Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 7
Dr. Hoseby var kona á þrítugsaldri, fjölmenntuð kona og skenuntileg. — Hún virtist vrel kunnug í Lundúnum og átti meðal annars góðkunningja í hópi kvenréttinda-foringja borgar- innar. Ef til vill hefir hún verið samherji þeirra og málsvari heima í Ástralíu. Við fimm hittumst nær daglega og fórum viða um borgina. Sóttum söfn og sýningar og ýms mannamót. Og einnig þau hótel borgarinnar, þar sem heizt mátti vænta að hitta Norð- urlandabúa. Eflaust hefir dr. Roseby hitt kunn- ingjakonur sínar úr hópi Suffragett- anna og m.a. sagt þeim frá þremur listhneigðuim Islendingum, sem hér væru á ferð. Einnig hefir hún eflaust sagt þeim frá starfi Einars og ýmsum verkum hans, sem hún var persónu- lega kunn frá Kaupmannahöfn. Hef- ir þeim því sennilega leikið hugur á að sjá þessa framandi fugla norðan úr Dumbshafi. Og einn daginn feng- um við öll fimm hátíðlegt heimboð í síðdegis-te hjá tveimur . kunnum Suffragettum. Þetta voru tvær miðaldra konur, ógiftar, og bjuggu í allstórri íbúð og vel búinni. Sú eidri, miss Hodge, minnti mig mjög á Bríeti okkar Bjarmhéðinsdóttur: Meðalhá vexti og þrekin, hvöss á brúnina og fastmælt, einörð og einbeitt í orði og æði og fremur fasmikil. Þessa konu gat ég vel hugsað mér skálmandi stórstíga í fararbroddi eftir Strandgötu með þungan hamar í hvorri hendi! Hina konuna, miss Newcombe, gat ég trauðla hugsað mér á þessum vett- vangi. Þetta var mjög fínleg kona, gagmmenntuð og kurteis og bar með sér ættfestan aðalssvip í fasi og öllu yfirbragði. Heimilið allt virtist bera hennar svipmót í fornum, stílhrein- um búnaði, sem henni var auðsjáan- lega kær. Þar var meðal annars á vegg gamall refill skrautsaumaður með áletruðu fornu spakmæli, að því er virtist, sem miss Newcombe skildi þó ekki fyllilega: — „When Bale is next, Bote is next.“ Hún varð því bæði glöð og furðu lostin, er ég sagði henni, að þetta gætum við sagt nær orðrétt á dag- legr-i íslenzku: „Þegar bölið er næst, er bótin næst.“ — Þarna áttum við skemmtilegt síð- degi! Dr. Roseby hafði fengið að taka með sér allmikið safn ljós- mynda af verkum Einars og nokkr- ar smá-afsteypur, m. a. fyrirhugað minnismerki Victoríu Breta-drottning ar. Vakti allt þetta bæði aðdáun og góða skemmtun. Suffradettu-teið var prýðilegt og kökurnar þeirra dósamlegar. En ekk- ert a.f öllu þessu virtist geta stöðvað björt augu ungu miss Hall. Þau leit- uðu óðar upp Jóhannes Sveinsson og fylgdu honum, hvar sem hann fór! Ég hafði veitt þessu eftirtekt frá fyrsta degi og sá, hve þetta jókst með hverjum fundi okkar fimm- menninganna! Þó held ég, að kjarvalskir draum- ar vinar míns Jóhannesar hafi enn verið svo háðir töframagni Aust- fjarða-þokunnar okkar, að hann hafi alls ekki orðið eldsins va,r í áströlsku augunum ungu! — Og þó: „Ei leyna augu, er ann kona manni!“ Jafnvel ekki í Lundúna-þokunni! HELGI VALTÝSSON Þessa sameiginlegu þremennings- dagana í Lundúnum, árið 1912, vildi svo til eitt sinn, er við sátum og spjölluðum saman í „dagstofu“ okk- ar, að ég sit andspænis arin-speglin- um, Jóhannes (Kiarval) úti í horni, en Einar halla.r sér uppað brún arin-hillunnar. Mér verður skyndi- lega litið upp með atliygli og sé (Framhald af „We ii. CHRISTABEL Pankhurst kom ekki til Cambridge. Og ég beið heldur ekki eftir henni þar. Enda varð hún landflótta skömmu síðar. Að tveim dögum liðnum var ég kominn til Lundúna, og þar gerðist ýmislegt sögulegt nærfellt saimtímis. Daginn óður höfðu kvenréttinda- konur Lundúnaborgar gengið fylktu liði og fjölmennu um endilanga Strandgötu með þunga hamra í hönd- um og brotið hinar afardýru spegil- gler-rúður