Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1964, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1964, Blaðsíða 1
Eftir Peter Hallberg 1. Leitin að höfundum íslend- ingasagna og skilyrði hennar ENGINN höfundur íslendingasagna lie-'ur latið nafns síns getið. Og seinni tima menn hafa lengi ekki spurt að höfundum þeirra. Ein ástæða þess er líklega sú, að það hefur verið litið á þær sem frásagnir upprunnar og þrosk- aðar svo að segja í skauti þjóðarinnar. Ættliður eftir ættlið hafi gegnum aldir tekið sinn þátt í að móta efnið, þangað tiJ að það hafi að lokum verið fært í letur og fest á bókfell. Samkvæmt þessari skoðun á uppruna íslendingasagna væri varla hægt að tala um höfunda þeirra í eiginlegri merk- ingu. Þeim mönnum, sem urðu fyrstir ti! að halda 6 fjöðurstafnum, þökkum vio að vísu ómetanleg bókmenntaafrek, en þeir ættu þó ekki skilið að nefnast höfundar. En sem kunnugt er, eru fræðimenn nú á dögum að mestu horfnir frá þess- ari skoðun. Margar rannsóknir — ekki sizt íslenzkra manna — hafa leitt í Ijós, að íslendingasögur yfirleitt hljóta að vera bókmenntir í frummerkingu orðsins, það er að segja samdar af rit- böfundum. Að allar íslendingasögur byggja að meira eða minna leyti á arfsögnum og munnmælum, þarf engu þar um að breyta. Líkt er sem sé ástatt einnig um nútíma „sögulegar í>káldsögur“ — án þess að hætt væri að líta á þær sem skáldsögur og á skrásetjara þeirra sem rithöfunda. — Eða skyldi Halldór Laxness ekki vera höfundur íslandsklukkunnar eða Gerplu? En hvers vegna hafa höfundar íslend- ingasagna þá ekki í eitt einasta skipti látið nafns síns getið? „Ok lýk ek þar Brennu-Njáls sögu“ — á þeim orðum endar eitt af mestu skáldverkum nor- rænna bókmennta. En bæði höfundin- pr.i sjálfum og samtíðarmönnum hans hefur láðst að nafngreina manninn bak við þetta ek. Ef til vill er skýringin meðal annars sú, að það hefur ekki verið litið á sögurnar sem „list“ eða „íþrótt" í eiginlegum skilningi, heldur eem skieimmtun eða fróðleik. Það er meira að seigja tilviljun, að nafn Snorra Stuilusonar skyldi- geymast í samþandi við Heimskringlu! Hins vegar vitum við oftast nær um höfunda skáldakvæð- anna. En þar var um að ræða „íþrótt“, háða ströngum reglum, auk þess sem þessi kvæði voru flest tengd stund og stað. En hvernig sem því er varið, þá er. og mun framvegis verða leitað að höf- und.um Íslendingíisagna. Og sú leit staf- ar. ekki eingöngu af þeirri forvitni um manninn bak við verkð — þó að hann sé stundum ekki nema nafnið eitt — sem virðist vera'okkur ásköpuð, held- ur einnig af öðrum og ef til vill mikil- vægari ástæðum. Samband íslendinga- sagna sín á milli er mikið og flókið mál, sem hefur reynzt næstum því ótæm andi viðfangsefni fræðimanna. Tíma- setning þeirra er oft mjög óviss og fálmkennd, jafnvel þegar um sumar þekktustu sögurnar er að ræða. Það mundi auðvelda yfirlitið og gefa miklu skýrari hugmynd um þróun sagnaritun- arinnar, ef við gætum bent á ákveðna menn sem höfunda. En hvar á að leita þessara höfunda og fá að vita eitthvað um þá? Nú eru íslendingar svo heppnir að eiga ein- stæða heimild um menn þeirra tíma, sem hér koma til greina: Sturlunga