir sjö hundraðshluta af öilu þurr- lendi jarðar, og er því að stærð á við helming Norðurálfu. Þessir einstöku vísindaleiðangrar voru svo undanfari stöðugra rann- sókna, árið um kring og stöðvanna, sem nú eru eins og margir dilar á landslagi Suðurskautslandsins. Á þessum stöðvum eru hundruð færra vísindamanna, frá tólf þjóðum, og í mörgum vísindagreinum. Stærsta tillagið til þessa er frá Bandarikjunum — fimm fastar stöðvar, tvær við ströndina, tvær langt inni £ landi og ein á sjálfum Suðurpólnum. Yfir vetrarnóttina, sem er sex mánaða löng, fæst 311 manna fastur starfshópur við viðhald og viðgerðir á áhöldum og heldur áfram nauðsynlegustu störfum. En yfu sumarið — sem hefst í október og lýkur í fébrúar — fjölgar starfs- liði Bandarikjanna þarna upp í 4.000. Önnur lönd, sem hafa þarna stöðv- ar með misfjölmennu starfsliði, eru Argentína, Ástnalía, Belgía, Chile, Frakkland, Japan, Nýja-Sjáland, Noregur, Sambandsríki Suður- Afríku, Sovétríkin og Brezka sam- veldið. Líffræðingar rannsaka sjávarlífið, sem gæti síðar orðið fæða fyrir ört- vaxandi íbúafjölda jarðar. Jarðfræð- ingar rannsaka málma og athuga jöklamyndun, sem gæti leitt til auk- ins sltilnings á byggingu hinna ann- arra meginlanda. Eðlisfræðingar rannsaka geislun frá geimnum, sem þarna er óháð rafbylgjum af manna- völdum. Og veðurfræðingar rannsaka andrúmsloftið. Rannsókn á kosmiskum geislum. Á þessu ári munu amerískir og rússneskir vísindamenn eiga sam- vinnu um stórfenglegar rannsóknir ■ á kosmiskum geislum, þessum kraft- miklu ögnum, sem dynja stöðugt á jörðinnL Þessar rannsóknir munu útheimta feiknastóra loftnetsturna" úr stáli — að hæð frá 105 til 190 fet og stað- setta á Suðurpólnum og tveim öðrum amerískum stöðvum og nokkrum rússneskum. Aðrar þjóðir, sem þarna hafa stöðvar, kunna einnig að edga þátt í þessu fyrirtæki. Tilgangurinn með þessum rarm- sóknum er að finna greinilega kos- misba geisla frá sólinni og rannsaka breytileik þeirra, hvað snertir kraft, tíma og stað. Þessi rannsókn verður þáttur í tillagi Bandaríkjanna til al- þjóða „Sólstöðuársins“ (IQSY), 1964—’65. en það tímabil verður sól- far með minnsta móti. Allur útbúnaður og áhöld, svo og rannsóknirnar sjálfar, verða kostað- ar aif Vísindasjóði Bandaríkjanna, sem styður rannsóknir á Suður- skautslandinu. Stofnunin hefur þegar látið af hendi 64 fjárveitingar, að upphæð samtals 3.411.075 dali til Suðurskautsrannsóknanna 1964. í lok þess árs, mun framlag hans til þeirra, ásarnt kostnaði við viðhald og rekstur stöðvanna nema 7 milljón- um dala. Árið 1962 söfnuðu bandarískir vís- indamenn 13 smálestum af ljósmynd- um, filmum, skýrslum og sýnishom- um. Þá um sumarið fundu vísinda- menn frá Minnesotaháskólanum fjöll úr hreinum, hvítum marmara, sem foksnjór og ísnálar höfðu gljáfægt. Fjórir jarðfræðingar frá ríkisháskól- anum í Ohio, sem ferðuðust í vélsleða fundu syðsta eldfjall jarðar. Hópur vísindamanna frá háskólan- um í Wisconsin, sem tóku eftir því, að mörgæsir gengu til varpstöðva sinna hundruð mílna yfir kennileita- •lausa ísbreiðu, komust að þeinri nið- urstöðu, að þær notuðu sólina til leiðsögu, með aðstoð „innvortis klukku“, Suðurskautssamningurinn. Árið 1959 hýstu Bandaríkin ráð- stefnu tólf þjóða, sem varð upphaf- ið að undirritun Suðurskautssamn- ingsins, 13. júní 1961. Þessi samn- ingur er um 30 ára ára frestun á öllum landakröfum á Suðurskauts- landinu, og gerir einnig ráð fyrir mannaskiptum, aðstöðu- og upplýs- ingaskiptum vegna sameiginlegra til- rauna og framkvæmda. Með þessum samningi er Suðurskautslandið gert að fyrsta stóra landsvæði, sem tekið er frá í friðsamlegum tilgangi og frjálsra vísindarannsókna. Þannig vill svo til, að samvinna visindamanna verður að tilraun um alþjóðasamvinnu, sem getur orðið engu síður mikilvæg en árangur vis- indarannsóknanna sjálfra. n

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.