Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1964, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1964, Page 8
Herjólfsstaðir í Álftaveri Séra Gísli Brynjólfsson: „Meinlausri Fram eru feigs götur III. iværö rekinn frá“ Yfir svarta gróðurlausa flatneskju sandsins rennur bíllinn létt og hljóð- lega. Manni finnst vegurinn streyma undir hann eins og breitt færiband í risastórri verksmiðju. En þetta er vit- anlega missýning. Það er bíllinn, sem hreyfist, flýgur áfram og leggur veginn að baki sér. Vegurinn er kyrr og aust- ast á sandinum, sunnanvert við ána Skálm, liggur hann upp á gráan malar- hrygg, Langasker. Ef við horfum af Langaskeri í landnorður sjáum við gras lendLhandan við svartar sandeyrarnar við ána. Þarna hafa þeir gerði og rétt, sem þeir nota á vorin þegar vearið er að rýja og marka. Nú er þarna engin byggð, en hefðum við staðið á Langskeri og horft í land- norður á kyrrum, björtum vormorgni fyrir 150 árum hefðum við séð léttan, bláan reyk liðast upp um eldhússtromp- inn á lágum torfbæ — Herjólfsstaðaseli. Þetta er bær hins skaftfellska alþýðu- skálds, Benedikts Þórðarsonar. ★ Benedikt Þórðarson, Benedikt skáldi, Benedikt frá Seli — hann var elztur þeirra þriggja, sem fórust í Kötlukvísl hinn eftirminnilega dag 14. sept 1823. Um hann fjallar síðasti þáttur þessara frásagnar, sem Benedikt hefur sjálfur gefið nafn á banadægri: Fram eru feigs götur. Frá uppruna Benedikts segir dr. Jón Þorkelsson í Blöndu V b. Hann var ætt- aður undan Eyjafjöllum, fæddur í Hrútafellskoti árið 1769 en fluttist um fermingu austur í Skaftártungu og ólst þar upþ. Hann kvæntist árið 1796 Katrínu Jónsdóttur frá Herjólfsstöðum. Um aldamótin fóru þau að búa í Hvammi í Skaftártungu og bjuggu þar næsta áratuginn. Þá mun hafa verið þröngbýlt á flestum bæjum í Tungunni. í manntalinu 1816 eru 122 menn bú- settir í Skaftártungu. En hvort sem það hefur nú verið af þröngbýli eða öðrum orsökum, þá taka þau Benedikt og Katr- ín sig upp árið 1810 og gera sér ný- býli úti á Mýrdalssandi ofan við Skálm og nefndu Herjólfsstaðasel — eða í Selhólmi. í Herjólfsstaðaseli hef- ur hvorki verið búið fyrr né síðar, en við þann bæ var Benedikt jafnan kennd ur eins og fyrr segir. ★ í Herjólfsstaðaseli bjuggu þau Bene- áikt og Katrín í 100 ár. Vorið 1820 flytj ast þau aftur upp í Tungu — I hús- mennsku á Flögu — ásamt 5 börnum sínum. Um haustið þ. 7. okt andaðist Katrín 49 ára. Benedikt setti henni grafskrift, sem birt var í Klausturpóst- inum IV ár. Þann 11. sept. 1823 kvæntist Benedikt- í annað sinn. Þá er hann 54 ára, en brúð urin, Þuríður Björnsdóttir frá Búlandi, 34 ára. Þau voru 3 daga í hjónabandi. Skyldi það ekki vera eitt skemimsta hjónaband á íslandi? Þuríður fór síðan til bróður síns á Búlandi. Eftir Benedikt Þórðarson er allmikill kveðskapup í handritum í Lbs. Virðist honum hafa verið létt um að yrkja, en ekki er það allt veigamikill kveðskapur. En ljóð hans hafa verið vinsæl og staf- ar það sjálfsagt fyrst og fremst af því hve græskulaus þau eru, oft blandin góðlátlegri kímni og ósjaldan er gam- anið á kostnað höfundar sjálfs. ★ Eitt sinn kom Benedikt á bæ. Er hann hafði gert vart við sig, var kallað út áður en opnað var og spurt hver úti væri og hve margir þeir væru. Þá svar- aði Benedikt: „Er á róli einsamall ekki trúi ég hann steli. Bugðulegur barnakall Benedikt í Seli.“ Benedikt undi illa fásinninu heima I Seli, þurfti að koma á mannamót, finna fólk og deila geði við aðra rnenn. Enda þótt hann eigi máske ekki vel heiman- gengt frá konu og ungum börnum verð- ur að hafa það: „Ekki situr oft um kyrrt allmargt för þó bagi Sér í björtu, syngur strit seinn í göngulagi.