Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1964, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1964, Blaðsíða 11
— Ef það er eitthvað, sem fer í taug arnar á mér, þá er það svindl í spil- um. — Þau spiluðu út tveimur ásum, som ég liafði í jakkaerminni! SIGGI SIXPENSARI Trúarbrögð Myth a'nd Religion of the North. E. O. G. Turville-Petre. Weiden- feld & Nicolson, 50s. 1964. Prófessor Turville-Petre er einn fremsti fræðimaður um norrænar fornbókmenntir. Hann hefur sett saman ágæt rit um íslenzkar bók- menntir „Origins of Icelandic Litcrature" og „The Heroic Age of Scandinavia“. Þetta rit fjallar um trúarbrögð feðra vorra. Heim ildirnar eru Sögurnar og Edd- urnar, Snorri Sturluson og sam- tíma heimildir erlendar, einnig fornminjarannsóknir. Höfundur rekur síðan sögu goðanna, trúar- venjur og breyttar hugmyndir um goðheim með breyttum þjóð- félagsvenjum. Þó að bókin sé trúarbragðasaga, verður ekki hjá hjá því komizt að rita þessa sögu með hliðsjón af þjóðfélags- ástandinu, svo að bókin. verður um leið menningarsaga og póli- tisk saga þessara tíma. Það kem- ur greinilega í ljós T þessu riti, að erlendir menn hafa að sumu leyti betri aðstöðu til að rita um þessi efni, heldur en íslending- ar,.þv£ að þeir verða oft blindir á ýmsa þætti vegna nálægðar við söguefnið, ef svo mætti segja, einnig eru skoðanir þeirra oft fullfast mótaðar fyrirfram. Eftir að hafa blaðað I þessari bók, vaknar með manni sú spurning hvort langt líði, þar til fornsaga íslands verði tekin til algjörrar endurskoðunar og þá einnig síð- ari tíma sagan. fslandssagan hef- ur hingað til verið rituð I sam- bandi við sjálfstæðisbaráttuna, sagan hefur verið notuð pólitískt, og slík sagnritun er ærið hæpin. Þótt við höfum átt ágæta sagn- fræðinga og menn, sem hafa ver- ið einstaklega glöggir á innviði sögunnar, þar ber fremstan Árna Magnússon, og svo síðar Jón Sigurðsson, sem jafnframt stóð fremst í stjórnmálabaráttunni, eem hlaut að lita hans mat á sögu landsins, og svo hinn mikla elju mann og heimildakannara Pál Eggert Ólason, þá er saga íslands lítt rannsökuð ,og bíður þar 16. tölublað 1964 -------- ótæmandi verkefni. Undirstöðu sagnfræðinnar, heimildakönn- uninni, hefur lítið verið sinnt. Sá sem þar hefur helzt að unnið er ofannefndur Péil Eggert, og svo eru viss tímabil ekkert annað en uppskriftir með smávegis viðbótum, t. d. Sturlungatíminn. Heimildagagnrýni er mjög tak- mörkuð, og viðmiðun við sögu nágrannaþjóða er sjaldgæf. Það virðist oft svo sem ísland sé eina landið í heiminum og hér hafi sagan skeð án nokkurra tengsla við umheiminn. Ævisögfur The hast four Lives of Annie Besant. Arthur H. Nethercot. Hart-Davis. 42s. 1963. Þetta er annað bindi ævisögu A. B. Fyrsta bindið kom út 1960. Þetta bindi hefst á þvi að Annie Besant tekur að aðhyllast guð- speki, og verður síðar forseti Guðspekifélagsins. Starfi hennar í Indlandi er ýtarlega lýst svo og samstarfi hennar og Krishna- murtis. Bókin gefur ágæta mynd af þessari fjölhæfu konu, sem lét sig flest mannlegt var<5a. Hún var mikil mælskukona og óþreytandi í baráttu sinni fyrir bættum kjör- um lágstéttanna bæði í Indlandi og víðar. Bókin er vönduglega unnin, ágætar heimildaskrár og tilvísanir. Bókmennlir In General and Particular. C. M. Bowra. Weidenfeld & Nicolson. 