sögu. Þar lesum við meðal annars bæði um einkalíf Snorra Sturlusonar og þátt- töku hans í opinberu lífi sdnnar sam- tíðar. Þó eru upplýsingar um ritstörf hans því miður af mjög skornum skammti. En eins og kunnugt er, hefur nafn Snorra með gildum rökum verið tengt Egils sögu Skalla-Grímssonar, og þá ekki sízt út frá þeirri vitneskju um manninn, sem við höfum frá Sturlunga sögu. Og í hinum flókna vef manna og atburða þessarar heimildar þóttist Barði Guðmundsson heitinn uppgötva ýmsar fyrirmyndir að Njáls sögu og finna þar einnig höfund hennar: Þorvarð Þórar- insson. 2. Fyrri málfræðirannsóknir á Egils sögu: Wieselgren og van den Toorn Almenn rök út frá eiginleikum ákveð- ins rits um að nafngreindur maður sé höfundur þess, eru örsjaldan alveg sann- færandi. Efni, staðreyndir, sjónarmið og svo framvegis er auðvelt að taka upp eftir öðrum. Hins vegar eir reynsl- an sú, að einkenni málfarsins — orða- val, setningaskipun, orðaröð og þess- báttar atriði — hjá höfundi eru oft ekki emungis sérkennileg heldur einnig að miklu leyti ósjálfráð. Hann notar þau sjaldan af ásettu ráði, hugsar kannski alls ekkert um þau, einmitt af því að þau eru honum svo að segja samgróin. Þó að hann sé undir sterkum áhrifum frá öðrum höfundum og ritum eða reyni sjálfur að líkja eftir þeim, þá leyna sér oftast ekki sérkenni hans einmitt í málfarinu — ekki sízt hjá reyndum og þjálfuðum rithöfundi. Nauðsynleigt skilyrði til að geta Peter Hallberg. tengt á þennan hátt ákveðinn höfund við nafnlausan texta er, að til sé eftdr sama mann annar texti, sem hægt er að nota til samanburðar. Þannig er enginn möguleiki að svo stöddu að prófa tilgátu Barða Guðmundssonar um höfund Njálu málfræðilega. Við vitum ekki um neitt annað sambærilegt les- mál, sem sannanlega er samið af Þor- varði Þórarinssyni. En þar að auki þarf auðvitað alltaf að draga inn í rann- sóknina nægilega mikið samanburðar- efni frá öðrum höfundum. Frá því sjónarmiði, sem hér um ræðir, eru íslendingasögur því miður mjög erfiðar viðfangs. Engin þeirra er til í frumhandriti, heldur aðeins í afritum og afritum af afritum. Við sjáum einn- ig, að mismunandi handrit af sömu sögu geta verið með talsverðum orðamun. Textar hafa þá getað breytzt frá frum- ritmu, og við vitum aldrei með vissu hve mikið. Þetta gæti út af fyrir sig orðið ti.1 þess að gera fyrirfram tor- tryggilegar allar tilraunir til að leita að höfundareinkennum í máli íslend- ingasagna. Þó hafa slíkar tilraunir veirið gerðar. Það er eðlilegt, að einmitt Egla skyldi draga athygli fræðimanna að sér í því sambandi. En það er gömul tilgáta — fyrst sett fram af Grundtvig — að Snonri Sturluson sé höfundur Eglu, og hefur sú tilgáta síðarmeir verið rök- studd meðal annars af Birni M. Ólsen og Sigurði Nordal. En í doktorsritgerð sinni, „Författarskapet till Eigla“ (Lundl 1927), reyndi Per Wieselgren að hrekja þessi rök og færa fram önnur á móti. Aðaltromp hans var víðtæk rannsókn á vissum einkennum í máli Eglu annars vegar, Heiimskringlu og Snorra-Eddu hins vegar. Wieselgren tók ekki orða- forðann til meðferðar, heldur ýmis önn- ui atriði svo sem lengd setninga og tengsl þeirra. Niðurstaða hans var