“ En búskapurinn í Seli og afkoma fjöl- skyldunnar hafa ekki grætt á tíðum ferðalögum húsbóndans og löngum dvöl um hans að heiman. Það kemur oft fram í kveðskap hans, eð hann finnur sárt til fátæktar sinnax: „Fátækt og hennar föruneyti fylgt hefur mér að öllu leyti.“ Hann getur varla eignast skriffæri til að festa kveðskap sinn á pappírinn. „Skriffæri ég aldrei á um ævi mína utan þanka og af vana yrki ég flesta kveðlingana. Gaman þykir honum að gestum. En honum sárnar ef gestirnir finna til fá- tæktar hans. Eitt sinn sátu hjá honum 6 menn veðurtepptir. Töluðu þeir um að ljótt væri að gera honum svo mikinn kostnað, — fátækum manninum. Þá kvað Benedikt: „Allra gæða auðl-egð hjá mér innan stundar vex. Þá ræsir hæða rekur frá mér rækalla sex.“ .★ Hann kveður lofkvæði þeim, sem víkja honum. Eitt sinn hittast þeir í Drangshlíð undir Eyjafjöllum Benedikt og Þórarinn sýslumaður Öfjörð. Þá bjó þar Jón Björnsson ríkisbóndi, en harð- drægur. Hann var langafi Eyjólfs á Hvoli og segir hann frá honum í bók sinni — Afa og ömmu — Benedikt var boðið til stofu með sýslumanni, því hann var vel metinn þó fátækur væri. Nú krafði Jón Benedikt um spesíu sem bann átti hjá hon-um, en Benedikt afsak- aði sig með því, að hann ætti enga spesíuna. Sýslumaður hlusar á, og seg- ir: „Þarna er spesian“ og fær Benedikt. Skáldið tekur við og segir: „Mig gladdi, sönn er saga sýslu-líður-hjörð. Guðs og Kóngs að gæta laga goðinn Eyjafjörð.“ Mig ei skuldin mæðir lengur mörg, sem ár var spörð, stærsta pening, glöggt, sem gengur gaf mér Eyjafjörð. Þeim sem launum býtir bragna berist þakkargjörð og láni fyrir lítilmagna, launin Eyjafjörð. Flaga i Skaftártungu Nafn þitt kunnugt vísast víðaa verður oss um jörð og hefjist bæði hér og síðar herra Eyjafjörð.“ Þegar þau Benedikt og Katrín fluttu í Herjólfsstaðasel. var sr. Þórður Brynj- ólfsson prestur á Mýrum og prófastur í Vestur-Skaftafellssýslu. Benedikt gerð ist meðhjálpari í Þykkvabæjarklaustura kirkju a.m.k. í forföllum hins ráðna djákna Þorkels í Skálmarbæ. En ekki hélt Benedikt þeirri stöðu til langframa Um þetta embætti sitt yrkir Benedikt kvæði sem hann nefnir: Þegar ég var meðhjálpari. (Birtast hér nokkur erindi úr þvL) Þá mig klerkar, höfuð hers, höfðu í fyrirsvari. Hérna forðum var ég Vers vísi meðhjálparL Þegar vanta Þorkel vann þenkti rekkaskari, að ég væri eins og hann orðinn meðhjálparL Ég hafði á klukkum hörkutak hastur nóg í svari. Upp ég hósta einn svo rak eins og meðihjálparL Ég puntaði upp með prýðissnið prófast og altari. Sætum gæddi gestailið sem góður meðhjálpari. Gekk ég víns með glösin stór greiður í hverju fari. Brögnum leið ég beindi í kór sem bezti meðhjálparL Ég af ljósum skífði skar skrýddur fötum-spari. Því ég sjálfur vissi ég var orðinn meðhjálpari. Er séra Þórður fluttist út í Mýrdal kom að Þykkvabæjarklaustri sr. Sig- urður Thorarensen og var þar í ár. Þriðji sálusorgari Benedikts meðan hann dvaldi í Seli var sr. Jón Aust- rnann, sem hafði brauðskifti við sr. Sigurð Thorarensen árið 1817. Kona Jóns var Þórdís Magnúsdóttir frá Þykkvabæjarklaustri. Þau gengu í hjónaband 1. nóv. 1811 og Benedikt yrk ir til þeirra brúðkaupskvæði. Sr. Jón var skörulegur prestur en nokkuð mun hann hafa veið einkennilegur í ýmsum tiltektum sínum. Til þess bendir eftir- farandi saga: Eitt sinn rak hvalflykki á fjörur prests. Ekki var það nýtilegt. Um sama leyti rak hnýsu (sumir segja andar- nefju) á Þykkvabæjarklaustursfjörur, Vildi prestur fá eitthvað af henni en bændur neituðu. Við það varð presti svo skapbrátt að hann neitaði að messa yfir Veringum alla föstuna. Um þetta verkfall sálusorgarans orti Benedik/ langan brag í orðastað klerks. Þar seg ir svo: Framhald á bls. 15. 8 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 2. tölublaS 1964.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.