Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1964, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1964, Blaðsíða 8
Agóðviðrisdögum, um helg- ar, fara Reykvíkingar gjarn- an í ökuferð um bæinn og nágrenn- ið. Ekki sízt þeir, sem eru á nýjum bílum — uppi í skýjunum í þeim .nýbónuðum, með frúna frammi í og börnin í aftursætinu. Þá er farið um nýju hverfin, ekið hægt til þess að athuga hvort flutt sé í þetta hús- ið eða hitt, hvernig gluggatjöldin séu hjá hinum eða þessum, hve íburðar- mikil hús Péturs eða Páls séu — og svo er velt vöngum yfir því hvernig í fjandanum þeir geti þetta, byggt svona stórt, haft það svona „flott“. Eða þá, að fólk segir: — Hafið þið nú séð annað eins? Og þá er sett út á alla hluti. En mat manna á húsum náungans og gluggatjöldum' fer oft eftir því hvernig «kapið er — og í slíkum ökuferðum fer skapið eftir veðrinu og því, hvort börnin í aftur- sætinu eru þæg og góð, eða þau ætla af göflunum að ganga. - Húsið númer 96 við Kópavogsbraut er eitt þeirra, sem margir aka hægt fram hjá, þegar þeir eru í þessum laugardags- og sunnudagsökuferðum með fjölskyld- uha. Þetta er stórt embýlishús á einni hasð, timburhús að mestu, einkar fallegt þar sem það stendur fyrir ofan Kópa- vogsbrautina. Timburklæðningin er brún, nokkrir steinsteyptir veggstúfar era skreyttir litríkum grjótflögum — ag oft rýkur úr arninuin. Hér búa Sveinn Sæmpndsson, fulltrúi hjá Flugfélagi ís- lands, og kona hans María Jónsdóttir — ásamt tveimur sonum, Goða, 6 ára ljósi, og Sindra, hálfs annars- árs, há- værum og fyrirferðarmiklum. Svo segir moðirin. í > esbókin leit inn til þeirra í fyrri viku til þess að skoða húsið og fá kaffi- sopa. Frúin var nýbúin að baka og húsbóndinn hafði kveikt í arninum:'. Það var komið undir kvöldmat og sá fitli var dálitið rellinn og frúin sagðist í raun og veru ekki vita hvað gera ætti við svona stráka. Þegar við fórum að yfirheyra þau fyrir lesendur Lesbókarinnar byrjuðu bæði að vitna um ágæti þess að búa í Kópavogi. Það eina, sem skyggði á ánægj una, var flugumferðin, því húsið stendur ofarlega á Kársnesinu — í beinni stefnu á lengstu flugbrautina á Reykjavíkur- f.ugvelli. Flugvélarnar hafa að vísu aldrei tekið þvottasnúrur frúarinnar með sér, en oft hefur munað mjóu. Að öðru leyti lifir þessi fj.ölskylda eins og blóm í eggi og kvartar ekkert yfir lífinu og t'.verunni nema síður sé. Og hjónin eru þeirrar skoðunar, að þeirra lóð sé sú bezta í Kópavogi — og þau vildu ekki skipta á neinu húsi og sínu eigin. Er þá ekki allt fullkomnað? Þegar afstaða .foiks til lífsins er slík skiptir í raun- inni ekki máli hvort það býr í Kópa- vogi eða á Kjalarnesi. F yrst bjuggu þau í Reýkjavík, á Kirkjuteigi, en þá vann María í Skósöl- unr.i við Laugaveg. Sveinn vildi reyna að fá lóð í Kópavogi, en þangað gat hún ekki hugsað sér að flytja. Það atvikaðist sarnt þannig, að þau fluttu í Kópavoginn á endanum. Keyptu kjallaraíbúð við Hiíðarhvamm á meðan þau voru að byggja. Svo byrjuðu þau í maí 1960 á stór- grýttri lóð, sem erfitt var að vinna. Fyrsti áfanginn var að ryðja akfæra braut í gegnum urðina — upp að grunninum, og sagði Sveinn, að María hefði staðið sig vel í grjótvinnunni. 