Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1964, Side 9
Gísli J. Ásibórsson
M
aður á kannski ekki að trúa
öliu icai manm er sagt, en mer er
sagt, að varaþingmenn séu eins og
undir fargi. Þeir kváðu hafa tilhneig-
ingu til þunglyndis og þeir kváðu
hlæja beisklega (ef þeir hlæja á ann-
'að borð) og síðast en ekki síst kváðu
þeir loga af eftirvæntingu allan þing-
tímann, því það er vitaskuld heitasta
ósk varaþingmanna að verða alvoru-
þingmenn.
Ég fortek auðvitað ekki að þetta
sé eitthvað orðum aukið. Heimildar-
menn miínir kynnu til dæmis að
ganga með varaþingmenn á heilan-
um, rétt eins og sumir góðir menn
ganga með kirkjur á heilanum og
sumir með ráðhús og fáeinir meira
að segja með náðhús. Þó sýnist mér
frá sálfræðilegu sjónarmiði sem það
sé ekki óeðlilegt þó varaþingmenn
séu með dálitið beyglaðar sálir. Þeir
eiga farseðil til fyrirheitna landsins,
en þeir fá ekki pláss í skipinu. Mað-
urinn sem fékk plássið situr uppi í
brú og flytur langar og tíðum leið-
inlegar ræður. Hann spássérar um
dekkið eins og hann eigi það. Hann
gengur með skjalatösku sem er þrút-
in af visku. Og hann er maður dags-
ins.
Aftur á móti rápar varaþingfliað-
urinn um bæinn eins og hver annar
labbakútur og bíður eftir því að
stálhraustur alvöruþingmaður fái in-
flúensu sem hann kærir sig ekkert
um að fá. Auðvitað segir varaþing-
maðurinn ekki berum orðum að það
sé hans hinsta þrá að þessi eða hinn
hæstvirtur leggist á spítalann. Jafn-
vel varaþingmenn kunna algengusbu
kurteisisreglur. Og þó er það svo
mannlegt sýnist manni að hugsa ein-
mitt svona; og kasti sá nú fyrsta stein
inum sem reynt hefur hvað það þýð-
ir að eiga farseðil til fyrirheitna lands
ins — og fær ekki pláss í skipinu.
Sr að leiðir af sjálfu sér að það
þykir hæpin kurteisi ef varaþing-
maður spyr alvöruþingmann um
heilsufar hans. Hinn drengilegi vára-
þingmaður forðast slíkar spurning-
ar, jafnvel þó hann mæti alvöru-
þingmanninum á götu, hnerrandi af
sér hausinn. Það minnir um of á
erfingjann sem bíður úti í líkihúsi og
sleikir út um. Það er eitthvað óynd-
islegt við slíka framkomu, og hið
sama gildir um nærgöngulgr heilsu-
farsspurningar. Það er best að sleppa
svonalöguðu alveg.
Þó hermir sagan að einn harðsoð-
inn varaþingmaður hafi einmitt brot-
ið regluna vitandi vits. í hvert skipti
sem hann hitti alvöruþingmanninn á
götu, þá spurði hann hvernig honum
liði. „Ósköp ertu grár í framan í dag“,
dauðvona. Hann byrjaði að finna alls
kyns stingi og verki sem honum leist
ekkert á, hann byrjaði að sitja fyrir
læknum, og þar kom hann byrjaði
að standa upp á þingflokksfundum
og reka út úr sér tunguna þegar
minnst varði og spyrja flokksbræöur
sína hvort það væri ekki skóf á henni
núna. Að lokum lagðist hann á
sjúkrahús þar sem hann var skorinn
upp við öllum mögulegum og ómögu-
legum kvillum, og varaþingmaður-
inn sá skúrkur flýtti sér í sparibux-
urnar og labbaði niður á þing, vings-
andi handleggjunum. En þá tók for-
«jónin í taumana, guði sé lof. Vara-
þingmaðurinn var svo fattur þegar
hann gekk í þingsalinn að hann sá
k
\ \ / \
\
var viðkvæðið. Eða: „Af hverju rið-
arðu svona á fótunum, elsku vin? Er
langt síðan þú hefur farið til lækn-
is?“ Eða: „Hvað er eiginlega að sjá
þig, maður! En það þarf náttúrlega
ekki að vera ólæknandi.“ Og þegar
varaþingmaðurinn gekk lengst í þess-
um efnum, þá átti hann til að biðja
alvöruþingmanninn að reka út úr
sér tunguna og ganga að svo búnu
burtu með þungu andvarpi.
Vitanlega kom þar að alvöruþing-
maðurinn byrjaði að velta því fyrir
sér hvort hann væri í raun og vei*u
ekki þröskuldinn, og það fór svo að
hann hafnaði í sömu stofu og aum-
ingja alvöruþingmaðurinn, með hér-
umbil eins marga plástra.
T itanlega eru þess dæmi að
varaþingmaður komist á þing án þess
að brögð séu í tafli. Ósviknir þing-
menn þurfa stundum að skreppa til
útlanda fyrir land og þjóð, og þá
hoppar varaþingmaðurinn inn á þing
eins og byssubrenndur. En þá vaknar
því miður þessi spurning: Til hvers?
Varaþingmaðurinn getur reiknað með
hálfs mánaðar þingsetu, sem er lág-
markið ef mönnum tekst á annað
borð að smjúga inn fyrir dyrnar.
