Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1964, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1964, Blaðsíða 12
SOVÉTNJÓSNAR Frarmh. aí bls. 1 haíði ekki farið út úr landinu eftir neinni löglegri leið, en það hefði hann gert, hefði hann verið í venjulegum blaðamennskuerindum. Þessi „snúning- ur“ hjá Eleanor sannfærði engan mann, heldur jók einmitt á forvitnina. Hinn 3. marz, þegar meira en mánuð- ur var liðinn frá hvarfi Kims, tilkynnti „The Observer“ loksins, að blaðið hefði beðið utanríkisráðuneytið að hjálpa til að hafa uppi á honum. Þegar hér var komið, voru allskonar sögur komnar á kreik: Philby var í Kairo. Philby var hjá Saudi-Aröbum að berjast gegn lýð- veldis-uppreisnarmönnunum í Jemen. Brezka leýniþjónustan hafði rænt Phiiby. Philby hafði framið sjálfsmorð. En þrálátasti orðrómurinn var þess efnis, að Philby hefði flúið til Sovétríkj- anna, og að meiriháttar njósnahneyksli væri yfirvofandi. Philby var sem sé ekki neinn óbreyttur fréttasnati. Hann hafði verið háttsettur embættismaður í brezku leyniþjónustunni og einu sinni hafði hann verið fyrsti fulltrúi í brezka sendiráðinu í Washington. Árið 1955 hafði þingmaður opinberlega borið hon- um á brýn, að hann væri „þriðji mað- urinn“ í Burgess- og McLean-málinu —' maðurinn, sem hefði gefið Guy Burgess og Donald McLean upplýsingar og gert þessum tveim diplómötum fært að flýja austur fyrir járntjald, áður en þeir yrðu teknir fastir fyrir njósnir. S nemma í marzmánuði settist hóp ur blaðamanna að Eieanor Philby — for vitnir, vægðarlausir, ágengir menn. Hún svaraði þeim með ýmsum sundirleitum upplýsingum. — Kim er á ferð í Austurlöndum nær, í blaðamennskuerindum, sagði hún. — Hversvegna vita blöðin hans þá ekkert um hann? spurðu þeir. — Æ, látið þið mig í friði! Þarna fór hún eftir fyrirmælum frá Kim sjálfum. Hún hafði oft fengið orð- sendingar — sumar skrifaðar með hans eigin rithendi — sem voru sýnilega send ar frá ýmsum stöðum í Austurlöndum nær, þar sem henni var lofað, að þau skyldu bráðum hittast aftur. En hafi hún verið ringluð út af þessu framferði manns síns, þá var hún skelfd við tilgátu Breta, að bréfin kæmu handan fyrir járntjaldið. „Ég trúi því ekki“. sagði hún. „Það er ekki satt. Kim er á ferða- lagi“. En svo í apríl kom enn ein orðsend- ing frá Kim. í fyrsta sinn lagði hann Eleanor lífsreglurnar. 1) - Hún skyldi kaupa handa sjálfri sér og börnum þeirra tveimur farseðil með BOAC til London á vissum degi, og ekki fara leynt með það. 2) . Næst skyldi hún fara, svo lítið bæri á, í Beirut-afgreiðslu tékkneska flugfélagsins, en þar mundi farseðill hennar bíða henpar. 3) . Tékkneska flugvélin — með Prag að ákvörðunarstað, án viðkomu annarsstaðar í Vestur-Evrópu — átti að fara frá • Beirut á svo að segja sama tíma og BOAC?vélin. Hún skyldi láta tilkynninguna um brottför BOAC-vélar- innar eins og vind um eyru þjóta, en siást í för með farþegunum í tékknesku vélinni. Þegar hún væri komin í vélina, ásamt börnunum, yrði henni sagt til um ákvörðunarstaðinn (Með öðrum orð um átti hún ekki að vita, fyrr en hún væri komin á loft, hvort henni væri ætlað að lenda austan eða vestan járn- tjalds). 