1 júní steyptu þau svo sökklana og síðan var byrjað að reisa húsið. Þetta var allnýstárleg smíði, sagði Sveinn, tyggl úr stálgrindum að hluta — og þottu nábúunum þetta undarlegar að- farir. Á daginn voru smiðir að vinnu þarna, en Sveinn á kvöldin — og eitt sinn kom nágranni til hans, benti á stál- grinöurnar og spurði: Á þetta að verða verksmiðja? U m haustið, 28. september, fluttu þau inn í tvö lítil herbergi, en annað ÍSLENZK HEIMILI var ófullgert — og stærstur hluti hússins í rauninni aðeins fokheldur. En með því að halda stöðugt áfram — og hafa litla sem enga aukavinnu aðra en húsa- srníðar — þá hefur þetta gengið vel og nú er Sveinn búinn að byggja. Hann segir að þetta hafi verið eitt skemmti- legasta viðfangsefni, sem hann hafi haft. En hann er ekkert æstur í að byrja á öðru húsi — a.m.k. ekki strax. Hér áður og fyrr var Sveinn við nám og vinnu á vesturströnd Kanada og þar sá hann mörg hús, sem hann vildi gjarnan eiga. Mig dreymdi alltaf eitt siíkt, sagði hann — og þegar ég hitti svo Rögnvald Johnson, útskrifaðan arki- tekt frá Kaliforníu, þá var einmitt kom- inn rétti maðurinn til þess að teikna húsið fyrir mig. Húsið' er 158 fermetrar að stærð. fimm herbergi og eldhús, auk þess geysi- stór fataskápur, eða öllu heldur fataher- bergi, búr, þvottahús, bað, geymsla og kynaiklefi, en í búsinu er lofthitun —- svo sð segja hljóðlaus. Gólfin eru parket- lögð, danskt brenni, „yndislega skemmti- leg og gott að 'þrífa þau“, segir frúin. En hún viðurkennir að það -sjái meira á þeim en ýmsu öðru, því hælar kven- fólksins skemma allt. Ekkert stenzt þessa nýju- hæla — og hún segist ekki kunna við að biðja fólk að fara úr skónum.. En margar vinikonur hennar gera það samt — og allar hér eftir, a.m.k. þær, sem fá Lesbókina í dag. S veinn segir, að sér finnist þó öllu mikiivægara hve loftið sé alltaf hreint og ferskt í húsinu. Að vísu er alltaf betra og heilnæmara loft í timburhús- um. En þegar parket kemur í staðinn fyrir teppi út x horn verður munurinn e::n .meiri, því það fyigir alltaf ein- hver drungi og molla teppunum. Þetta verða menn oft áþreifanlega varir við í steinhúsum — þar sem öll gólf eru teppalögð, mikið kynt og gluggar ekki upp á gátt. Slíkt getur oft verið þjak- andi. ■ Svefnherbergin eru þiljuð innan með gipsonit og síðan veggfóðruð, en í stof- xuini skiptist á veggíóður og sandblás- inn og sýruiborinn viður. Loftið í bónda herberginu er klætt n:eð „mublustriga“, áferðarfallegt. Og gluggatjöldin í stof- unni eru líka úr „mublustriga“, en senni- lega áttar sig enginn á því, sem virðir húsið fyrir sér. Einn veggurinn í stof- unni er einn stór gluggi — og hálfur gafl er líka gluggi — svo að það er ékkert smáræði, sem fer fyrir glugg- ana. En það er engin ný uppgötvun, að smekklegir hlutir og fallegir þurfi ekki að vera þeir dýrustu, sem völ er á. Þeir, se;n h&Ida, að fegurð og hreinn svipur húsa, innan stokks sem utan, vaxi alltaf í réttu hdutfalli við útgjöldin, ættu að irmramma reikningana, sem þeir hafa greitt, og hengja þá síðan upp þar sem allir sjá. Margir fyllast lotningu, þegar þeir sjá háar tölur, og þurfa að fá verðið uppgefið til að geta lagt dóm á einföldustu hluti. öðrum nægir smekk- vísi og myndarskapur — og það er hægt að gera ótrúlega mikið úr litlu, ef rétt er á haldið. Þetta þýðir ekki að einhver fátækrabragur sé á heimili Maríu og Sveins. Síður en svo. Það er einmitt hér, sem gesturinn spyr: Hverhig í fjand- ánum hafa þau farið að þessu? 0 g svarið er einfaldlega það, að þau hafa verið dugleg og hagsýn, em revlufólk — og hafa notað tirnann og Þarna er húsið' þeirra — þelta, sem S vein hefur dreymt síðan í Kanaua íorðum. 8 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 16. tölublað 1904

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.