Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1964, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1964, Blaðsíða 2
ASTIIIa SVIP MVND Fitt kunnasta tónskáld sam- tímans, Edward Benjamin Britten, átti fimmtugsafmæli í nóvember síðastliðnum, en afmælisdag hans ber upp á hátíð heilagrar Cecilíu, sem er verndardýrlingur tónlistar- innar, og þykir mörgum aðdáend- um hans þessi tilviljun bæði merki- leg og einkar vel viðeigandi. í rúman áratug hefur tónlist Brittens verið leikin oftar og víðar en tónhst nokkurs annars alvarlegs tónskálds, sem enn er á lífi, að Igor Stravinsky einum undantekn- um. Talið er að árstekjur Brittens af verkum sínum nemi kringum 25.000 sterlingspimdum eða um 3 milljónum íslenzkra króna. Óperur hans, kórverk og söngflokkar eru að mestu samin við enska texta, en mörg þessara verka hafa verið þýdd og sungin á öðrum tungum. Tæpum tveimur árum eftir frumsýninguna á óperunni „Peter Grimes“, sem var fyrsta verulega vinsæla stórverk hans, var hún sungin á ítölsku í einu virðulegasta óperuhúsi Evrópu, La Scala í Mílanó. Síðan hefur hún m.a. verið flutt á japönsku, finnsku og serbó-króatísku. Eins og stendur er hið mikla tónverk hans „War Requiem“ (1962) flutt af kórum og hljómsveitum um víða veröld, en í þessu frumlega verki blandar hann saman Ijóðlist Wilfreds Owens úr fyrri heimsstyrjöld og latneskum helgiljóðum. F lestir gagnrýnendur eru sam- dóma um það, að athyglisverðasti hæfi- leiki Brittens birtist i heillandi sam- stillingu tónlistar og dramatískra til- þrifa í verkum hans. Hann er snilling- ur í að skapa stef, lög, hljómfall og litrík tónræn blæbrigði, sem eru hríf- andi í sjálfum sér, en vekja jafnframt dramatíska tilfinningu fyrir stað og stund, hugiblæ og inntaki augnabliksins. Þannig tekst honum t.d. að bregða upp snjallri tónrænni mynd af flissi og kvíða spilltra ungmenna („The Turn of the Screw“), gný og átökum sjóorust- unnar („Billy Budd“), viðlhöfn og grimmd Tudor-hirðarinnar („Glori- ana“), óyndi mollulegrar rómverskrar nætur („The Rape of L.ucretia“) og niðandi töfrum skógarins þar sem Ober- on ríkti („A Midsummer Night’s Dream“). I>etta voru dæmi úr óperum Brittens, en hljómsveitarverk hans leiða líka fram þessi sömu sérkenni. Hvort sem hann semur stórbrotin og margslungin hljómsveitarverk eins og „Sinfonia da Requiem" og „Spring Symphony“ eða aönglög með píanóundirleik — t. d. lög- in við ljóð eftir Thomas Hardy — þá BENJAMIN BRITTEN vakir jafnan fyrir honum að framleiða tóna sem þjóna ákveðnu tilfinningalegu markmiði, helzt markmiði sem liggur utan við hans eigin persónuleik. Hann sagði einu sinni: „Með Beethov- en hófst eins konar rotnun, ef það orð er ekki of sterkt. Fyrir daga Beethov- ens þjónaði tónlistin einihverju sem var stærra en hún sjálf. Til dæmis dýrð Guðs, sem er öllu öðru meiri. Eða veg- semd ríkisins. Eða félagslegu umihverfi tónskáldsins. Hún hafði tiltekið félags- legt hlutverk. Eiftir Beethoven varð tón- skáldið miðdepill alheimsins sem hann bjó í. Þar eru rætur rómantísku stefn- unnar. Rómantísku tónskáldin urðu svo yfirmáta persónuleg, að svo virtist sem fyrr eða seinna mundi koma að því, að tónskáldið yrði einasta man-neskjan sem gæti skilið hans eigin verk. Nú, sú stefna hentar mér ekki.“ Hvaða mikla hlutverki þjónar þá tónlist Brittens? Að skoðun hans sjálfs er það hluttekning, samúð og umburð- arlyndi. Söguhetjurnar í óperum hans eru einatt ógæfumenn, sem orðið hafa fórnarlömb múgsefjunar, félagslegra for dóma eða pólitískra ofsókna. Tónlist Brittens á að veita okkur innsýn í vanda þeirra og vinna samúð okkar. Tæknilega hafnar Britten líka hinni persónulegu áherzlu rómantískunnar. — „Ég reyni að semja eins og Stravinsky hefur samið og Picasso hefur málað,“ segir hann. „Þeir voru mennirnir sem leystu tónlistina og málaralistina und- an harðstjórn hins hreinpersónulega. — Þeir fóru frá einum stíl til annars eins og býflugan flýgur blóm af blómi. Ég leitast við að gera það sama. Hvers vegna skyldi ég loka mig inni í þröngri per- sónulegri mállýzku?