Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1964, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1964, Blaðsíða 7
„Uún er í máladcild og heíur þótt vel liðtæk í viðureigninni viff latinuskræffurnar . . . . “ Hún heitir Elísabet Björk Snorradóttir. Myndin er úir Skuggsjá, myndabók dimit- enta. Auffbergur Jónsson, ármaffur. „Affspuxffur um áhugamálin svarar Aubbi, aff þau séu frem ur fátækleg, en taka vilji hann fram, að sitt ]íf og yndi sé að fá sér lúr“. (Úr Skuggsjá). Dimission að Laugarvatni remanentes, á göngum og í stigum. Það var sungið, hróp- að húrra, og skrautlitum rúllu- ræmum, confetti, var varpað yfir stúdentsefnin. Síðan lá leiðin heim til kenn- aranna. t>eir búa allir í nánd við skólann að sjálfsögðu og vegalengdirnar ekki það mikl- ar, að grípa þurfi til dráttar- véla og heyvagna, eins og stúd- entsefni í Reykjavík gera. í>að var gengið í prósessiu með skólafánann, hvítbláinn Einars Benediktssonar, í broddi fyik- ingar. Fyrir utan hús kennar- anna voru flutt þakkarávörp og sumir þeirra þökkuðu fyrir sig með því að bjóða upp á kaffi. Seinna um daginn færðu þeir stúdentsefnunum glaðning. Það voru vetrareinkunnirnar. Um kvöldij? var hátíð í skólasalnum. Hátiðin hófst með embættismannaskiptum. Þeir, formlega af þeim, en aðrir tóku við. Þeir munu stjórna félags- starfseminni næsta vetur. Að því loknu flutti' fráfarandi Stallari, Grétar Guðmundsson, ræðu. Stallari er heiti á for- manni skólafélagsins. Þessu næst stigu stúdentsefni á stokk og fluttu ávörp á öll- um þeim tungumálum, sem þau hafa numið í skólanum. Guð- mundur Garðar Pétursson mælti á dönsku, Þórunn Skafta dóttir á ensku, Jón Þorsteins- son á þýzku, Hildigunnur Hlíð- ar á frönsku og Valgerður Hall grímsdóttir á latnesku. Þóttu ræðumenn málsnjallir með af- brigðum, enda var þeim óspart klappað lof í lófa. Eiríkur Guðnason, sem tók við embætti Stallara, mælti kveðjuorð til dimittenta, en síðan hófst svokallaður dimitt- entaþáttur. Var þátturinn í frá- sagnarstíl, kryddaður athuga- Sælublandin er sú til- finning, sem grípur um sig hjá fjallgöngumanni, þegar hann allt í einu verð- ur þess var, að aðeins örfáir metrar eru eftir, þar til efsta tindi er náð. Tindur- inn, sem verið hefur hans takmark í langan tíma, blas- ir nú loksins við. Vafalaust hefur örlað á ámóta tilfinningum hjá fjórðubekking um í Menntaskólanum að Laug- arvatni, er þeir risu úr rekkju laugardaginn 18. apríl. Samt er ekki örgrannt um, að sú sæla hafi verið blandin nokkrum trega. Þennan dag var siðasti kennsludagurinn þeirra. Kveðju etundin var runnin upp. Dim- ission. 0 rðið ' Dimission er dregið af iatnesku sögninni dimittere, sem merkir að senda burt. Er með þessu átt við, að skólinn sendi fjórðubekkingana é braut, brautskrái þá. Starf ármanns, sem gegnir hlutverki vekjaraklukku á heimavistinni, var óvenju fyrir- hafnarlítið þennan morgun. Flestir voru þegar vaknaðir, enda skein sólin inn um glugg- ana. Úti fyrir glampaði á silfur- tært vatnið, sem staðurinn dreg ur nafn sitt af. Þeir voru léttir í spori, fjórðu bekkingar, stássklæddir í tilefni dagsins, þegar skólabjallan glumdi, og óvenju snöggir að koma sér fyrir í kennslustof- unum. Kennararnir komu til þeirra, einn af öðrum, opinber- uðu próftöfluna, gerðu grein fyrir námsefni fyrir stúdents- prófið og þökkuðu fyrir sam- veruna siðustu fjögur árin. Menntaskólinn að' Laugarvatni Þ M i egar fjórðubekkingar gengu úr kennslustofum sinum hinzta sinni, stóðu skólasyst- kini þeirra, er eftir munu sitja, sem gegnt höfðu virðúlegum embættum í skólalífinu, létu nú Meimtaskólanemar aff Laugarvatni halda svokallaff „beat-ball“ einu sinni á vetri. Hér eru nokkr ar yngismeyjar á dansleiknum — taliff frá vinstri: Viktoria Ketiisdóttir, Jóhanna Haraldsdótt- ir, Sigurborg liilmarsdóttir, Drífa Pálsdóttir, Arnbjörg Guffmundsdóttir og Jónas Ragnarsson. semdum, þar sem dregnir voru fram veikustu punktar í fari stúdentsefnanna. Þ annig leið þessi dagur, síðasti kennsludagurinn. Nú er lesið af miklu kappi í Mennta- skólanum að Laugarvatni. Tak- markið er á næsta leiti: stúd- entsprófið, iykillinn að æðri menntastofnunum. a. i. I JC. tölublað 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.