Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1964, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1964, Blaðsíða 4
Margvísleg not boginna Ijósgeisla Ef farið er inn í einhverja stóra verksmiðju, sjúkra hús, rannsóknastofu eða kvik- myndaver, gefur sennilega að líta þar áhöld, sem kölluð eru fibroskóp eða flexiskóp, og not- uð eru þar. Þetta eru bognar pípur, sem gera það mögulegt að sjá eða ljósmynda hluti, sem eru á óaðgengilegum stöð- um. Pípurnar eru gerðar úr löngum, mjóum glerþráðum, sem bera ljós og myndir til augans eða ljósmynda- vélarinnar. Aðferðin við þetta er kölluð fíb- eroptík og er einhver nýjasta og væn legasta þróun í sjóntækjaiðnaðinum. Fíberoptisk áhöld eru rándýr, en hinsvegar svo nauðsynleg, að ný og ný hlutverk hahda þeim koma fram daglega. í Bandaríkjunum eru þau mikið notuð við geimferðaútbúnað, einkum þó við tilbúning eldfiauga, sem notaðar verða til að senda menn til tunglsins. Læknar nota svona áhöld til að skoað innan í maga, hjörtu og önn- ur liffæri. Flugmenn geta kíkt inn í bæði þotuvélar og bulluvélar á flugi. Umsjónarmenn verksmiðja geta athugað vélar að innanverðu, án þess að taka þær í sundur. MálmhiiSaðar pípur Ein amerísk verksmiðja seiur beygj anlegar glerpípur úr þráðum 25 feta langar og l/8-l:J/3” að þvermáli. Flestar pípurnar eru þaktar málm- hlíf, til að verja glerið skemmdum. Til þess að lýsa upp hlutinn, sem skoða skal, er hægt að beina ljósi eftir endilangri pípunni, eða líka má festa örsmáar ljósperur á enda henn- ar. Skýrar ljósmyndir er hægt að taka gegn um slíkar pípur í tungls- ljósi. En hvernig vinnur þessi útbúnað- ur? Dr. Walter F. Siegmund frá Amer- iska Sjóntækjafélaginu, útskýrir það þannig: „Fíberoptík byggist á tveim grund- vallaratriðum: (1) sléttir þræðir úr gagnsæju efni, eins og gleri, leiða ljós mjög vel vegna fullkomins innra endurkasts eftir veggjunum, og (2) hinir einstöku þræðir í stórri kippu leiða þetta ljós stjálfstætt og óháð- ii- hverir öðrum“. Plastefni og ódýrt gler hafa reynzt ófær um að leiða ljós nokkrar telj- andi vegalengdir. Bezta efnið er hreint, hvitt optiskt gler, sem er laust við blöðrur eða aðra galla. Um það bil helmingur ljóssins, sem skín inn í endann á sjö feta pipu úr þráðagleri, kemst út um hinn end- ann, en hinn helmingurinn dreifist og fer til spillis. Til þess að varna því, að meira ljós „leki“, er þunn húð af gagnsæju gleri notuð sem hlíf um hvern þráð. Þessi hlif bæði einangrar og hlífir auk þess glerþræðinum. Beygjanleg kippa af þráðum, minna en hálfur þumlungur í þver- mál getur haft inni að halda um 300.000 þræði. Sjónvarpsmynd hefur um það bil 250.000 myndareiningar, og þannig verður fiberoptisk mynd betri en sjónvarpsmyndin. En góð smásjá get- ur haft 500.000 myndareiningar og þannig verið betri en fiberoptisH mynd. Mjókkandi þráðakippur En ekki eru öll fiberoptisk áhöld að lögun til eins og pípur eða slöng- ur. Ein tilraunakippa þráða mjókkar úr mjög digrum enda í annan örmjó- an. Svona keilulöguð kippa getur stækkað mynd 50 sinnum, e>f horft er í digra endann en minnkað myndina ef horft er í þann mjóa. Ljósmynd- unarhraði linsu breytist ef hún er sett við annan endann á keilulaga kippu, og filman við hinn endann. Fiberoptisk áhöld af beztu teg- und vinna vel við hitastig frá 418- 800 °F. Allar framfarir í fiberoptísk eins og í annarri sjóntækj a,gerð eiga rót sína að rekja til einhverrar elztu iðngreinar mannsins: glergerðarinnar. í egypzkum gröfum, sem lokað var um 5000 árum f.Kr., fundust oft gler- uð leirker, sem líktust mjög gler- ílátum. Um 1500 árum f.Kr. var fram leiðsla á gagnsæju gleri orðin blóm- leg listgrein. Bognar „ljóspípur“ voru gerðar rir mörgum árum, til að leiða ljós — en ekki myndir. Fyrir meiru en hundrað árum gerðu menn sér ljóst, að hægt var að flytja mynd gegn um margfaldar ljóspípur, en glergerðar- menn þeirra tíma gátu ekki búið til slíkt áhald. Nýlegar rannsóltnir Fiberoptiskar athuganir hófust í Holl'andi á þriðja tug þassarar aldar. Háskólinn í Rochester í New York og Einangrunarstofnunin í Illinois létu fram fara víðtækar rannsóknir, allt þar til Ameríska Sjóntækjafé- lagið fékk áhuga á málinu um 1955 og hefur síðan komizt í fremstu röð í heimi í þessum rannsóknum. Eitthvert fyrsta einkaleyfi í Banda- ríkjunum var gefið út