Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1964, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1964, Blaðsíða 6
niðamyrkur og annarlega liljótt. Um andlit hans fer kaldur súgur: Þig grípur óljós hrœösla. Þú horfir út í myrkriö og hvíslar: llver ert pút Og holur rómur svarar: Ekkert, ekkert. Það skal tekið fram, að orðið ,,þú“ á við manninn, sem um er fjallað í Ijóðinu. Þar hefði allt eins vel mátt nota orðið „ég“. Gamli maðurinn við gluggann er að spyrja, hver hann sé. Það eru sjálf skilyrði lífsins á Jörð- inni, sem eru samkvæmt Ijóðum Steins Steinars röng í grundvallarat- riðum, hvort sem þau eru til komin af manna völdum eða eiga sér enn ólj'ósari uppruna. Hópur manna fer eftir veginum. Þeir hugsa djarft, eru óhræddir, „þetta er heimalningsgata“. Svo nema þeir skyndilega staðar. Það er auðn og myrkur, hvergi vegur. í veglausum heimi ólgar eilífð djúpsins ögrandi og blind við fætur hins eina 'sam eftir lifir. Hið eilífa myrkur verð ur aldrei rofið af Ijósgeisla. í slíkum heimi er hvergi hæli að finna, ekikert skjól, engan frið. Lífið sjálft eltir flóttamanninn. „Og þú kemst ekki undan“. í Hamlet finnur skáldið sálu- félaga og þjáningarbróður. Maðurinn, hinn eiliifi maður, á sér hvorki tak- mark né tilgang. Tjáningin á fánýti allra hluta og allrar viðleitni kemur fram í nýju til- brigði í fyrsta ljóði þriðju bókar skáldsins, „Spor í sandi“, sem kom út árið 1940. Tilgangslaust streymir lí'fið fram: Sem eins og hvers piti unga óg heita blóö til einskis skal paö streyma á dreif % sandinn. Allt sem menn reyna á sér annar- legt for.m, sem engan tilgang hefur. MlKILVÆGT Ijóð til skilnings á æsku og fyrstu manndómsárum skálds- ins er „Vísa fíflsins": Einu sinni fyrir mörgum árum, þegar þú stóðst sem ungur sveinn við hliðið heima hjá þér, fannstu að eitthvað féll þér úr hendi, sem farsæld þín og heill var bundin við. Það, sem þú týndir, finnurðu aldrei aJtur. Og veiztu Paö, aö pú ert ékki til, og petta, sem pú sérö, er skuggi hins liöna, segir í lokalínum ljóðsins „Svartlist“. Öðrú ljóði í bókinni lýkur á þessum orðum: Þaö andlit, sem pú berö, er gagnsce gríma og gegnum hana sér í auön og tóm. Ferða-stef lífsins kemur enn fra.m' í nýju tilbrigði í ljóðinu „Heimferð“: Staönæmstu maöur, myrkriö dettur á, pótt marklaus tyllivon pitt hjarta blekki. Þú vildir finna veginn heim til pín, pann veg, sem ekki er til, paö geturöu eklci. í Ijóðinu um víg Snorra Sburluson- ar í ljóðabókinni „Ferð án fyrirheits" (1942) er því haldið fram, að víg skálds ins sé sífelldlega endurtekið. Slík eru ævinlega kjör skáldsins í fjandsam- legri veröld. En hins vegar ekki kjör skáldskaparins, sem einkennast af lífs- seigíunni: Og pð. Sú bööulshönd, sem höggiö greiöir, hún hœfir aldrei paö, sem mest er vert, pví hvert eitt skáld til sigurs líf sitt leiöir, hve lengi og mjög sem á pess hlut er gert. I LJÓÐI, sem ber heitið „Hin mika gjöf“, hyllir skáldið með þver- stæðum hætti gjöfina, þ.e.a.s. „vitund þess að verða aldrei neitt“. Það eru vinnulaunin og sigurgleðin. Og efinn heldur áfram að lifa og þróast: „Og hún sem ég elskaði, hló og sagði: / Ég er ekki til.“ Þeir, sem látnir eru, hafa verið sviknir af lífinu engu síður en þeir, sem 'enn eru lífs, segir í öðru ljóði í „Ferð án fyrirheits", en þetta bókarheiti er ekiki síður snjallt en „Spor í sandi“. Að lífið sé blekking skilja menn ekki fyrr en þeir eru dauðir. Maðurinn ferðast í blindni gegnum kynjaskóg blekkinganna, sem hans eigið hjarta hefur alið til að skreyta nakinn og kaldan veruleik- ann. Draumurinn veldur smám saman falli mannsins, án þess hann verði áskynja um það, og að lokum er ósig- ur hans alger, segir í frægu ljóði, sem þegar er orðið sígilt: „í draumi sér- hvers manns“. Bákn draumsins vex manninum yfir höfuð, og jafnframt minnkar hann. Þegar mælirinn