30s. 1964. Greinasafn þessa ágæta fræði- manns um margvíslegustu efni: Gildi klassískrar menntunar, hetj ualdirnar, spásagnak veðskap, áhrif fyrri heimsstyrjaldar- innar á skáldin eftir strlðið, skáldskap og fræðimennsku, danskvæði og föstuinngáng, og blæbrigði tungunnar. Hann skrif- ar um Racine, Dante, Sordello og Edward Fitzgerald o§ höíunda nokkurra ástakvæða frá miðöld- um. Bókin er mjög skemmtileg aflestrar, og opnar mönnum nýstárlega innsýn I verk klass- Iskra höfunda. Höfundurinn er einn fremsti fræðimaður í klass- iskum fræðum, sem nú er uppi, og hefur ritað margt um þau efni, einkanlega er bók hans „The Greek Experiment" eftirtektar- verð, sem út kom I bókaflokknum „History of Civilization", sem út er gefin af Weidenfeld og Nic- olson. Beztu lyklarnir að grískri menningu eru Bowra ’og Murray, enda þótt þýzkir fræðimenn hafi marga.þykka doðranta samantek- ið um klassísk fræði, þá verða snjöll essay engilsaxa drýgri' til skilnings á klassískri menningu, manni virðist stundum eins og þýzkararnir kaffæri sig I smærri atriðum á kostnað heilsteyptrar yfirsýnar. Þekking manna á grísku þjóðfélagi, sérlega frum- grísku, hefur aukizt við forn- minjarannsóknir og málrann- sóknir, því má búazt við mikilli grósku I þessum fræðum næstu áratugina. Blt'tSamennska I Bought A Newspaper. Claud Morris. Arthur Barker. 25s. 1963. Claud Morris var um tíma blaða- maður í London, og ágætti sig sérstaklega sem stjórnmálafrétta- ritari. Ýmsar takmarkanir blaða- eigenda urðu til þess, að hann hvarf þaðan og festi kaup á smá- blaði I námubæ I Wales. Bók hans lýsir umsvifum og baráttu hans við hégómaskap, hagsmuna- streytu, tortryggni og lókalpatríót isma. Bókin er einstaklega skemmtileg og lifandi. Og lolcs tekst honum að koma blaði sínu og útgáfustarfsemi á nokkurn- veginn öruggan fjárhagsgrund- völl. Auk þessarar sögu, flettar höfundur frásögnina með um- sögnum sínum um hina og aðra framámenn í brezkum stjórnmál-. um. Stundum minnir frásögn höf- undar á þá ágætu menn Bruee Lockhart og Negley Farson, sem skrifuðu hvað skemmtilegast um menn og málefni og sjálfa sig á árunum fyrir seinna strið. Þeir voru báðir kollegar höfundar. Jóhann Hannesson: ÞANKARUNIH I fornum sögum kínverskum greinir svo frá að keisarinn hafi eitt sinn skipað mann í embætti, en ekki ætlað honum neitt verk að vinna, enda gerði embættismaðurinn ekki neitt. Kunningi hans frétti af þessu og sendi honum steingúrku að gjöf. Var gúrkan lík blófnsturvasa í laginu, en holrúm var ekk- ert í henni og engu varð inn í hana komið. Þegar þessir kunn- ingjar hittust, þakkaði embættismaðurinn vini símyn gjöfina, en lét þess jafnframt getið að gjöfin væri nokkuð gölluð og hann hefði ekki neitt'gagn af henni. Þá spurði hann einnig hver væri tilgangurinn. með gjöfinni. „Tilgangurinn er ekki annar en sá“, sagði vinur hans, „að sýna þér hvernig sá embættis- maður er, sem ekki gerir neitt. Ekkert kemst inn í hann og ekkert verður úr honum tekið. Hann er eins og þessi stein- gúrka og að honum er ekkert gagn.