“ . ._____ I samræmi við þetta yfirlýsta mark- mið hefur Britten samið verk í nálegp öllum stílum nema hinum öfgakennda „atónala“ stíl, Arnoids Schönbergs, en það stafar m.a. af því að honum finnst kenning Schönbergs alltof einstrengings- leg og formúlukennd. Ýmsir sjá skyld- leika með Britten og hinu kunna Vín- ar-tónskáldi Gustav Mahler, og víst er um það, að á þroskaárum sínum varð Britten fyrir djúptælkum áhrifum af hinum þungu og þéttriðnu sinfóníum og söngvaflokkuim Mahlers. En hitt er jafnvíst, að Britten hefði orðið tón- skáld, þó hann hefði aldrei heyrt nótu eftir Mahler — og sennilegia hefði hann ekki orðið mjög frábrugðinn því sem hann er nú. Tóolistargáfa hans var meðfædd og hlaut að brjótast fram. Hann hóf að leika af fingrum fram á píanó fimim 'ára gamall. Tíu ára gam- all samdi hann sónötu, sem hann end- urskoðaði níu árum síðar og gaf út urvdir nafninu „Einfalda sinfónían" fyrir strengjahljómsveit. Þetta verk færir honum enn tekjuir. E ins og títt er um undrabörn reyndist Britten erfitt að losna við þann slimpil. Fram á miðjan fertugsaldur var honum brigzlað um að vera alltof fimur og eigia alltof auðvelt með að semja tónsmíðar. Eftir „Spring Symph- ony“ (1949), „Billy Budd“ (1951) og „The Turn of the Screw“ (1954) þögn- uðu samt þessar raddir, og undrabarnið varð smám saman hinn viðurkenndi meistari. í Rretlandi er nú talið, að þar hafi ekkert fremra tónskáld verið uppi síðan Henry Purcell (1659—95) leið. Sumir tónlistarfræðingar hafa jafn- vel gengið enn lengra. Þannig sagði Hans Keller í hinu útbreidda. vikuriti DrezKa utvarpsins, „Radio Times“, aS Britten væri mesta núlifandi tónskáld heimsins. Þetta eiga margir gagnrýnend ur bágt með að viðurkenna og benda á tvo menn, sem standi honum áreiðan- lega jafnfætis, Rússana Igor Stravinsky, sem nú býr í Bandaríkjunum, og Dmitri Sjostakovitsj. Slíkum spurningum veltir Britten sjálfur ekki fyrir sér, því hann er mað- ur hlédraegur, feiminn og ákaflega hóg- vær. Hann kveðst sjaldan lesa tónlist- argagnrýni, því hún sé yfirleitt trufl- andi og gagnslítil fyrir hann, jafnvel þegar hún sé jákvæð og velviljuð. — Þessi afstaða kann m.a. að stafa af reynslu hans á yngri árum. Fyrir meira en 30 árum voru þrír söngvar eftir hana fluttir á hljómleikum í Lundúnum —- og eina gagnrýnin sem hann fékk var stutt umsögn þess efnis, að söngvarnir væru augljós stæling á vinsælum söngv- um eftir William Walton. Þetta var hin,u 17 ára tónskáldi bitur reynsla. Hann er mjög tregur til að stjórna hljómleik- um, þó allir séu samdóma um að eng- inn stjórni hans eigin verkum betur, og virðist ævinlega telja sjálfan sig mi»- heppnaðan hljómsveitarstjóra. lí enjamin Britten hefur uim margra ára skeið búið í húsi sem hanu nefnir „Red House“ í útjaðri Aldeburgh, litils fiskimannaþorps í Suffolk. Síðan 1947 hefur hann ásamt vinum sínum staðið fyrir tónlistarhátíð á hverju sumri í Aldeburgh og oft samið verk fyrir hana. í „Rauða húsinu“ býr hann ásamt vini sínum og samverkamanni um 25 ára skeið, tenórsöngvaranum Peter Pears. Það var fyrir Pears sem hann samdi flesta af söngvaflokkum sínum og mörg helztu hlutverkin I óperunum. Húsið er rúmgott og smekklegt, en ekki sérlega nýtízkulegit, minhir meira á fjórða áratug aldarinnar en þann sjöunda. Fyrir utan það er sólbaðsver- önd með vínviði og sundlaug, sem Britten dýfir sér í a.m.k. þrisvar á dag í góðu veðri, jafnvel þó hann sé önnum hlaðinn. Hann hefur um margra ára skeið jafnan haft mjög mikið að gera, og það er ekki ótítt, að hann sitji við að semja þriðja þáttinn í óperu eftir að byrjað er að æfa þann fyrsta. Britten er enn unglegur í fasi, lítið farinn að gildna, hefur varla misst eitt einasta hár og er rétt að byrja að grána. Vinnuherbergi hans er yfir bílskúrn- um, rúmgott og mjög óbrotið, minnir á munkaklefa. Síðan hann settist að 1 Aldeburgh árið 1942, hefur hann hald- ið sömu vinnuháttum. Kl. 8 eða 8,30 á hverjum morgni er hann setztur við skrifborðið, þar sem hans bíða strikað- ar pappírsarkir og margir velyddaðir blýantar. Það sem hann skrifar niður er hann þegar búinn að vinna í hugan- um, lög, hljómfall, samhljóma, hljóð- færaskipun og leiðbeiningar. í seiling- arfæri við hann er flygill, en hann notar hans aðeins til að leika hið fullunna verk og aanga úr skugga um, að allt komi heim og saman. U ann vinnur •' einni lotu til hádeg- Framhald á bls. S Utgefandl: H.f. Arvakur, ReykjavHc. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Siguróur Bjarnason frá Vlour. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi 22480. 9. tölublað 1964 ■ 2 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.