sú, að höfundur Heimskringlu og Eddu gæti ekki verið höfundur Eglu. Til þess væri mismun.urinn í máli þessara rita of mik- ill. Með þessu þóttist Wieselgren í eitt skipti fyrir öll hafa kveðið niður tilgátuna um „höfundarrétt" Snorra að Eglu, og sennilega hafa flestir fræði- menn fallizt á þá skoðun. En nokkru seinna sýndi Sigurður Nordal fram á veikan punkt í rök- semdafærslu Wieselgrens, sem virtist gera niðurstöðu hans að engu. Wiesel- gren hafði lagt til grundvallar handrit það af Eglú, sem finnst í Möðruvalla- bók. Það er yfirleitt langbezta handrit sögunnar, sem við eigum eftir, og hún hefur ávallt verið gefin út eftir því. Hins vegar er texti Möðruvallabókar ekki elzta handrit Eglu. Sigurður Nordal benti mönnum á handritsbrot (ekki nema rúm 3100 orð að lengd), sem hann taldi að gæti vel verið af- rit beint frá frumriti sögunnar. En brot þetta reyndist gefa allt aðra mynd af málseinkennum þeim, sem’ Wieselgren h.afði rannsakað. Og einmitt i þessum atriðum stendur handritsbrotið miklu nær Snorra heldur en texti Möðruvalla- bókar. Með öðrum orðum, misanunur- inn í máli handritanna virðist ekki leyfa neinar ákveðnar niðurstöður. í formál- anum að útgáfu sinni af Eglu í íslenzk- um fornritum II (1933), þar sem Sig- urður Nordal birti gagnrýni sína, segist hann sjálfur framvegis ætla að skoða Eglu sem _ rit Snorra, ef engin ný og þung rök á móti þeirri skoðun komi til skjalanna. Þrátt fyrir þessa neikvæðu reynslu, þá tók fyrir nokkrum árum hollenzkur fræðimaður að nafni M. C. van den I’oorn upp málið á nýjan leik í riti síniu „Zur V erf asserf rage der Egilssaga Skallagrímssonar“ (Um höfund Eglu) (Köln/Graz 1959) með svipuðum að- ferðum og Wieselgren — en komst að gagnstæðri niðurstöðu. Hann heldur því fram að lokum, að „sá möguleiki, að Snorri hafi samið Eglu, sé nú or.ðinn mjög sennilegur". Það er þó ekki hægt að segja, að van den Toorn hafi sannað mál sitt. Aðferðum hans og röksemda- færslu er stórum ábótavant, þó að hér sé ekki rúm til að rökstyðja þann dótm. 3. Egils saga, Heimskringla og Snorri Sturluson Mér hefur lengi verið ljóst, að mál- fræðilegar athuganir væru ef til vill eina leiðin til að færa út takmörkin vcrulega í rannsóknum á fslendingasög- um. Þess vegna væri óafsakarLlegt að láta hana óreynda framvegis og gefast upp andspænis „handritaástandinu“. En mér var einnig ljóst, að það yrði að gera þessar nýju tilraunir á stærri mæli- kvarða en áður. Að því leyti voru bækur Wieselgrens og van den Toorns háðar ófullnaegjandi. Samanbúrðarefnið yrði að vera nógu mikið til að útiloka alla tilviljun. í ritgerð minni „Snorri Sturluson odh Egils saga Skallagrímssonar. Ett försök til spráklig författarbestamning“ — (Studia Islandica 20, Reykjavík 1962) hef ég borið saman Eglu ekki einungis við Heimskringlu alla heldur þar að auki við fjórar stærstu og þekktustu fslend- ingasögurnar: Laxdæla sögu, Eyrbyggja sögu, Njáls sögu, Grettis sögu. Alls er orðafjöldi þessara rita rúm hálf milljón orð eða 544000. Ég hef takmarkað mig við að rannsaka orðaforðann og tek ekki til meðferðar setningatengsl, Fiamliald á bls. 12.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.