“ Ekki fara sögur af skilnaðarkveðjum þessara kunningja. En á bak við þessa stuttu sögu skín í alkunna kenningu sumra kínverskra spekinga: Tómleiki hlutanna gefur þeim gildi, fyll- ingin gerir þá ónýta. Þetta er eins og ýmislegt í þeirra hugsun, þveröfugt því, sem vér téljum gott og gilt, en hefir þó meira til síns máls en ætla mætti. Að vísu geta málin gert oss nokk- urn grikk, en hindranir þeirra eru ekki óyfirstíganlegar. Það sem vér köllum óskrifað blað, kalla þeir tómt-hvítt blað. Tilraunir gætum vér gert til að sjá hvort þeir hafa nokkuð til síns máls. T. d. mætti setja steinsteypu í nokkra bolla, flösk- ur eða vasa og láta standa til næsta dags og sjá síðan hvers virði þessir hlutir yrðu. Þegar vér hreinsum eitthvað og þvoum vel og vandlega, þá erum vér að sækjast eftir þeim tómleika, sem gefur hlutum gildi. Með því að stytta vinnutímann, eru menn að sækjast eftir tómstundum. Ef vér erum alltof önnum kafnir, vinnst ekki tími til að hugsa sum mál eða ræða við kunningja sína, en hvort tveggja er hægt í góðu tómi. Fyrir tveim árum hitti ég tvo af mínum gömlu mennta- skólakennurum frá Noregi, og voru þá liðnir tæpir þrír áratugir frá síðustu samfundum. Við tókum tal um skólamál, og með því fyrsta sem þeir sögðu var: Of mikil málakennsla í mennta- skólunum, of mörg mál, eru ein mesta hindrunin fyrir því að nemendur talci út hæfilegan þroska á skólaárunum. Og þetta er almenn skoðun þar í landi. Þó lítur út fyi’ir að svo fari leik- ar að menntaskólanámið verði lengt — og líkur eru til að vér heima á Fróni verðum að fara .sömu leið. Aðrir leiðtogar í menntamálum erlendis kvarta undan því að árangurinn af lær- dóminum verði einatt troðfullir heilar, en tóm hjörtu. Nefna mætti dæmi um gildi „tómleikans" frá líffærafræð- inni. Ef maginn getur ekki tæmzt, þá er hætta á ferðum. Öku- menn kannast við benzínstífluna. Margar hliðstæður mætti nefna frá öðrum sviðum tækninnar og úr borgarlífinu, svo sem umferðinni. Offyllingin veldur vandræðum. Um jólaleytið má í sumum erlendum borgum sjá svofellda auglýsingu: Forðizt miðborgina. Kynslóð eftir kynslóð hefir unnið að því að byggja borgir, og nú er svo komið málum að sumir helztu leiðtogar og vinir borga hvetja heil fyrirtæki til að flytja úr þeim, til þess að draga úr því öngþveiti, sem orðið er. Spyrja mætti hvort hin sérkennilega kenning um gildi tómsins og skaðsemi offyllingarinnar hafi haft raunhæft gildi í hinu kínverska þjóðfélagi. Sem dæmi má nefna meðferð áfeng- isins. Kínverjar neyta þess, en þeir fara ekki út á götur til þess að slá um sig, ef þeir drekka of mikið, heldur leggjast þeir upp í rúm heima hjá sér og bæra sem minnst á sér. Þeim er það ljóst að það er sjúklegt að offylla sig á áfengum drykkjum, og þess vegna er ekki drykkjusýkin vandamál í þjóðfélagi þeirra. En með oss hefir offylling áfengis gert margan mann óhæfan til starfa síns. Og þegar saman fer offylling af vélum og áfengi í senn, er ekki á góðu von. Nú steðjar að mönnum hætta úr annarri átt: Að ofhleðsla verði í sálarlífi þeirra, og þá ekki aðeins á sviði skólalær- dóms, heldur einnig í daglegu lífi af völdum fjölmiðlunartækj- anna, kvikmynda, útvarps, sjónvarps, talsima o. fl. Samband við náttúruna — einkum hina kyrrlátu náttúru, er því orðið mönnum brýn nauðsyn — og heilsulind. Sálin þarf að hafa tóm til að lifa, anda og hvílast. Að vísu getur hún fundið hvild í bæninni mitt í stórborginni. Til slíkrar hvíldar eru kirkjur og aðrir helgidómar. Þess ber að gæta að kenningin um tómið hefir aðeins díalekt- iskt gildi, það er í samhengi lífsins. Einangruð frá lífinu hefir hún ekki gildi. • LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ✓

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.