er full- ur, lvkur draumurinn manninn löngum armi sínum, og þeir skipta um þlut- verk. Ljóðið er. einkennandi fyrir Stein Steinarr í beiskri kaidhæðni sinni. Önnur Ijóð í sama anda eru „Hudson Bay“ og „Fassíusálmur nr. 51“, og lýsir seinna ljóðið sljóleika nútímamannsins gagnvart þjáning- unni. Skýringin á heiti ljóðsins er sú, að hinir miklu og nafnkenndu passíu- sálmar Hallgríms Péturssonar eru 50 talsins. Sí Ú ljóðabók Steins Steinars, sem- ber öll einkenni módernismans í ljóð- list Evrópu og Ameríku, heitir „Tím- inn og vatnið“, og kom út í fyrra sinn árið 1948. Einkunnarorð hennar eru eftir bandaríska ljóðskáldið og leík- ritahöfundinn Arohibald MacLeish: „A poem should not mean, but be“. í þessari bók voru 13 ljóð. í útgáfunni frá 1956, hinu umfangsmikla úrvali af Ijóðum skáldsins, sem tekið var sam- an af honum sjálfium og bar heitið „Ferð án fyrirheits" (eins og bókin frá 1942), hafði síðasta bókin „Tíminn og vatnið“ verið aukin upp í 21 ljóð. Eins og einkunnarorðin gefa til kynna er hér um að ræða óhlptbundin eða afstrakt ljóð, enda þótt þau hafi á sána vísu ákveðna merkingu. Þau ha'fa líka að markmiði að skapa ljóðræna reynsiu. Hugrenningar eða hugar- straumar skáldsins eru túlkaðir í margbreytilegum mynduim, sem eru hreinar og skýrar: hugleiðingar um innstu verund skáldsins, um líðandi andrá, tímann og hið stundlausa. Tíminn er eins og vatniö, og vatniö er kalt og djúpt eins og vitund mín sjálfs. Og tíminn og vatniö renna veglaust til purröar inn t vitund mín sjálfs. Ljóðin bera engin heiti, styðjast hvorki við leiðarvísa né fræðilega út- úrdúra. Þau eru: Eins og blóöjárnaöir hestar hverfa bláfextar hugsanir mínar inn um bakdyr eilíföarinnar. Nafnlausir dagar falla yfir nábtstað- inn eins og nýskotnir fuglar. Hin nei- kvæða játun rís upp úr nálægð fjar- lægðarinnar. Ljóðin eru eins og síbreytileg til- brigði í balletsýningu eða kvikmynd um sálina, lifandi myndir skapaðar af sjónnæmu ímyndunarafli. Þetta verk, sem er eitt sérkennilegasta og mest töfrandi fyrirbæri heimsbðk- irienntanna á miðri 20. öld, fjarar út í hvíld og ró hins algilda og stund- lausa: Ég hef búiö mér hvílu i hálfluktu auga eilíföarinnar. Eins og furöuleg blóm ' vaxa fjarlœgar veraldir út úr langsvæfum lílcama mínum. Ég finn mótspyrnu tímans falla máttvana gegnum mýkt vatnsins. Meöan eilíföin horfir mínum -óræöa draumi úr auga sínu. í þessum ljóðum koma efinn og ör- væntingin ekki fram með jafnbeinum hætti og áður. Þau benda fram til mik- ils friðar og jafnvægis. Steinn Steinarr segir frá því í við- tali við Matthías Johannessen, að ljóð- in í „Tímanum og vatninu" hafi upp- haflega verið hugsuð fyrir ballet, og að þau eigi rætur sínar í hetjusögnum og goðsögum, eitt þeirra megi t.d. rekja til Veda-ritanna, ánnað til sagn- anna um Parsifal og gral og enn ann- að til ferða Ódysseifs. Hér er rétt að minna á það, að gral-sögnin var ein af helztu uppsprettum T.S. Eliots, þeg- ar hann orti „The Waste Land“. Jl EINU af síðustu Ijóðum Steins Steinars, „Don Quijote talar við vind- myllurnar", er haldið fram krö'funni um hið algilda og skilyrðislausa, sem sé skilyrði þess, að hægt sé að sigrast á lyginni: Með hálfum sannindum berst ég við hina fullkomnu lygi. Steinn Steinarr hefur leikið hið volduga stef efans til enda: hin stórfienglega eyði- mörk lífsins, vegurinn sem er elcki annað en vegleysa, hin þunga og til- breytingarlausa ganga sem lýkur á sama stað og hún hófst, tómleikinn, efinn um sjálfa tilvist mannsins. Tákn lífsins, eyðimörkin í þessum ljóðum, er ekki ósvipað veröldinni við upphaf sköpunarinnar: Jörðin var auð og tóm og miyrkur grúfði yfir djúpinu. I nokkrum af ljóðum Steins Steinars er eins og sköpunarverkið hafi stöðvazt á þessu fyrsta stigi. Skilningur hans á fallvelti allra hluta og sú skoðun að allt sé fánýtt og