Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1964, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1964, Blaðsíða 1
Hér er frásaga af starfsmanni brexku stjórnarinnar. Kim Philby, sem njósnaði fyrir Rússa, hvernig hann var afhjúpaður og hvernig hann flúði örlög sín — eða gerði hann það? Eftir Edward R. F. Sheenan "í ANN var maður óframfær- inn, jafnvel við drykkju, og stam- aði, jafnvel utan drykkjar. Hann var laglegur maður, en þó með nokkrum þunglyndissvip, og per- sónutöfra hafði hann takmarka- lausa. Hann hét Harold Adrian Russell Philby, en ailir kölluðu hann Kim — sem gat minnt á sögu Kiplings — enda var hann uppal- inn í Indlandi. Kim var fréttaritari í Austurlöndum nær, fyrir tvö ensk vikublöð, The Observer og The Economist, og ég hitti hann fyrst í Beirut, 1958, skömmu eftir að ég hafði tekið við starfi sem blaða- fuiltrúi Bandaríkja-sendiráðsins þar. Ég var vanur að hafa gaman af að sjá hann koma inn í kokteilsamkvæmi. Þá var hann vanur að koma inn í sal, fullan af skrafandi diplómötum, fréttariturum' og arabiskum menntamönnum, hikandi og eins og hann væri að þreifa fyrir sér, og leit út eins og bréf, sem hefur verið afhent á skakkt heimilisfang. Þegar hann tróðst fram hjá mér, og tautaði „sæll, gamli kunningi", gat ég fundið piparmyntuiyktina af honum og farið að geta mér til um, hvenær dagsins hann hefði skellt í sig fyrsta huggar- anum. •— Hvað má bjóða þér, Kim? gat hús- móðirin sagt. —- Áttu nokkurt vi-vi-viskí? — Já, all't fullt af því. ■— Fy-fyrirtak! Svo gat hann snúið sér við og séð, að lagleg iliplómatsfrú kippti í ermina hans. — Pamela! Þú lítur dásamlega út! Og svo var eins og hann varpaði frá sér þessari venjuiegu feimni sinni og faðmaði Pamelu með gamansömum ofsa og kleip hana^í bakhlutann. Ef Pamela reiddist þessu, var Kim vanur að kalla til konunnar sinnar, sem hét Eleanor og var amerísk: — Ko-komdu hérna, eiskan, og taiaðu við hana Pa-Pamelu! FYRRI HLUTI Eieanor Philby tók á öilu sinu til þess að látast taka þessu gamni, flýtti sér til þeirra og atyrti konuna, sem varð svona fyrir hrifningu eiginmanns hennar: — Vertu nú ekki svona snúin, góða mín. Vertu almennileg við hann Kim! — Ef ég hagaði mér svona, gat hmeríski diplómatinn bætt við, — yrði mér aldrei boðið aftur. — En það er nú það einkennilega, svaraði brezkur diplómat, — að Kim er alltaf boðið aftur. Og auðvitað voru Kim og Eleanor boðin í viðhafnar-kvöldveizlu sem Hugh Glencairn Baifour-Paul, fyrsti sendisveitarritari í Beirut, hélt að kvöldi 23. janúar fyrir rúmu ári, fyrir nokkra brezka og ameríska vini sína, sem höfðu áhuga á fornfræði. Eleanor kom ein síns liðs, en sagði, að maður sinn hefði hringt og sagzt koma „dálítið seinna“. Hún bragðaði varla á mat og eftir því sem á kvöldið leið, var hún sýnilega áhyggjufull yfir fjarveru Kims. Loksins fór hún úr samkvæminu, frá sér og úr- vinda, en gestirnir urðu hissa á þessu, þar eð Kim var nú einu sinni frétta- maður og sennilega væri kona hans orð- in alvön svona fjarveru hans. Hún fór heim i íbúðina þeirra á fimmtu hæð i Kim Philby mcðan allt Xék í lyndi. húsi við Kantari-götu og beið þar vel fram yfir