4) . í síðasta lagi voru henni gefin fyrirmæli um, hvernig hún gæti náð sambandi við Kim, „ef um allt þryti“. Þá átti hún að setja tiltekinn blómapott í eldhúsgluggann, og „trúverðugur milli göngumaður" mundi þá tafarlaust hafa samband við hana. Kim var augsýnilega æstur í að hitta Eleanor aftur, og þrá hennar eftir því sama var engu minni, en þessi fyrir- mæli voru fyrsta bendingin í þá átt, að Kim væri austan járntjalds, og hún neitaði að fara eftir þessum fyrirmæl- um. Ást hennar á eiginmanninum og hræðslan við að hann væri orðinn föð- urlandssvikari toguðust á um hana, og næsta vikan hjá henni var hreinasta rnartröð. Loks tók hún upp á því, í örvæntingu sinni, að gefa nierkið, sem Kim hafði bent henni á. Hún setti blómapottinn í eldhúsgluggann. Siðan blandaði hún sér tvöfaldan viskí og kveikti sér í vindl ingi. Hún vonaði, að „trúverðugi milli- göngumaðurinn" léti ekki á sér standa. Það var rétt farið að dimma. Áður en klukkustund var liðin var hringt dyrabjöllunni. Hún opnaði og sá þá gildvaxinn ungan mann, með grisjað, ijóst hár. Hann hallaði sér kæruleysis- lega upp við dyrastafinn og spurði, með þunglamalegum slavneskum hreimi: — Þeir vilduð finna mig, frú Philby? Þetta var starfsmaður í sovézka sendi ráðinu. U pp frá þessari stundu varð frú Eleanor Philby að horfast í augu við þá staðreynd, að maður hennar væri í So- vétrílcjunum. En hvernig hafði það gerzt? Hvernig hafði Kim Philby — sonur frægs föður, sem hafði orðið að- njótandi menntunar í Westminster og Cambridge og þegið stríðsorðu úr hendi sjálfs Georgs VI — hvernig hafði hann lagzt svo lágt að leggja lag sitt við fjendur föðurlands síns? Svörin — þeim hefur verið safnað úr áreiðanlegum heimildum — þar með töldum starfs- mönnum leyniþjónustu vestrænna ríkja — svörin eru einn aragrúi þversagna. Kim Philby er gott dæmi um þá ringul- reið og grimmd, sem tröllreið heilli kyn slóð, uppalinni á byltinga- og ófriðar- tímum. Kim var innst inni allra bezti maður, sem hefði getað orðið — á frið- samlegra tímabili sögunnar — það, sem hann langaði mest til að verða: hetja. Hann fæddist á nýársdag í Ambala í Indlandi, sonur nú látins Harry St. John Bridger Philbys, sem þá var em- bættismaður stjórnarinnar í Indlandi og átti eftir að verða, næst T. E. Lawrence, mesti Arabíufræðingur þessarar aldar. Áður en Kim var tíu ára gamall, var faðir hans orðinn innanríkisráðherra í Mesópótamíu (nú írak), ráðgjafi Win- stons Churchills og" aðalfulltrúi Breta í Transjordaníu (nú Jórdaníu); en síðar meir varð hann valdamikill ráðgjafi Ibn-Sauds konungs og mesti könnuður „auða landsins" í Arabíu. Hann fór um allt í Arababúningi og síðar gerðist hann Múhameðstrúarmaður og tók sér nafnið „Haj Abdullah“. En jafnframt því að vera hugrakkur brautryðjandi, var St. John Philby einnig eigingjarn og ráðríkur. Hann skelfdi Kim og ekki er óhugsandi, að stamið, sem fylgdi honum ævilangt, hafi stafað að hræðslu hans við föður sinn. Og við þessa hræðslu í barnæsk- unni bættist svo endurminningin um hinar ofsafengnu skoðanir föðurins — fyrirlitning hans á brezku skrifstofu- valdi og uppreisn hans gegn brezkri stjórnmálastefnu í Austurlöndum nær. Árið 1940 var hann beinlínis fangelsað- ur fyrir opinber mótmæli gegn hern- aðaraðferðum Bandamanna. Upp af öllu þessu sprettur fyrsta skýringin á hegð- un Kims síðar meir — hann erfði gremju föður síns í garð brezka ríkis- ins. E ftirtektarvert er það, að Kim þekkti föður sinn raunverulega aldrei r.áið. Þegar Philby eldri var ekki að gefa þjóðhöfðingjum góð ráð, var hann að rannsaka einhver óbyggð landsvæði eða ríta einhverja vísindabók, svo að kynni Kims af honum takmörkuðust við fáar heimsóknir austur, í skólaleyfum, og ennþá færri heimsóknir föður hans til Bretlands. Að öðru leyti var Kim annaðhvort í skólanum ‘eða hjá skyld- fólki í Englandi. En þessi litla kynning við föðurinn nægði til þess að blása hon um í brjóst ævilöngum hugmyndum og þrá eftir því að verða eins frægur og faðir hans var orðinn — með einhverju móti. „Stjórnmálin hefjast í barnaher- berginu“ hefur Cyril Conolly skrifað. „Enginn maður er fæddur