Alvöruþingmennirnir eru búnir að
þinga í sex mánuði, og haifi þeir
sýnt þjóðinni nokkuð, þá hafa þeir
sýnt henni að það eru fjórar hliðar
á hverju máli. Nú á varaþingmað-
urinn (sem kannski kemur lengst
ofan úr afdal) að kynna sér þessi
mál á parti úr degi. Hann getur feng-
ið um það boð að morgni að óska-
stundin sé loksins runnin upp og al-
vöruþingmaðurinn sé farinn til Stan-
leyville. Hann drífur konuna sína í
að pressa sivjotfötin, gleypir í sig
hafragrautinn og hoppar upp í sjúkra
flugvélina sem send er eftir honurn;
og daginn eftir á hann að þekkja a.ll-
ar hliðar á öllum málum á alþingi,
allt frá þingsályktunartillögu fram-
sóknarmanna um kröppu beygjuna
við Bönduós til frumvarps ríkisstjórn
arinnar um lögaldur drykkjumanna.
Ég segi að þetta sé ekki hægt, jafn-
vel þó að varaþingmaðurinn komi
allsgáður suður.
E r það ekki ævinlega svona?
Óskadraumurinn verður að hálfgerðri
martröð. Það er til dæmis spurning-
in um ódauðleikann. Varaþingmaður
sem kernst á þing fyrir tilstuðlan
negranna í Stanleyville getur ekki
vænst þess að þeir verði svona höfð-
inglegir á hverju ári. Líklagast kemst
hann aldrei aftur á þing, og þar af
leiðandi blasir sú staðreynd við hon-
um að ef hann ætlar að öðlast ódauð-
lega frægð í sögu þjóðarinnar, þá
hefur hann nákvæmlega hálfan mán-
uð til stefnu. Svona menn sjást oft
á reiki í Stór-Reykjavík með djúpan
örvæntingarsvip. Hvar er grettistak-
ið sem þeir geta lyft í snarkasti í
þágu almennings? Það liggur ekki á
lausu satt að segja, og oftast endar
varaþingmaðurinn þingsetu sína með
hálfgerðu neyðarfrumvarpi, sem mað
urinn frá Stanleyville flýtir sér að
stinga undir stól strax og hann er bú-
inn að jafna sig eftir ferðalagið.
Er frægðarferli varaþingmannsins
þar með lokið? Já, því miður, að
mestu. Að vísu er ein lumma eftir
sem mörgum finnst harla góð. Með
því varaþingmaðurinn hefur sýnt þá
fórnarlund að sitja tvær vikur á
þingi fyrir landsins börn, þá hefur
hann öðlast skýlausan rétt til að
sitja veisluna miklu sem þingmenn
halda sjálfum sér til dýrðar. Það er
ugglaust merkasta veisla ársins. Þar
er ekkert til sparað og þar er a-llt
fyrir ekki neitt, því að þjóðin telur
ekki slíkan hégóma eftir þingmönn-
um sínum. Þar hefur hnífur vara-
þingmanns komist í það feitast á
veisluborði.
Aðeins eitt skyggir á gleði hans ef
að líkum lætur.
Hún Stína hans gleymdi blankskón-
um hans þegar hún pakkaði niður.
Og þar af leiðandi er varaþing-
-maðurinn eini maðurinn í samkvæm-
inu sem dansar á gúmmískóm.
hann að senda mér leiðréttinguna eins
og hann vildi hafa hana, skyldi ég svo
senda hana um hæl þegar ég, og hinir
er hlut ættu að máli, væri búnir að
koma okkur sarnan, annaðhvort um að
breyta henni eða samþykkja hana ó-
breytta. Þessu hefir hann ekki svarað;
og er þó langt síðan ég skrifaði honum.
Ég skrifa þér þetta svo sem tili bending
ar og ég veit að réttsýni þín og dreng-
skapur mun ráða þar á góða bót, sem
fautaskapur Gröndals bægir honum að
fara að sem góðum dreng sæmir. —
Þetta bið ég þig nú að fyrirgefa mér;
því illt þykir mér efnið í fyrsta bréfinu
sem ég rita þér á æfi minni.
ú munt frétta, að ég hefi átt í
hörðum brösum við hann Kaufimann
litla, sem var fréttaritari fyrir Dags-
Telegraplhen við Þjóðhátíðina. Hann
níddi okkur sárlega fyrir það, að
franska flaggið var ekki á stöng á
Þingvelli, þann 6ta, og sagði það hafa
borið til, að við værum Frökkum reið-
ir fyrir þeirra „heldige“ fiskiveiðar und-
ir Xslandi. Hann varð og hamslaus út úr
Koketteríi okkar við Norðmenn og kvað
það hafa verið heppni mikla, að kon-
ungur var ekki við. Þetta reit Kauf-
mann, sem þú manst er í laginu eins
Og danskur títuprjónn með svo litlum
hausi, frá Reykjavík eftir Þingvallahá-
tíðina. Ég sem veizlunefndar maður
svara honurn býsna hart- svo hart og
svara honum býsna hart — sVo hart og
bölvanlega sem ég þorði — og sendi
Dags. Telgr. með þeim ummælum, að
tæk hann ekki bréfið, léii ég prenta það
í „Udlandet“. Telegraphinn tekur bréfið
-með öllum skömmunum, m.a. lýsti ég
Kaufmann ósannindamann, kallaði--'að-
ferð hans „brutal Forurettelse“ og
Framhald á bls. 13
14. tölublað 1964
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 9