miðnætti. Einu sinni eða ■tvisvar sofnaði hún, en vaknaði aftur „með einhverja hræðilega tilfinningu“, eins og hún sagði síðar frá, „að eitt- hvað hefði komið fyrir Kim“. Var hann á hnotskógi eftir einhverri frétt? Kim hafði alltaf verið þagmælsk- ur um verk sitt — jafnvel við hana. En síðustu vikurnar hafði eitthvað legið þungt á honum. Skap hans hafði ýmist verið þumbaldalegt, eða hann hafði verið gripinn næstum óhemjulegri kæti, og svo hafði hann drukkið meira en hann átti að sér. En meðan hún beið, tóku viss atvik undanfarinna tveggja mánaða að fá óhugnahlega merkingu í huga hennar. Kim hafði haft áhyggjur út af fjár- málum. Hann hafði samið við einn út- gefanda í London og annan í New York að skrifa bók um Austurlönd nær, en úr því hafði ekki annað orðið en hrúga af böggluðum blöðum óg fjöldi hálfsam- inna setninga. Og hann hafði þjáðst af martröð. Eina nóttina — sagði Eleanor vinkonu sinni síðar — hafði hún vakn- að og séð, að hann sat uppi í rúrninu, með lokuð augu, og var að reyna að stama upp veini um hjálp — og þetta var í fyrsta sinn, sem hún hafði heyrt hann stama upp úr svefni. í annað sinn — að því er hún síðar sagði frá — hafði hún farið út í baðherbergið og fundið Kim þar sem hann stóð yfir vaskinum og starði í spegilinn, snöktandi. — Hvað gengur að þér, Kim? sagði hún. — Ekkert, góða mín. Farðu upp í aftur. ]VÍ rguninn eftir kvöldboðið hringdi hún upp náinn vin þeirra, umsvifamik- inn, amerískan kaupsýslumann, sem hafði samband við háttsetta embættis- menn í Beirut. „Þú verður að hjálpa mér að finna hann Kim“, sagði hún. Kaupsýslumaðurinn hringdi tafarlaust í Tewfim Jalbout ofursta, yfrmann leynilögreglunnar í Líbanon. Jalbout ofursti þekkti Kim þegar að nafni, og lágu til þess ýmsar ástæður. Hálfum mánuði áður hafði hann heyrt, að Kim hefði verið að spá yfirvofandi byltingu Nasser-sinna í Saudi-Arabíu. Það var vitað, að Philby var andvigur konung- dæmi Sauds — hafði hann verið að blanda sér í arabisk stjórnmál? Höfðu Saud-sinnar — eða einhver annar stjórn málaflokkur — rænt honum? Lögregla Jalbouts ofursta setti þegar í gang víð- tæka leit í öllum sjú.krahúsum og fang- elsum og athugaði skrár yfir burtvikna menn hjá flugfélögum og annarsstaðar. En ekkert fannst. Philby var horfinn! N Xlæsta dag, innan tveggja sólar- hringa frá kvöldboðinu hjá Balfour- Paul, hringdi Eleanor til ameríska kaup sýslumannsins frá sendiráðinu brezka, og afturkallaði leitina. Hún hafði farið í Normandy-hótelið — sem tók við bréf- um þeirra — og fundið þar kveðjubréf frá Kim. Hann var í blaðamennskuer- indi og „snöggri ferð um Austurlönd nær“. Þetta var allt í lagi, sagði hún. En var nú það? Eleanor hafði þegar trúað vinkonum sínum fyrir því, að per- sónulegir hlutir í eigu Kims, svo sem tannbursti, rakvél og þessháttar, hefði verið kyrrt heima. Enda þótt þessi snögga ferð hans hefði verið það mikið íyrirfram vituð, að hann hefði haft tíma til að skrifa kveðjubréfið/ hafði hann samt ekkert tekið með sér nema fötin, sem hann stóð í. Ennfremur hafði Jal- bout ofursti fengið upplýst, að Kim Framh. á bls. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.