í glæsilegum sýninga- gluggum stórverzlananna þar. Sama daginn hafði stórhymdur tuddi ofan úr sveit stöðvað alla um- ferð í Oxford Street fullar tvær klukkustundir. En það kostaði hann líka lífið — fyrirfraim. Stórblöð Lundúnaborgar- voru full af þessu eesi-spennandi ævintýri með stórar myndir af bola hnarreistum og ægi- legum uppi á flötu þaki stórrar 3ggja hæða verzlunarbyggingar! Þar var tuddi að lokum skotinn og limaður. — En það er önnur saga! — Og síðast, en ekki sízt: Þennan sama dag komu til heimsborgarinnar miklu þrír ungir listamenn íslenzkir — úr sinni áttinni hver — og rákust þegar á, eins og íslendingum er tamt hvarvetna um heim, en að þessu sinni á götuhorninu fræga í af Jóhannesi (Kjarvai) sitjandi makindalega í stól, — og þar situr hann jafnungur enn í dag! Þessa mynd fékk Kjarval hjá mér hér á Akureyri fyrir nokkrum árum. Á meðfylgjandi mynd sést móta fvrir allmörgum myndum Kjarvals umhevrfis arininn! H. V. stöðvar hans í Borgarfirði eystra. f sindrandi sólskini með fjarlægðar- blá stuðlabergsfjöllin fögru. Skip og hafís í hillingum eins og himnesk ævintýr. Austfjarðaþokan í almætti sínu, sem gleypti allt, skip á siglingu, skip með logndauðum seglum, og loks alla sveitina! Tilveran öll varð að lokum úlfgrá loðin óvættur, sem maður skynjaði aðeins einhvers staðar djúpt inní þokun,ni. Þarna var vist m. a. myndin fræga af Thore- skipinu „Sterling í Austf.iarðaþok- unnu“, sem löngu síðar varð að bráð- smellinni „kjarvals-sögu“: „Já, en hvar er þá Sterling?" „Hann er horfinn í þokuna!“ — Hér voru margvisleg fyrirbæri og tilbrigði. Inn á milli undursamieg litbngði og leikur fjölgáfaðs sveins með glettur og töfra Austfjarða-þok- unnar. — Sjálfur var hann enn að leita að sjálfum sér — í Austfjarða- þokunni. — — f Kaupmannnhöfn hafði 'B'inqr Jónsson kynnzt ástralskri mennta- konu, miss Mary Roseby, dr. phil. — eða í einhverjum öðrum fræðum. Og nú var hún komin til Lundúna, þar sem hún var kunnug óður. Með henni var kornung áströlsk stúlka. miss Hall, hánorræn kvengerð í skraut- útgáfu. Fremur há vexti og fagur- limuð, björt yfirlitum og gullinhærð. Falleg stúlka, glöð og reif í blóma lífs síns. High Holborn, þar sem sagt er, að allar þjóðir heims mætist á hverjum f imm-mínútum! Einar Jónsson, myndhöggvari, var á heimleið frá Kaupmannahöfn, Jó- hannes Sveinsson á fyrstu ferð sinni út í heiminn — um Kjarvalsslóðir, og Helgi Valtýsson á Norðurlanda- flakki að vanda. Þeir voru kunnugir frá Reykjavík. Kom þeim brátt sam- an um að taka á leigu eitt eða tvö herbergi á einkaheimili í friðsælli götu. En þessháttar auglýsinsar prentaða,r sáust víða í gluggum ein- býla: Apartment. — Við vorum heppnir með herbergja- val og fengum tvö skemmtileg her- bergi hjá prýðis fjölskyldu í blind- götu lítilli pg rólegri í Kings Cross- hverfi. Jóhannes hafði með sér all- mikið hrafl af æskumyndum sínum: Vatnslitamyndir, olíumálverk og teikningar. Skreyttum við svo dag- stofuna okkar með mörgum þessara mynda. Síðan bætti Einar við ýmsu smávegis úr fórum sínum, ljósmynd- um og nokkrum smá-afsteypum af verkum sínum. Dagstofan okkar var þannig orðin að dálitlu listasafni. — Ofurlítil íslenzk hjáleiga í hjarta heimsborgarinnar! Myndir Jóhannesar þöktu nær tvo veggi stofunnar. Þar voru æsku- want Chrisiabel") Einar „tvöfaldan11 fyrir mér: profile & enface, — utaná vanga, raunveru- lega, en framan í hann í speglinum! „Stattu kyrr, Einar. Hreyfðu þig ekki!“ Ég stillti upp myndavél minni og tók ,,á tima“ meðíylgjandi mynd (nýtekna nú eftir frummynd minni!). Um sama leyti tók ég einnig mynd 1. tölublað 1964. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.