til handa C.W. Hansell, 1930, til „myndaflutnings" gegn um kippu af Ijóspípum.. Síðan hafa mörg einkaleyfi verið gefið út í Bandaríkjunum og annarsstaðar fyr ir endurbótum á fiberoptiskum á- höldum. Og þessi áhöld eru allt frá örsmá- um verkfærum upp í stórfenglegan áhalda-útbúnað. Eitt hinna minnstu er oddmjó kippa, sem koma má fyrir í sprautu Eitiriitsmaður rannsakar benzinhæðarmælinn í geymi á bíl, með beygjan- legu fi'oerskópi. Hann notar ljósgjafa, sem nú er orðinn mjög útbreiddur. Fyr- ir noknrum árum voru slík áhöld rannsóknarstofu-nýungar. nál. Læknir getur notað hana til að skoða blóðslettur, vöðvavefi og húð- vefi undir yfirborðinu, án þess að neinn skurður þurfi að koma við sögu. Önnur not fiberoptíkur koma dag- lega fyrir í stórborgum Bandaríkj- anna, sem sé þau að rannsaka und- irskriftir viðskiptamanna í bönkum til þess að kóma í veg fyrir falsanir. Með þessari aðferð er undirskriftin prentuð í kóda-formi í bæikur bank- ans. Þegar viðskiptamaður tekur út, sýnir hann gjaldkeranum viðskipta- bók sína og úttektarmiða. Gjaldker- inn notar þennan fiberoptiska „úr- lesara“ og ber saman nýritaða undir- skriftina við þá, sem prentuð er 1 baakur bankans. Þetta er miklu fljót- ari aðferð en flestar aðrar til að sannprófa undirskrift. Og þar við bætist til öryggis, að enfitt er að búa til tvo „úrlesara“, sem eru alveg eins. Eitt stórt ameriskt fyrirtæki not- ar reglulega fiberoptiskt áhald til að athuga eldsneytismæla í geymum, eftir að þeir hafa verið lóðaðir aftur og settir í bíla. Eftirlitsmaðurinn stingur aðeins beygjanlegum fiber- skópi inn um opið á geyminum og hreyfir svo pípuna þar til hann sér mælinn. Kvikmyndir og sjónvarpsmyndir Fiberskóp má festa á linsuna í kvik- myndavél. Endanum á bognu píp- unni má koma gegn um mjótt op og þannig er hægt að taka myndir af sviði, sem annars er algjörlega ó- aðgengilegt. Fyrir skömrnu var litið á alla þessa tækni, sem einhverja rannsóknastofu- nýung, en nú segja fróðir menn, að framtíð þessai'a áhalda sem verzlun- arvöru sé næstum takmarkalaus. Þeir sjá fyrir margar endurbætur í lýsingartækni, bæði til hagnýtra nota og svo til skrauts. Þeir búast við, að endurbætur I þessari tækni geti haft miki.1 áhrif á skýrslugerð og geymslu í áhöldum eins og „hraðlesurum“ yfirfærslu- tækjum fyrir upplýsingar, leyniskrift og mælitækjum. Reiknivélataakni, byggð á ljóstækni trúa þeir að muni auka hraða í út- reikningum og draga úr stærð reikni- véla. Og sumir vísindamenn hafa von- ir um, að þessi tækni geti aukið á notagildi ljóssins, og fara fram rann sóknir í þá átt. Vissulega eru horfur á, að fiber- optisk áhöld muni bráðlega ryðja sér mjög til rúms, til hagkvæmra nota, og menn muni halda áfram að finna upp ný og ný áhöld til ýmissa sérstakra nota. og smjör? Og brennivín og öl? Og púns? — Nei, þökk fyrir, svaraði ég vingjarn lega. Ég ætla bara að fá einn bolla af tei. — Ég skal koma með það, sagði þjón- ustustúikan. Það var starað á mig úr öllum áttum. Á heilli mínútu drakk enginn lokaskál. Fólk talaði um mig hringinn í ki-ing, og ég heyrði sumt af því, sem það sagði. — Þetta er einhver hálfvitlaus útlend- ingur, sagði einn. — Fjandans hræsnin og skiípalætin nú á dögum, sagði annar. — Hann er fullur og er að reyna að láta renna af sér, sagði sá þriðji. — Það er nú skrítið að vilja verða algáður, þegar maður er fullur, sagði fjórði. Þjónustustúlkan kom með teið mitt. Ég borgaði strax og gaf henni krónu í þjónustugjald, til þess að enginn skyldi halda, að ég drykki te, af því að ég hefði ekki efni á að drekka púns. Enég komsf aldrei svo langt að drekka þetta te. Ég sat hljóður og frið- samur og hrærði í bollanum og reyndi með framkomu minni að gera öllum viðstöddum ljóst, að ég vildi þeim ekk- ert illt, þegar gamall Uppsalafélagi, sem ég hafði ekki séð í 15 ár, stóð allt í einu fyrir framan mig og glápti á mig og tebollann minn með stingandi augum. — Ert þetta virkilega þú sjálfur? sagði hann æstur. Og hefurðu hugsað þér að drekka þennan óþverra? — Já, svaraði ég auðmjúkur. — Jæja, það er þá að lokum komið svona fyrir þér. Það er hræðilegt! Ég hélt hann væri að grínast og svaraði einhverju í sama tóni. Framhald á bls. 14 4 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 16. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.