föðurlands- vinur eða landráðamaður, hægrisinni eða vinstrisinni, og það er barnið, sem hefur orðið fyrir andstöðu gegn valda- fíkninni og fengið meðfæddri réttlætis- kennd sinni spillt, sem getur að lok- um orðið byltingarmaður . . . Áður en við getum gert föðurlandinu illt, verð- um við að hata föðurinn“. Gamall vinur Kims minnist hans með þessum orðum: „Tilfinningar hans gagn vart föðurnum einkenndust ekki ein- asta af lotningu heldur og af sterku samblandi ástar og haturs. Alla sína ævi var Kim hrjáður af ósýnilegri nær- veru föður síns, sem sveimaði kringum hann, rétt eins og hann væri að mana bann til að verða jafnfrægur og hann var sjálfur“. Og hvernig gat hann svo snúizt við þessari ögrun? Hann gat byrjað á því að ganga í sömu skólana og faðir hans, Westminster og Trinity. Einn af skóla- bræðrum hans í Westminster — nú mik- ill1 jafnaðarmannaforingi — man eftir Philby á unglingsaldri: „hann virtist lifa einhverju leynilegu lifi, sem enginn okkar vissi neitt um. Það var eins og hann gengi um með eitthvert ósýnilegt sár“. Árið 1931 fór Philby í Trinity College í Cambridge. Þetla var lifandi ímynd þess, sem brezkur skóli á að vera: got- neskar byggingar með skotraufum og víggirðingum, byggðar utan um heljar- stóran húsagarð með grænu grasi, en 1 miðjunni var skrautlegur gosbrunnur með áletruninni Pugna pro patria —■ berztu fyrir föðurlandið. f herberginu sínu á kvöldin gat Kim heyrt kvöld- sönginn handan yfir húsagarðinn ,og hljóminn af guðhræddum unglingum, sem sungu Nunc Dimittis og Magnificat. Líklega hafa Kim fundizt slíkir sálm- ar vera rödd frá annarri öld, og varla eiga við í Cambridge, sem var í Eng- landi fjórða áratugar aldarinnar — þessum hræðilega áratug með atvinnu- leysi hungurgöngum og uppgangi Hitl- ers. Það getur orðið erfitt fyrir Ameríku menn að skilja hina djú,pstæðu andúð, sem ríkti meðal brezkra menntamanna þá, gegn ríkinu. Þessi andúð var ekki einasta þoluð í þá daga, heldur var hún beinlínis í tízku; marxisminn var ekki einasta virðingarverður, heldur þótti það hreystimerki að vera flokksbundinn kommúnisti. Fyrri heimsstyrjöldin hafði „brotið niður dansgólfið undan fótunum á ensku miðstéttunum", segir Stephen Spender í endurminningum sínum. „Fólk minnti mest á dansara, svífandi í lausu lofti, sem geta þó furðanlega vel látið líta svo út sem þeir séu enn að dansa. Allsstaðar var þetta andrúmsloft óraunveruleika, sem setti mönnum að- eins tvo kosti: að vera fasisti eða komm únisti. Að vera bara jafnaðarmaður var ekki nærri nógu spennandi". K.im var enginn framúrskarandi námsmaður. Kunningjar hans í Trinity minnast hans sem rómantísks ævintýra- manns, sem var mjög vinsæll. „En hann hafði gott siðferðilegt jafnvægi — og var gagnheiðarlegur“, segir einn félag- inn frá þessum tíma. „Hann hafði mikl- ar áhyggjur af hinu hræðilega ástandi mannlegra lífskjara, fólks almennt og vinnustétta Bretlands sérstaklega." Hin opinbera stjórnimiálasikoðun Phillbys var með jafnaðarmönnum og hann barð ist fyrir frambjóðendur þeirra í kosn- ingum. Leyniþjónustan telur saimt ,að Kim hafi verið félagsbundinn kommúnisti meðan hann var enn í Trinity — og að honum hafi verið skipað að þegja yfir því. Eigi er vitað um þetta í smáatrið- um, en nokkra heildarsýn má samt fá yfir það. Tveir samtímamenn hans i Cambridge voru Guy Burgess og Donald McLean, báðir sannfærðir marxistar, Hann þekkti McLean ekki mikið, en hann gerðist ákafur lærisveinn Burgess. Burgess var þá þegar býsna efnilegur sagnfræðingur, og fleiri en einn rit- 12 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 16. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.