hégómlegt, Vanitas vanitatum, á sér ennfremur rætur 1 Prédikaranum og sálmakveðskap seytj- ándu aldar. Með skáldgáfu sinni og viljaseiglu særði Steinn Steinarr fram svip hinnar miklu auðnar. Þá fyrst var von um nýjan heim. Engu er líkara en hann hafi í einstökum ljóðum, m.a. þeim síðustu sem hann orti, eygt eitthvert takmark draums og ljóðs: Út í veröld, sem mennirnir hafa eytt með ofbeldi og dauða, sendir skáldið myrk og óræð orð (Formáli á jörðu): Gegnum myrkur blekkingarinnar, meöal hrævarloga lyginnar, í blóöregni morösins gengur sorg mín, gengur von mín, gengur trú mín, óséö af öllum. Djúp, sár og brennandi. Óséö af öllum. Sw aö Ijóöiö megi lifa, svo aö andinn megi lifa, svo aö Guö megi lifa. Ljóðlistin hefiur fengið áþreifanlegt hlutverk: hún á ekki einungis að miðla ljóðrænni reynslu, ekki aðeins að skilgreina veruleikann, heldur er hún þegar öll kurl koma til grafar eitt af úrræðunum til að gera Jörðina byggi lega; hin veglausa auðn verður þá ekki lengur einungis marklaust heimkynni dauðra eða þjakaðra sálna, friðiausra skugga. í blaðaviðtali, sem nefndist „Mið- nætursamtal“ og Matthías Johannes- sen skáld og ritstjóri átti við Stcin Steinarr vorið 1957, segir hann m.a.: „Okkar þjóð, okkar þjóð. Ég er ekki viss um að við séum nein þjóð. Við erum miklu fremur nokkurs konar úti- legumenn, nokkurs konar útilegu- menn. Fyrir þúsund árum vorum við dæmdir til útlegðar á þessu eyðiskeri, utan" takmarka hins byggilega heima . . . . Ég hef alltaf hafit tilhneigingu til þess að skrifa orðið eyðimörk með stórum staf, hvernig stendur á því? Annars veit ég lítið um heimsmenn- inguna, ég veit bara það eitt, að nótt- in kemur, vestræn menning hefur gengið í hring, við erum komnir aítur til hinna „síðustu daga Rómverja“, —■ nóttin kemur, það eru engin ný sann- indi. Oswald Spengler hafði rétt fyrir sér“. kJ?TEINN Steinarr var kunnugur nýjum'straumum í ljóðlist aldarinnar. Af höfundum í lausu máli hefur hann nefnt Hamsun, Hemingway og Jamea Joyce. Iíann hefur eflaust Jíka lært af ljóðskáldum eins og Artur Lundkvist og Carl Sandburg. Hann hefur orðið fyrir áhrifum af ljóðum eftir Ezra Pound, og ■ um skeið var hann mjög hrifinn af T.S. Eliot, en Ijóðlist hans var áisamt sænsk-ri ljóðlist fimmta ára tugarins, einkanlega Erik Lindegren, nátengd hans eigin tilraunum með nýjan stíl og fersk yrkisefni. Hann nefnir einnig W.B. Yeats, og það virðist auðsætt að hann hafi lesið eitthvað eftir Garcia Lorca. Hann fór í nokkr- ar langar utanlandsreisur, til Suður- Evrópu, Norðurlanda og Rússlands. Auk Lindegrens voru þau skáld á sænska tungu, sem hann hafði eink- um mætur á, m.a. Harry Martinson og Finnarnir Edith Södergran og ELm er Diktonius. Síðustu æviár hans og' árin sem lið in eru frá andláti hans hefur mörgum löndum hans orðið æ ljósara, að með honum hafði ísland eignazt eitt af sér kennilegustu ljóðskáldum aldarinnar, sem með nýstárlegu orðfæri gat túl-k- að hug nútíðarmannsins, efa hans og rótieysi, en einnig trú hans, þrjózku og vonir, listamann sem gat dregið upp myndir af veru og óveru lífsins með áður óþekktum dráttum. HAGALAGÐAR SEGIR FÁTT AF EINUM f fjallaleitum um haustið (1857) fannst norðanvert við Skjaldbreið hattur, stafur og kútur, er eignað var Jóni frá Lækjamóti, er fórst vet- urinn 1846 og ætlað hafði austuir yf- ir Lyngdalsheiði, til fundar við Þor- varð prest Jónsson í Miðda-1. Sömu- leiðis fundust buxur hans hinar ytri, er hann hafði borið á herðum sér, eir hann lagði af stað. Var getið til, að hann hefði villst þangað og orðið þar til, en með því að ekkert fannst af líkama hans, var ætlað að vatns- filóð úr fjöllum í vorleysingum hefði skolað beinagrindinni í burtu. (AnnáLl 19. aldar.) 0 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 16. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.